Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 29
stoða við sjálfsmorð, fellur sá verknað- ur undir líknardráp, enda varðar það við lög og er refsivert. Hugsanlega má finna einhverjar málsbætur í því tilviki, sbr. 213. gr. hegningarlaga. Seint trúi ég að lög á Vesturlöndum muni leyfa slíkan verknað. Eftir að eyðnifarsóttin reið yfir hafa hollenskir læknar gripið til þessa ráðs fyrir þrábeiðni sumra sjúk- linga. Enn sem komið er hafa hollensk heilbrigðisyfirvöld látið þessar aðgerðir afskiptalausar en málið er í athugun að sögn hollenska landlæknisins. I umræðu sem þessari koma upp mörg tilvik sem e.t.v. geta flækt málið. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að ef læknir getur ekki útvegað sjúklingi með ónýtt lífsnauðsynlegt líffæri heil- brigt líffæri jafngildi það líknardrápi! Vissulega yrði að taka tillit til allra að- stæðna í slíku máli, en tæpast yrði slíkt tilvik að öllu jöfnu skilgreint sem dráp. Brýnt er að gæta hófs og tillitssemi í þessari umræðu. Til þess að vekja ekki ugg og kvíða meðal fólks er nauðsyn- legt að þeir sem vinna með sjúklingum hjálpi til við skilgreiningu orða og hugtaka. Við verðum vissulega að hafa tilfinn- ingu fyrir hugtökum en einnig fyrirfólki. LJÓSMÆÐUR - LJÓSMÆÐUR Okkur vantar ljósmæður til sumarafleysinga. Góð vinnuaðstaða. Þær sem hafa áhuga hafl samband við hjúkrunarforstjóra í síma 98 - 2 13 00. SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS SELFOSSI 27 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.