Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 25
Þyngdaraukning á meðgöngu -hjá konum í kjörþyngd fyrir þungun. Ahrif á útkomu meðgöngu og heilsu móður. Jóhanna Eyrún Torfadóttir N æringarfræðingur Inngangur Meðganga veldur í langflestum tilvikum þyngdaraukningu hjá hinni verðandi móður. Rannsóknir undanfarinna ára benda til að ráðleggingar um þyngdaraukningu á meðgöngu hafi verið of strangar m.t.t. hættu á offitu og íylgikvillum. Bandarískar ráðleggingamar sem Institut of Medicine (IOM) setti árið 1990 mæla með þyngdaraukningu á bilinu 11.5 til 16.0 kg íyrir konur sem eru í kjörþyngd fyrir þungun. Á íslandi var oft miðað við töluna 12.5 kg en það var meðalþyngdaraukning í skoskri rannsókn sem gerð var á árunum 1950-65. Þar sem ofþyngd og oífita er vaxandi áhyggjueíhi, þá var gerð rannsókn á þyngd eftir meðgöngu á Islandi, til að rannsaka líkur á ofþyngd eða ofFitu meðal kvenna sem vom í kjörþyngd fyrir þungun. Rannsóknin sýndi að 89% kvennanna höfðu náð kjörþyngd aftur einu og hálfu til tveimur ámm eftir fæðingu, óháð hversu mikið þær þyngdust á sjálfri meðgöngunni (sem var allt að 24 kg). Jóhanna Eyrún Torfadóttir vann meistaraverkefnið undir leiðsögn Ingu Þórsdóttur prófessors í nœringarfrœði Markmið Eftir að þessi rannsókn var gerð þá vöknuðu spurningar um hvort há þyngdaraukning á meðgöngu væri í lagi m.t.t. fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Markmið meistararannsóknar þeirrar sem hér er kynnt, var að kanna tengsl milli þyngdaraukningar hjá konum sem vom í kjörþyngd fyrir þungun og fylgikvilla á meðgöngu eða í fæðingu. Einnig voru skoðuð tengsl milli þyngdaraukningar og fæðingarþyngdar bama. Þar að auki var markmiðið að greina við hvaða þyngdarmörk líkur ykjust á fylgikvillum á meðgöngu og í fæðingu. Okkur þótti líka mikilvægt að rannsaka heilbrigðar konur í kjörþyngd til að sjá hvort núverandi ráðleggingar væm raunhæfar fyrir þennan hóp kvenna. Einnig átti að bera niðurstöður rannsóknarinnar við IOM ráðleggingarnar sem taka mið af þyngd fyrir þungun hjá verðandi mæðrum. Stuðst er við þessar bandarísku ráðleggingar þar sem ekki er að finna neinar opinberar ráðleggingar hér á Norðurlöndunum. Nokkuð hefur borið á því að fræðimenn hafi verið ósammála um IOM ráðleggingamar og því var áhugavert að sjá hvaða niðurstöður við fengjum m.t.t. þess. Aðferð Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með slembiúrtaki meðal kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun. Þetta var gert fyrir fæðingar á tímabilinu júlí til desember árið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.