Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 44

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 44
ur hefur náðst með þessu starfi. Mjög hefur fækkað þeim börnum sem hafa fæðst með rhesusblóðsjúkdóm og þurft blóðskipti. Árið 1970 þurfti að gera blóðskipti hjá 16 börnum, en núna síðustu árin etv. einu sinni á ári. Ekki virðist hægt að útiloka þennan sjúk- dóm alveg, en góð skipulagning og framkvæmd rhesusvarna geta haldið sjúkdómnum í skefjum. Ymsar ástæð- ur eru fyrir því að alltaf verða til konur sem eignast börn með rhesussjúkdóm.6 Allar konur sem koma í mæðraeftir- lit eru blóðflokksgreindar og rhesus- flokkaðar við fyrstu komu. Konur sem eru rhesusneikvæðar eru mótefna- mældar þrisvar á meðgöngunni. Mæl- ingin er gerð við 24,—-26. viku, 32.—34.viku og 36.-38. viku með- göngu. Ef kona mælist hækkuð í mótefna- mælingu er gert hjá henni sérstakt próf til að kanna líðan fóstursins (Optical density). Gerð er legvatnsástunga við 28.-32. viku og mælt bilirubin í leg- vatninu. Ef bilirubin er hækkað er það hættulegt ástand fyrir fóstrið. Sé konan gengin með styttra en 32 vikur eru reynd blóðskipti í móðurkviði. Það er gert í sónar. Stungið er í kvið fóstursins vinstra megin og dælt inn í kviðarholið pökkuðum blóðfrumum. Fóstrið getur frásogað blóðfrumurnar og þannig bætt hemoglobinbúskap sinn. Þessi að- gerð dugir í 1.—2. vikur og er gerð til að vinna tíma fyrir fóstrið m.t.t. lungna- þroska. Núna fara blóðskipti fram miklu fyrr í meðgöngunni, á 18, —19. viku, og gefið blóð í naflaæðarnar. Barn fætt svo snemma þarf mikla öndunarhjálp. Eftir 32 vikur er gerður keisari. Við fæð- inguna er gert Coombs-próf og sé það jákvætt og bilirubin í naflastrengsblóð- inu meira en 3,5% þarf blóðskipti. Blóðskiptin eru gerð til að losa barnið við anemíu einkenni. Aftur þarf að skipta um blóð og þá til að losa barnið við mótefnin úr blóðinu. Endurtaka þarf blóðskipti ef bilirubin heldur áfram að hækka í blóði barnsins. ABO blóðflokka misræmi er einnig til. Það getur komið fram ef móðirin er í O blóðflokki en barnið A eða B blóð- flokki. Þá er barnið með antigen á sín- um blóðkornum sem móðirin hefur ekki. Gerist sjaldnar en rhesusmisræmi og afleiðingarnar eru ekki eins slæmar. Barnið gæti fæðst með hyperbilirubi- neminu. 5. FÓSTURRANNSÓKNIR Á síðustu tveim áratugum hafa stór- aukist möguleikar á greiningu fóstur- galla á meðgöngu, bæði með auknum tækjabúnaði svo og breyttri afstöðu manna til fæðingarfræði. Enn sem komið er er okkar eina úrræði við flest- um göllum að framkvæma fóstureyð- ingu. Því er það áríðandi að greina þá sem fyrst í meðgöngu. Fyrir foreldra sem lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun um fóstureyðingu er mikilvægt að þeir fái stuðning og að- stoð, þó^ endanleg ákvörðun sé alltaf þeirra. Á Kvennadeild Landspítalans er starfandi erfðaráðgjöf sem er mikil- vægur stuðningur við þessa foreldra. Þessi ráðgjöf hófst í janúar 1982 og 42 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.