Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 6
I skilgreiningunni á Ijósmóðurstarfinu eru taldir upp eða leitast við að lýsa þeim þáttum sem Ijósmóðurstarfið felur í sér. Þó Ijósmœður telji sig vera fagstétt og sátt hafi náðst um skilgreiningu á hlutverki Ijósmóður, þarfþað ekki að þýða að stéttin sé fagstétt, eða hvað? hefur náðst um meðal ljósmæðra og fæðingarlækna. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar á hlutverki ljósmóður. “Ljósmóðir er einstaklingur sem hefur lokið námi í Ijósmóðurfrœðum sem er viðurkennt íþví landi sem það var stundað. Hún hefur lokið náminu með viðunandi vitnisburði og hlotið löglegt leyfi viðkomandi yfirvalda til að stunda Ijósmóðurstörf. Ljósmóðir þarf að geta séð um nauðsynlegt eftirlit, umönnun og ráðgjöf til kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sœngurlegu, stundað fœðingarhjálp á eigin ábyrgð og annast nýbura og ungbörn. Þessi umönnun felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, greiningu á frávikum hjá móður og barni, aðstoð við lœknismeðferð og bráðahjálp ífiarveru lœknis. Ljósmóðir gegnir mikilvœgu hlutverki í heilbrigðisfrœðslu og ráðgjöf ekki aðeins jyrir konur heldur einnigfyrir fiölskylduna og þjóðfélagið í heild. Hlutverk Ijósmóður œtti að fela í sér fjölskylduáœtlun, undirbúning fýrir foreldrahlutverkið, frœðslu fyrir fœðinguna, umönnun barna og einnig að hluta tilfrœðslu vegna kvensjúkdóma. Ljósmóðir getur starfað á sjúkrahúsum, á stofu, á heilsugæslustöðvum, í heimahúsi eða annars staðar í heilbrigðisþjónustunnifWHO, FIGO, ICM-1992j ” (Námsskrá í ljósmóðurfræði við Háskóla Islands, 1999-2000). Skilgreiningin íjallar um þrjá þætti samkvæmt Bergstrom (1997); 1) hún staðfestir að ljósmæður þurfi menntun í ljósmóðurfræðum sem ljúki með einhverskonar staðfestingu eða prófi, 2) hún ijallar um og telur upp þau störf og verkefni sem ljósmæður eiga að geta unnið, 3) hún bendir á hvar ljósmæður geta eða mega stunda störf sín. I skilgreiningunni á ljósmóðurstarfinu eru taldir upp eða leitast við að lýsa þeim þáttum sem ljósmóðurstarfið felur í sér. Þó ljósmæður telji sig vera fagstétt og sátt hafi náðst um skilgreiningu á hlutverki ljósmóður, þarf það ekki að þýða að stéttin sé fagstétt, eða hvað? Fagmennska og einkenni fagstétta Mér sýnist að flestir sem skrifa um fagmennsku, forðist eins og kostur er að skilgreina hvað sé fagmennska. Skrifin fjalla frekar um, hvað einkenni fagmenn, hvað séu fagmannleg vinnubrögð og hvernig þau séu öðruvísi í dag en í gær, hvað eigi að leggja áherslu á svo vinnubrögð verði enn faglegri en þau eru nú, hvernig sérfræðingar innan hvers fags þróast eða verða til og hvernig námskrá ætti að vera svo hún sé líkleg til að mennta fagmenn. Fræðimenn sem fjalla um fagmennsku nálgast þennan málaflokk einkum frá tveimur sjónarhomum. í fyrsta lagi er gengið út frá því að fagstéttir séu til og hafi sinn sess í þjóðfélaginu í krafti sérsviðs þeirra og sérþekkingar og séu samfélaginu mikilvægar. Þeir skoða hvað einkennir þær og á hvern hátt þær eru þjóðfélaginu mikilvægar. í öðru lagi hvort stéttir sem hafa tileinkað sér fagmannlegar aðferðir, en tilheyra ekki fagstétt ennþá, séu það í raun. Og sumir segja að þriðja sjónarhomið sé til, en það sé að skoða fagstéttir í sögulegu og þróunarlegu samhengi og sýna þannig fram á hvernig faghópar breytast og greina aðlögun þeirra að samfélaginu og innri breytingar í hópnum (Thorstendahl 1990). Sagt er að klassiskt tímabil kenninga um fagmennsku hefjist eða blómgist um eða uppúr 1964 eftir að grein Wilensky’s “The Professionalization of Everyone?” birtist. Hann setur fram einskonar skilgreiningu á fagmennsku og segir að ekki eigi öll störf að vera fagstörf, heldur aðeins þau störf þar sem einstaklingarnir hafa öðlast stjórn á þjálfun sinni, aðgangi að starfinu og vald til að meta frammistöðu/staðla sína eða árangur af starfi sínu (Collins 1990). Kirkham (1996) segir að fagmennska sé innri vitund eða hugmynd og að fagstétt sé alltaf búin til og að dulúðin sé að minnka. Aðrir sjá fagstéttir sem tæki til að skilgreina og stjóma ákveðnu starfi ekki sem einhveija gerð starfa. Slíkar skilgreiningar hljóma óeigingjarnar, en hafa tilhneigingu til að innlima eigin hugmyndir fagmannanna sjálfra um sig sem fagstétt á nokkuð hlutlausan hátt. í skýrslu Howsam o.fl. (1985), “Educating a Profession”, leitast höfundar við að færa rök fyrir því að kennarar séu fagstétt og setja fram 12 atriði sem þeir telja að einkenni fagstéttir. Þessi atriði fjalla um að fagstéttir séu starfstengd félagsfesti, hver fagstétt fæst við skilgreint svið starfa, hún býr yfir þekkingu og ákveðinni fagmexmingu sem ekki er á færi þeirra sem ekki em fagmenn. Þjónusta við skjólstæðinga er ákveðin af fagstéttinni sjálfri og byggir á þekkingu hennar, stéttin hefur ákveðinn þekkingargrunn, ákveðna menntun og frammistöðustaðla um þá sem vilja tilheyra stéttinni. Fagstéttin og einstaklingar innan hennar njóta mikils trausts og trúnaðar almennings og hún býr yfir ríkri þjónustulund og ævilangri skuldbindingu við faglega fæmi. Hún ber ábyrgð á störfum sínum og hún skipuleggur sig yfirleitt í skipulögð fagsamtök sem öðlast ákveðið sjálfræði til að stýra raunverulegu starfi fagmannanna og starfsaðstæðum (svo sem inntöku, menntunarkröfum, prófum og löggildingu, framgangskerfum, siðareglum og ffamrni- f. Ljósmæðrablaðið u i Nóvember2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.