Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 13
ljósmæður störfuðu almennt sjálfstætt úti um landið og voru umdæmisljósmæður. Þegar barneignar-þjónustan flyst svo, fyrst inn á sjúkrahús með því að heimafæðingar hætta að mestu og mæðravemdin kemur svo mun síðar í einhverjum mæli á heilsugæslustöðvar, eru ljósmæður grandalausar í fyrstu og taka of seint við sér að fá faglegt sjálfræði í breyttu heilbrigðiskerfi. Að auki voru þær vanar því að starfa náið með læknum og að einhverju leyti undir þeirra stjóm og átta sig ekki á valda pýramídanum sem myndast hefur hjá hjúkrunarífæðingum og því að starfsvettvangur ljósmæðra sé skilgreindur innan hjúkmnar (sjá Skipurit Landspítala Háskólasjúkrahúss 2002, Lög um heilbrigðisþjónustu 97/1990). Umræða og niðurstaða Ef tekið er mið af þeim atriðum sem mér sýnist ífæðimenn sammála um að einkenni fagstéttir, þá uppfylla ljósmæður flest ef ekki öll þeirra. Þær hafa sérhæfða menntun, sem nú er á háskólastigi. Þessi menntun aðgreinir fagstéttina ffá öðrum stéttum. Fagstéttin hefur sérhæfðan þekkingargrunn, sem hún byggir starf sitt á, en nýtir sér einnig þekkingargrunn frá öðrum stéttum aðallega læknisfræði og hjúkrun ásamt ýmsum greinum félagsvísindanna eins og kvennafræðum, félagsfræði, uppeldisfræði og heimspeki. Ljósmæður hafa alltaf haft skilgreint starfssvið sem á síðustu árum byggir á alþjóða- skilgreiningu WHO á störfum ljósmæðra. Howsam o.fl.(1985) segja að fagstéttir sinni þörfum skjólstæðinga sinna og að þarfir sumra þeirra séu þess eðlis að sé þeim ekki mætt getur það haft áhrif á gæði lífs eða jafnvel á líf þeirra. Venjulega er um það að ræða að leitað sé til fagstétta eins og til dæmis ljósmæðra þegar slíkt kemur upp. Ljósmæður hafa lögvemdað starfssvið og hafa haft það frá 1875. Lögverndunin tryggir að ákveðnir gæðastaðlar hvað varðar menntun em uppíylltir. Sjálfræði stéttarinnar um menntun sína hefur allt til ársins 1995 að námið flyst til Háskóla íslands, verið lítið sem ekkert. í dag stýrir ljósmóðir námi ljósmæðra, sem er innan Hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands. Fjöldatakmörkun er við námið og miðast námspláss við þau námstækifæri sem bjóðast á heilbrigðisstofnunum. Til þess að.uppfylla staðal Evrópusambandsins um menntun ljósmæðra þarf að tryggja að nemendur fái ákveðinn fjölda fæðinga á námstímanum og þar sem börn fæðast á öllum tímum sólarhringsins starfa nemendur á sólarhringsvöktum til að þessum kröfúm verði fullnægt. Þetta gerir það að verkum að ljósmæður sjálfar hafa ekki áhrif á fjölda nemenda hverju sinni en geta þrýst á að námstækifæri séu vel nýtt og ekki verði ljósmæðraskortur í landinu Ný vinnubrögð ryðja sér til rúms og ljósmæður fara ekki varhluta af því. Þær hafa og eru að tileinka sér að breyta störfum sínum á ýmsa vegu meðal annars í samræmi við niðurstöður rannsókna og bæta þannig þá þjónustu sem konur og fjölskyldur þeirra fá í bameignarferlinu. Áherslan hefur ætið verið á að hin þungaða kona og fjölskylda hennar fái sem besta þjónustu. Þessi áhersla hefur verið að þróast í að sjá konuna og fjölskyldu hennar sem virka þátttakendur í ákvarðanatöku um þá þjónustu sem við á hverju sinni. Þetta er í samræmi við alþjóðasiðareglur ljósmæðra, námskrá í ljósmóðurfræði við Háskóla íslands og hugmyndafræði og stefnumótun Ljósmæðrafélag íslands. Verklagsreglur og gæðastaðlar taka mið af þessu og til dæmis em þær athuganir sem gerðar em og sú ffæðsla sem veitt er víða i mæðravernd ákveðin í samræmi við rannsóknamiðurstöður (evidence- based) (Hildur Kristjánsdóttir 1997, Hildur Kristjánsdóttir o.fl. 1997) og á því sem vitað er um óskir kvenna og ijölskyldna þeirra. Ljósmæður hafa lagt ríkari áherslu á að starfa á þennan hátt og gera rannsóknir á störfum sínum heldur en að byggja upp kenningar um starf sitt. Ljósmæður starfa í æ ríkara mæli sjálfstætt aftur og heimaþjónusta til sængurkvenna er orðin umfangsmikil, einnig hefur heimafæðingum fjölgað síðustu ár. Ljósmæður dagsins í dag eru því að tileinka sér að starfa við aðrar aðstæður en margar þeirra vom aldar upp við og með breyttum hugmyndaffæðilegum áherslum er pyramída-valdastrúktúrinn að brotna upp og Ijósmæður vinna meir og meir í litlum teymum með línulaga völd eins og til dæmis MFS kerfið sem byggir á því að fámennt teymi ljósmæðra (venjulega 6-8) veitir samfellda þjónustu í barneignarferlinu. Stjórnunarlegri ábyrgð er deilt milli margra í stað þess að einn eða tveir (jafúvel fleiri) stjómi og eru boðleiðir því mun styttri. Niðurstaða mín er sú að ljósmæður séu tvímælalaust fagstétt þrátt fyrir veika hlekki hvað varðar sjálffæði. Ljósmæður láta sér annt um menntun sína og hafa alltaf gert það. Þær hafa sínar eigin siðareglur og starfa í samræmi við þær og líta á skyldur sínar við skjólstæðinga sína sem æðstu skyldu sína og er það í samræmi við hugmyndir Brodda Jóhannessonar (1978) um skuldbundið lífsstarf. Ég tel að ef sú hugmyndaffæðilega áhersla sem stéttin er að tileinka sér fær að halda áfram að þróast þá muni ljósmæður með tímanum öðlast enn meira sjálffæði og stjóm á störfum sínum og menntun. Fræinu hefúr verið sáð, ræturnar eru sterkar, stofninn og greinamar em að styrkjast og svo Þessi menntun aðgreinir fagstéttina frá öðrum stéttum. Fagstéttin hefur sérhœfðan þekkingar- grunn, sem hún byggir starfsittá, en nýtirsér einnig þekkingar- grunn frá öðrum stéttum aðallega lœknisfrœði og hjúkrun ásamt ýmsum greinum félags- vísindanna eins og kvennafrœðum, félagsfrœði, uppeldis- frœði og heimspeki. Ljósmœður hafa alltaf haft skilgreint starfs- svið sem á síðustu árum byggir á al- þjóðaskilgreiningu WHO á störfum Ijósmœðra.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.