Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Page 28
fram, heldur þurfa þau málefni sem
rædd eru að vera faglegs eðlis og snerta
starfið beint eða óbeint. Og fullkomin
þagnarskylda þarf að ríkja, ekkert sem
rætt er í hópnum skal leka út fyrir hann.
Fræðsla í samskiptafærni er af hinu
góða. Má þá nefna námskeið í sjálfs-
styrkingu og almennum samskiptum.
Dæmi um það sem má læra í sjálfsstyrk-
ingu eru eftirfarandi atriði:
Akveða hvað þú vilt eða hvað þér
finnst, og koma því skilmerkilega frá
þér.
Halda fast við skoðun þína og end-
urtaka hana aftur og aftur ef þörf
krefur.
Svara fyrir þig á ákveðinn hátt þó lít-
ið sé gert úr skoðunum þínum.
Það getur svo sannarlega verið erfitt
að framkvæma ofangreint þegar við-
mælandi er t.d. reiður, niðurlægjandi
og ósanngjarn. Það er svo auðvelt að
verða reiður sjálfur eða bara gefast upp
og sitja inni með óþægindi. Dæmi um
fleira sem má fræðast um í samskiptum
fólks er það, hvernig spurt er. Til eru
svokallaðar lokaðar spurningar þannig
að þær í rauninni kalla bara á svörin já
og nei. Svona spurningum er hægt að
beita á neikvæðan hátt, því að þær
hvetja ekki fólk til að láta óskir sínar og til-
finningar í ljós. Andstæðan eru opnar
spurningar, sem beinlínis bjóða upp á
frelsi í svörum og hvetja til frekari sam-
ræðna. Margt er hægt að tína til en ég
álít að öll slík fræðsla sé af hinu góða,
hvort sem hún er fyrir ljósmæður, lækna,
afgreiðslufólk eða kennara.
26 ___________________________________
Einhverjum kann að finnast út í hött
að sálfræðingur úti í bæ sé að skrifa um
innanbúðarmál hjá ljósmæðrum! En
svo þarf ekki endilega að vera. Þegar
um samskipti fólks er að ræða, eru
lögmálin svipuð, hvar sem er. Það sem
ef til vill er eitthvað öðruvísi, er að kröf-
urnar til jákvæðra samskipta gagnvart
skjólstæðingum heilbrigðisstéttarinnar
eru miklar. Þeir sem koma inn á sjúkra-
stofnun eiga rétt á að fá skýr svör,
bestu fáanlegu aðhlynningu, bæði fag-
lega og persónulega. Þetta eru miklar
kröfur.
Heimildir
1. Guðný Anna Arnþórsdóttir, Geð-
vernd, 20. árg., 1. tbl., 1/1989.
2. Sveriges Psykologförbund. Psy-
kolog Tidningen 23. 1988, 26.
febr. —11. mars, bls. 4—6.
3. Margaret Stearn. Nursing, Third
Series, January 1986, Volume 3,
No. 1.
4. Ann Tomlinson. Nursing, Third
Series, March/April 1988, Volume
3, No. 27.
5. Sveriges Psykologförbund. Psy-
kolog Tidningen 4. 1989, 26.
febr, —11. mars, bls. 10—11.
6. Nursing, Third Series, June/July
1988, Volume 3, No. 28.
I—IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ