Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Síða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Síða 4
verður hún ritstjóri faglegs eínis og verður það að sjálfsögðu til að auka veg blaðsins á faglegu sviði. Það er sá þáttur sem við þurfum að sinna af krafti ásamt félagslega þættinum til að Ljósmæðrablaðið sé það blað sem það þarf að vera. Ég sé það fyrir mér að ljósmæður framtíðarinnar noti Ljósmæðrablaðið til að birta ritverk sín um fagleg efni hvort sem það er skrifað sem áfangi í frekari menntun eða sem hugleiðingar um ljósmóðurstarfið. Þær ljósmæður sem eiga efni í fórum sínum ættu að setjast niður og skrifa grein til birtingar í næstu blöðum. Þannig verðum við seint uppiskroppa með efni. Þá má ekki gleyma þætti fræðslunefndarinna í efhisframlagi til blaðsins. En nánast allt sem fræðslunefnd tekur sér fyrir hendur er í raun efni til birtingar í blaðinu. Án þess að ég sé að gera lítið úr öðru er sérstaklega gaman að sjá þann áhuga sem ljósmæður sýna nálastungunámskeiðunum sem byrjað var með s.l. vor. Það er þegar búið að fylla það námskeið sem byrjar í febrúar 2003 og einnig hefst námskeið á Selfossi undir haust 2003. Myndir frá fyrsta námskeiðinu og grein eftir tvo af þátttakendunum eru hér aftar í blaðinu. Það er von mín að blaðið haldi áfram að þróast og dafna, það er ekkert vandamál að halda útgáfunni áfram með öflugan og áhugasaman hóp ljósmæðra á bak við sig sem hafa metnað og áhuga á að auka veg Ljósmæðrablaðsins. Sem nýr formaður félagsins vil ég þakka þeim sem veittu mér stuðning til þess embættis Formaður hefur fasta viðveru á skrifstofu félagsins á fimmtudögum frá kl.13-17. Hins vegar er hægt að ná sambandi við hann símleiðis alla daga og þessi viðvera er alls ekki eini tíminn sem hægt er að ná í formann. Ég hvet ljósmæður til að hafa samband ef þeim liggur eitthvað á hjarta því formaður er í vinnu hjá þeim ljósmæðrum sem eru í ljósmæðrafélaginu. Verkefni formanns eru að sjálfsögðu margvísleg, margt er hægt að afgreiða símleiðis eða með tölvusamskiptum. Það er einnig hluti af þessu starfi að mæta á ýmisskonar fundi, bæði vegna kjara- og samskiptamála, en einnig vegna aðildar okkar að ýmsum samtökum s.s. BHM og SHS. Sem dæmi má nefha að nýlega var undirritaður samningur við SPRON vegna bókunar- og innheimtumiðstöðvar fyrir BHM aðildarfélögin en LMFÍ er aðili að henni. Framundan er vinna við endumýjun samnings við Tryggingastofnun Ríkisins og verður að heíja undirbúning sem fyrst. Þessi samningur er okkur mjög mikilvægur og haxm er einnig mikilvægur fyrir þær sjúkrastofhanir sem hafa útskrifað sængurkonur snemma m.a. vegna kröfu um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Þær ljósmæður sem hafa einhveq'ar hugmyndir um hvað mætti betur fara eða hverju mætti breyta í þessum samningi em beðnar að senda félaginu tölvupóst eða ræða við undirritaða símleiðis. Það er von mín að ljósmæður vinni áfram að eflingu síns félags og hafi það hugfast að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Með kveðju, Ólafla Margrét Guðmundsdóttir Formaður LMFÍ Helgarleiga á sumarbústaö félagsins Kjarrhúsi Haustið er vinsæll tími í sumarbústaðnum og hefur hver helgi verið upptekin fram í desember. Þá er búið að falast eftir að leigja hann um jólin. Lítið er farið að bóka eftir áramótin svo nú er tækifærið. Hafið samband við skrifstofu LMFÍ á opnunartíma sími 564 6099 eða skiljið eftir skilaboð á símsvaranum eða sendið e-mail lmfi@ljosrnaedrafelag.is Helgarleiga á vetrartíma er ekki skráð í punktakerfi orlofsnefndar og verðið er kr. 6000 fyrir kjarafélaga en kr. 8000 fyrir fagfélaga. Góð slökun í fallegu og sögufrægu umhverfi. Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.