Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 33
ÓLÖF ÞÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, LJÓSMÓÐIR
OG UNNUR EGILSDÓTTIR, LJÓSMÓÐIR:
Fóstur-
gallar og fóstur-
rannsóknir
Ritgerð í fæðingafræði
Ljósmæðraskóli Islands
Reykjavík 1989
1. INNGANGUR
Þessi ritgerð fjallar um fósturgalla, or-
sakir þeirra, tíðni og rannsóknir sem
gerðar eru til að kanna ástand fósturs í
móðurkviði. Ástæðan fyrir að við völd-
um þetta efni, er sú að okkur fannst
nauðsynlegt að vita einhver deili á or-
sökum fósturgalla og hvaða aðferðir
eru notaðar til greiningar á þeim. Við
fraeðslu til barnshafandi kvenna þurf-
um við að hafa þessa þekkingu til að
geta miðlað markvisst upplýsingum
sem gætu mögulega komið í veg fyrir
eða minnkað líkur á fæðingu barns
nieð meðfæddan galla. Eitt af því erfið-
asta sem starfsfólk á fæðingardeildum
horfist í augu við er fæðing slíkra barna.
I flestum tilfellum er gallinn ekki greind-
nr fyrr en við fæðinguna og því óvænt
vandamál. Það er mjög erfitt að þurfa
að tilkynna foreldrum að nýfætt barn
þeirra hafi einhvern meðfæddan galla.
Því upplýstari sem við erum því betur
undirbúnar erum við undir það að tak-
ast á við þessi vandamál.
Ritgerðin skiptist í 5 kafla. Á eftir inn-
gangi kemur kafli um tíðni fósturgalla
og fylgja töflur yfir tíðni helstu litninga-
galla og galla af öðrum orsökum. Þriðji
kaflinn fjallar um orsakir fósturgalla.
Fjórði kaflinn fjallar um fyrirbyggjandi
aðgerðir m.t.t. fósturgalla. Fimmti kafl-
inn fjallar um þær rannsóknir sem gerð-
ar eru til greiningar fósturgalla.
Von okkar er að þeir sem lesa ritgerð-
ina hafi jafn mikið gagn af henni og við
höfðum af að vinna hana.
LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ
31