Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 28
ÓLAFUR ÓLAFSSON, landlæknir:
Líknardauði — itknardráp
Nokkrar umræður um líknar-
dauða/líknardráp hafa farið fram að
undanförnu trúlega vegna þess að líf-
færaflutningar gerast nú tíðari. Líkt og
oft áður erum við seinni til en ná-
grannaþjóðir, en þar hófst umræða
um þetta mál fyrir 10—15 árum, trú-
lega vegna betri tæknilegra möguleika
til líffæraflutninga.
I aldir hafa þessi mál verið rædd
meðal lækna. T.d. má minna á að í her-
læknisfræðinni var og er læknum og
hjúkrunarfólki kennt að í fyrstu yfirferð
á vígvellinum eftir orustu sé rétt að
sinna frekar særðum hermönnum sem
eiga sér lífsvon en þeim sem eru hel-
særðir. Þetta er einnig ríkjandi stefna í
nútíma stórslysalæknisfræði. Það hef-
ur tíðkast á sjúkrahúsum að hætta með-
ferð eða jafnvel að hefja ekki meðferð
þegar engin von er um líf.
Dæmi: Alhliða næringarmeðferð er
hætt, sjúklingar teknir úr öndunarvél-
um eða sjúklingur ekki settur í nýrnasíu.
Þetta eru erfiðustu ákvarðanir sem
læknir tekur á lífsleiðinni enda undan-
tekningalaust teknar eftir ítarlega at-
hugun og meðal annars hin síðustu ár
eftir nána athugun á heilastarfsemi við-
komandi sjúklings. Nú er með fullri
vissu unnt að ganga úr skugga um
hvort um heiladauða er að ræða eða
ekki. Þar af leiðandi er ekki réttmætt
að kalla þann verknað líknardráp, þó
að öndunarvél sé stöðvuð í þessu tilfelli.
26 ____________________________________
Heiladauður maður er horfinn héð-
an. A íslenskum sjúkrahúsum er ætíð
leitast við að eiga náið samráð við nán-
ustu ættingja um framangreindar að-
gerðir eða aðgerðaleysi, en stundum
er það ekki unnt t.d. ef sjúklingur er
einstæðingur. Jafnframt hafa læknar
samráð sín á milli svo og við hjúkrunar-
fólk. Ef Ijóst er að engin lífsvon er og
meðferð er hætt eða ekki hafin deyr
sjúklingur líknardauða. Það er vel í ætt
við upprunalega þýðingu orðsins Eutha-
nasia eu = góður, hægur, thanatos
= dauði þ.e. ,,hinn góði dauði“. Aðr-
ar þjóðir nefna þessa aðgerð gjarnan
dauðahjálp (t.d. dödshjalp í sænsku).
Samkvæmt merkingu orðsins er lækn-
um skylt að sýna sjúklingi umhyggju,
hlýju og leitast við að lina þjáningar
hans eftir fremsta megni og gera hon-
um síðustu dauðastundirnar sem létt-
bærastar. Þessi athöfn á því lítið skylt við
dráp í mínum huga, þó að sumir lög-
fræðingar séu ekki sammála mér. Ég
trúi því að sú aðgerð, ef rétt er að verki
staðið, sé gerð með samþykki almenn-
ings og að kristnir siðfræðingar viður-
kenni réttmæti þessa.
A síðustu tímum hafa sumir viljað
leggja aðra merkingu í þetta orð, þ.e.
lækni sé skylt og rétt að stytta líf deyj-
andi manns sem þjáist af kvalafullum
sjúkdómi. Ef læknar valda dauða sjúk-
lings með lyfjum eða aðgerð, þ.e.
deyða sjúkling í líknarskyni eða að-
1—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ