Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 43

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 43
Rhesusvarnir og eftirlit með rhesusneikvæðum konum Um 15% kvenna eru rhesusnei- kvæðar. Þegar rhesusneikvæð kona á von á barni með manni sem er rhesus- jákvæður, eru 50% líkur á að barnið verði rhesusjákvætt. Blóðflokkar erfast eins og önnur einstaklingseinkenni. Við blóðflokkun eru notuð tvö megin- kerfi, ABO kerfið og rhesuskerfið. Helstu blóðflokkarnir eru A, B, AB og O og tákna stafirnir ákveðna gerð rauðra blóðkorna. Við rhesusflokkun er einstaklingum skipt í rhesusnei- kvæða eða rhesusjákvæða eftir hvort ákveðinn þáttur, D-antigen, er til stað- ar á blóðkornunum eða ekki. Fyrir væntanlega foreldra skiptir rhesusþátt- urinn miklu máli.8 Við ýmsar aðstæður getur blóð úr fóstrinu komist yfir í blóðrás móðurinn- ar. Ekki þarf nema hálfan millilítra af fósturblóði, til að móðirin myndi næmi 9egn rhesusjákvæðum blóðkornum. Við þessa fyrstu ,,blöndun“ blóðs fóst- urs og móður, myndar móðirin mótefn- ið Immunoglobulin M. Mólíkúl þess eru svo stór að það kemst ekki yfir fylgju og skaðar því ekki fóstrið. Við endur- tekna ,,blóðblöndun“ bregst líkami móðurinnar við með því að mynda Immunoglóbulin G. Það kemst yfir lylgju og inn í blóðrás fóstursins, þar sem það veldur eyðileggingu á rauðum blóðkornum. Þessi eyðilegging veldur auknum niðurbroti á hemoglobini og fóstrið fær gulu. Við mikið blóðleysi verður stækkun á hjarta, lifur og milta. Truflun á starfsemi þessara líffæra veld- ur vökvasöfnun í kviðarholi og bjúg- myndun um allan líkamann.19 Þetta ástand getur leitt til dauða fósturs fyrir eða við fæðingu. Mótefnismyndun móðurinnar getur hafa orðið við fósturlát, utanlegsfóstur, legvatnsástungu, smá blæðingu í fylgju á meðgöngunni, fylgjulos snemma í fæðingu og svo við fæðinguna sjalfa. Einnig getur móðirin hafa fengið blóð- gjöf, þar sem rhesusflokkunin var ekki nógu nákvæm. Þegar rhesusneikvæð kona fæðir, er tekið naflastrengsblóð til að athuga rhesusflokk barnsins og hvort aukning er á niðurbroti hemo- globins. Einnig er gert Coombs próf til að athuga hvort Immunoglobulin M finnst í blóði barnsins. Reynist barnið rhesusneikvætt þarfnast móðirin ekki meðferðar. Ef barnið reynist rhesusjá- kvætt, er móðurinni gefið Rhesus Im- munoglobulin innan 72 klst. eftir fæðinguna til að fyrirbyggja mótefna- myndun. Einn skammtur veitir vörn gegn ,,blóðblöndun“ 40—50 millilítra frá fóstri yfir til móður. Fyrir daga rhesusvarna var með- göngusaga rhesusneikvæðrar konu, sem átti rhesusjákvæðan mann þann- ig. í fyrstu meðgöngunni urðu yfirleitt engin vandkvæði, en við fæðinguna myndaði konan næmi __ fyrir rhesu- sjákvæðum blóðkornum. í annari með- göngunni myndaði móðirin mótefni gegn rhesusjákvæðum blóðkornum fóstursins, sem leiddi til eyðileggingar á þeim. Við það varð fóstrið fyrir blóð- leysi sem gat skaðað heilsu þess. Þriðja meðgangan endaði oftast með fóstur- láti og var þessum konum ráðið frá að eignast fleiri börn.19 Rhesusvarnir á íslandi hófust árið 1969 og hafa verið stundaðar á öllu landinu síðan 1975. Geysimikill árang- L-iósmædrablaðið 41

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.