Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 25

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 25
handbók sem þær gætu alltaf borið á sér og jafnframt nýtt sem dagbók, t.d. til að skrá í vaktaskema og fleira. Hver var fyrirmyndin að bókinni? Fyrirmyndin er handbók ljósmæðra sem gefin er út í Bretlandi. Þessi bók er þó töluvert mikið frábrugðin, einkum að því leyti að meira er lagt upp úr fag- legum upplýsingum, en minna plássi eytt í dagatal og almennar upplýsingar. Þessi bók er líka vandaðri að mörgu leyti t.d. hvað varðar útlit og gerð pappírs. Hvaðan er nafnið á bókina komið? Nafn bókarinnar ,,Fylgja“ er frá okk- ur Margréti Guðmundsdóttur komið og fannst okkur það mjög við hæfi sem nafn á handbók fyrir ljósmæður, þar sem fylgjan er eitt mikilvægasta líffæri meðgöngunnar. Eins má segja að fylgja sé eitthvað sem fylgir manni hvert sem er, og á það sannarlega vel við um bókina. Hver var kostnaðurinn við gerð bók- arinnar? Bókin var að mestu unnin í sjálfboða- vinnu, fyrir utan prentun og bókband. Annars hefði hún orðið svo dýr að nær ótækt hefði verið að gefa hana út. Þess má geta að móðir mín, Edda Svavarsdóttir, lagði fram mikla vinnu við ritvinnslu og setningu bókarinnar endurgjaldslaust. Einnig vann afi minn, Svavar Jóhannsson, að setn- ingu og prentun fyrir aðeins hluta af raunhæfu verði. Maðurinn minn, Sverrir Kristfinnsson, sá svo um mynda- tökur í bókina ásamt afa. Þessi fjölskyldutengsl gáfu mér færi á að fylgjast vel með og taka þátt í tæknilegri vinnu við gerð bókarinnar. Þessi nána samvinna átti tvímælalaust sinn þátt í því hve vel tókst til við útgáfu bókarinnar. Markmiðið var frá upphafi að halda kostnaði í algjöru lágmarki, sem alltaf er erfitt þegar upplag bókar er lítið, og hún sniðin fyrir fámennan hóp. Eg tel þó að það hafi tekist og í framtíðinni mun bókin væntanlega verða enn ódýr- FYLGJA HANDBOK LJÓSMÆÐRA iyyU ari, þar sem ekki þarf eins mikla for- vinnu. Bókin er seld á kostnaðarverði og reynt var að halda sig við það verð sem áætlað var í byrjun. Til að finna út hver stærð upplags ætti að vera, var send út tilkynning til ljósmæðra um allt land og ljósmæðrablaðið 23

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.