Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 3
Ljósmæðrablaðið í 80 ár Ólafía M. Guðmundsdóttir Ritstjóri og formaður LMFÍ Ljósmæðrablaðið hefur nú um þessar mundir komið út í 80 ár. Ljósmæðrablaðið hefur verið vettvangur fyrir fræðsluefni og kjaramál ljósmæðra í 80 ár. Árið 1921 gerði þáverandi formaður athugun á kostnaði við útgáfu á blaði í litlu broti sem gefið væri út fjórum sinnum á ári. Það var niðurstaðan að félagið réði ekki við þann kostnað. En ári síðar, í október 1922, var ráðist í að gefa út blað til að kanna undir- tektir ljósmæðra og voru þær það góðar að ákveðið var að halda útgáfunni áffam og skyldi greitt áskriftargjald. Fyrsti formaður LMFÍ Þuríður Bárðardóttir var fyrsti ritstjóri Ljósmæðrablaðsins en árið 1929 tók Jóhanna Friðriksdóttir við ritstjóra- starfinu og gengdi því til ársins 1961 eða í 32 ár. Þá tók Jóhanna Jóhannsdóttir við ritstjórn og gengdi hún því starfi til ársins 1973. Næstu ritstjórar voru: Hildigunnur Ólafsdóttir frá 1973-1984. Sigurlaug Magnúsdóttir frál985-1986. Hanna Antoníusdóttir frá 1987-1993. Ingigerður Guðbjörnsdóttir frá 1993-1996. Þuríður Pálsdóttir 1997. Dagný Zoega frá 1998-2000. Ólafía M. Guðmundsdóttir frá 2000. Fjöldi ljósmæðra hefur komið til starfa í ritnefhd sem alltaf hefur verið mikil vinnunefhd og eru ljósmæður þeim þakklátar fyrir það fómfúsastarf sem þær hafa unnið. Ekki má gleyma öllum þeim læknum sem hafa skrifað greinar og einnig þýtt greinar til birtingar í blaðinu. Fleiri hafa sýnt okkur þann sóma að skrifa í blaðið en of langt mál væri að telja þá alla upp en ég þakka þeim fyrir framlag þeirra til blaðsins. Þeir sem hafa styrkt útgáfuna með auglýsingum fá einnig þakkir. Það er gaman að glugga í gömlu blöðin og sjá hver baráttumálin voru á þeim tíma. Merkilegast er hvað þau hafa verið áþekk því sem þau em í dag. Kjarabætur og bætt aðstaða fyrir fæðandi konur, bætt menntun ljósmæðra og efling stéttarvitundar þeirra. Það er ekki að sjá að mikil breyting hafi orðið á baráttu málunum sjálfum en vonandi hefúr okkur tekist að áorka einhveiju til ffamfara og bættra kjara. Það er þó alveg ljóst að þetta verða mál málanna áfram og við megum ekki sofna á verðinum. Þó misjafnlega hafi gengið að fá efni í blaðið hefur það komið út allan þennan tíma og haldið áfram að þróast og er nú orðið talið með fagtímaritum sem við erum mjög stoltar af. Nú eru birtar ritrýndar greinar sem gefúr þeim sem stunda vísindarannsóknir kost á að birta greinar sínar í blaðinu og fá það metið í vísindasamfélaginu. Fyrsta ritrýnda greinin birtist í haustblaðinu 2001 og einnig er ritrýnd grein í þessu afmælisblaði. Það er von okkar að ritrýnd grein verði framvegis í hveiju blaði. Við sem störfum við útgáfu blaðsins í dag stöndum raunar ffammi fyrir svipuðum vanda og fyrsta ritstjórn þ.e. hversu dýrt er að gefa út blað ef vel á að vera. Það er þó nauðsynlegt að blaðið haldi áfram að koma út og vera málsvari okkar og faglegur miðill. Við gætum leitað leiða til að gera útgáfúna ódýrari en það yrði þá e.t.v. á kostnað útlitsins á blaðinu. Það hefur ekki komið til greina að okkar áliti að fækka litasíðum sem eru alveg í lágmarki og auglýsingar eru til að styrkja blaðið fjárhagslega og þær gefa betur af sér ef þær eru í lit. Enn erum við að þróa blaðið og ekki síst fag- legan þátt þess. Á aðalfúndi LMFÍ sem haldinn var á Löngumýri i Skagafirði þann 11 .maí 2002 var Ólöf Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður ljósmæðranáms við HÍ kosin í ritstjórn og L Ljósmæðrablaðið -j Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.