Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 10
Allt frá því fyrstu yfirsetukvennalögin voru sett 1875 varþað lögfest hverjir mega starfa sem yfirsetu- konur og einnig hvernig undan- tekningu skuli háttað sé þess þörf Síðustu lög um Ijósmœður voru sett 1984 og þar er skýrt tekið fram hverjir megi kalla sig Ijósmœður og stunda Ijósmœðrastörf á Islandi og nú er kveðið á um að óheimilt sé að ráða til Ijósmóður- starfa aðra en þá sem hafa starfsleyfi samkvœmt þessum lögum (Ljósmæðralög 67/1984). einstök fyrir fagið sjálft og aðeins ljósmæður eiga að fjalla um og að c) greinar eins og læknisfræði munu líklega leitast við að hafa áhrif á umönnun ljósmæðra og að ljósmæður muni vera betur í stakk búnar að viðhalda sjálfræði sínu ef þær geta sýnt fram á að þær hafi sinn eigin fræði- og þekkingargrunn. Larson (1977) segir að þekkingargrunnur fagstéttar geti þróast algjörlega sjálfstætt frá fagstéttinni sjálfri, en að tenging milli rannsókna og þjálfunar eins og sé í nútíma háskólum gefi fagstéttum tæki til að þróa sinn eigin þekkingargrunn. Námsbraut í ljósmóðurfræðum gæti lent í einhveijum vandræðum að viðhalda tengingu á milli kennslu, starfs og rannsókna, vegna smæðar sinnar. Enginn prófessor er enn í ljósmóðurfræði og ekki eru tryggð tengsl rannsókna og starfs. Rannsóknir sem þekkingargrunnur byggir á hefur hingað til komið annars staðar frá. Ljósmæður hafa hins vegar síðustu árum verið að þróa fræðilega þekkingu. Það má sjá af auknum fjölda rannsókna þeirra og nýjum tímaritum sem bæði birta rannsóknirnar og eru vettvangur til umræðna um þróun og rannsóknir í faginu (Symon 1996). Óskráður þekkingargrunnur stéttarinnar berst hins vegar mann fram af manni, með dæmisögum og reynslusögum ljósmæðra sem eru dýrmætar og kannski verðmeiri en sú þekking sem nú þegar hefur verið skráð. Sterk tengsl eru milli starfandi ljósmæðra og námsins þar sem stundakennarar eru flestir starfandi ljósmæður og svo vegna umsjónarljósmæðrakerfis. Hlutverk umsjónarljósmæðra er kennsla nemenda í verklegu námi, stuðningur við þá ásamt því að vera tengiliður við fræðilega námið. Byggt er á sjálfsnámi og gagnrýnni íhugun í starfi, viðtölum eða umræðutímum með umsjónarkennara og umsjónarljósmæðrum á starfsvettvangi. Nemendur þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og halda dagbækur til að skrá gagnrýna íhugun á atvikum/aðstæðum sem upp koma og þeim finnst vera lærdómsrík. Litið er á dagbókina sem hjálpartæki til að þjálfa sig í klínískri fræðimennsku. Rannsóknarniðurstöður (evidence based practice) og sú þekking sem notuð er í starfi er skoðuð og rædd. Umsjónarljósmæður lesa dagbækur nemenda, taka þátt í umræðufúndum, kennsluviðtölum, fylgja eftir skráningu á námstækifærum og meta fæmi í starfi reglulega út námstímann. Þær meta einnig í samráði við umsjónarkennara klínískra námskeiða hæfni nemenda til útskrifast og stunda ljósmóðurstörf hér á landi. (Námskrá í ljósmóðurfræði 2001- 2002) Með slíku samstarfi milli skóla og starfs geta í ffamtíðinni skapast tækifæri til að þróa rannsóknir í ljósmóðurfræði. I kaflanum um þróun námsskrár í ljósmóðurfræði eru hugmyndir um sí og endurmenntun stéttarinnar og hvernig staðið skuli að því að styðja umsjónarljósmæður við að takast á við verkefni sitt (Námskrá í ljósmóðurfræði 1999-2000). Alma Harris (1998) segir að gæði kennslu séu nátengd mikilvægi þess að kennaranum finnist hann tilheyra faglegu umhverfi þar sem það er viðurkennt að gæði kennslu eru nátengd faglegri þróun og vexti (Harris 1998) og er ekki annað að sjá en að þessi kafli sé í samræmi við þessa hugsun. Námsskrá í ljósmóðurfræði virðist vera öflug stefnumótun fyrir menntun og störf ljósmæðra. Sem ljósmóðir fagna ég tilkomu hennar og tel hana vera sterka yfirlýsingu um að ljósmæður séu og muni vera fagstétt með eigin þekkingargrunn og starfsgrundvöll. Þar með er ég ekki að segja að svo hafi ekki verið, heldur að breyttar hugmyndafræðilegar áherslur muni styrkja stéttina og auka sjálffæði hennar til náms og starfa. Stéttarfélag Ijósmæðra Ljósmæðrafélag íslands, fag- og stéttarfélag íslenskra ljósmæðra, mun vera fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á íslandi og vel við hæfi, enda ljósmæður elsta launastétt íslenskra kvenna, en þær hafa verið embættismenn allt frá árinu 1762 er Bjarni Pálsson landlæknir fékk því til leiðar komið að ljósmóðirin í Reykjavik væri launuð úr konungssjóði (Helga Þórarinsdóttir, 1984). Félagið var stofnað 2. maí 1919 að Laugavegi 20 í Reykjavík og voru stofnfélagar 20 ljósmæður. Fyrsta stjórn félagsins samdi lög félagsins og kemur þar fram að félagar geti allir orðið sem rétt hafi til að kalla sig ljósmæður á Islandi, þessi lög ásamt siðareglum félagsins voru síðan samþykktar á fyrsta aðalfundi félagsins 1920. Ljósmæðrafélag íslands berst fyrir bættum launkjörum og aðbúnaði ljósmæðra í starfi. Það hefur einnig verið öflugt í að berjast fyrir endurmenntun ljósmæðra og sinnt útgáfu fagtímarits og staðið fyrir námskeiðum og ráðstefnuhaldi í gegnum árin. Lokun, lögverndun og völd Allt frá því fýrstu yfirsetukvennalögin voru sett 1875 var það lögfest hverjir mega starfa sem yfirsetukonur og einnig hvernig undantekningu skuli háttað sé þess þörf. Síðustu lög um ljósmæður voru sett 1984 og þar er skýrt tekið fram hverjir megi kalla sig ljósmæður og stunda ljósmæðrastörf á íslandi og nú er kveðið á um að óheimilt sé að ráða til ljósmóðurstarfa aðra en þá sem hafa i a Ljósmæðrablaðið 1 u Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.