Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 16
Ljósmœðurfjölmenntu á fyrirleslur Huguette Ljósmœðurnar setja visnað blóm i vasa í eitt horn herbergisins ogfara með bœn. Smátt og smáttfer blómið svo að opnast og á sama tima er leghálsinn að víkka. Þegar blómið hefur opnast að fullu er kominn tími til að rembast. Eg spurði auðvitað hvað gerðist ef blómið opnaðist alls ekki. Huguette leitaði til ljósmæðranna sem nota „gömlu" aðferðirnar og sögðust þær myndu kenna henni í skóla lífsins því þar, og hvergi annars staðar, ákvarðast hveijar eru hæfar til að stunda þessi störf og hverjar ekki. Henni var sagt að mest virðing væri borin fyrir eldri ljósmæðrum og ljósmæður ættu alls ekki að vera yngri en 40 ára, 75 ára eða eldri væru bestar. Litið væri svo á að hlutverk ljósmóður hæfist við getnað barnsins og þvi lyki við dauða þess, þ.e.a.s. hlutverk hennar væri lífið sjálft. Ljósmóðir væri í raun móðir alls þorpsins. Venja væri t.d. að fram færi trúarathöfn þegar „barnið" væri 40 ára og þar sem einhverju smádýri væri fómað. Huguette komst að því að mjög margar ljósmæðranna vom ólæsar en það kom þó ekki í veg fyrir að þær gagnrýndu hana, t.d. vegna þess að hún ætti engin böm. „Hvemig geturðu verið góð ljósmóðir og hjálpað konum að fæða þegar þú hefur ekki fætt barn sjálf ?" Spurðu þær. Og ólæsið kom heldur ekki í veg fyrir að þær kenndu henni: „Ef hús barnsins (legið) er snúið hvað gerirðu þá? Snýrðu því?" „Nei, þá kalla ég á lækninn,” svaraði hún. „Nú, þá ertu ekki ljósmóðir." Síðan útskýrði ljósmóðirin hvað þær gera við slíkar kringumstæður, sem reyndist vera nákvæmlega það sama og stendur í kennslubókunum í vestrænum skólum. Ljósmæðurnar spurðu líka hvernig hún undirbyggi legið undir það að fæða barnið í heiminn og hvemig hún skoðaði konuna. Ekki voru þær ánægðar með svörin - þótti sem þar væri um inngrip að ræða. Hvað gerði hún svo þegar barnið væri fætt? Enn vom þær ekki ánægðar með svörin. Fannst það t.d. helgispjöll að klippa strax á naflastrenginn. Naflastrengurinn er líflína og þær fýlgjast með honum þar til enginn sláttur er lengur. Þá fyrst setja þær klemmu og klippa. A fylgjuna er litið sem lifsins tré. Hún er lífið sem gaf líf og hún er jörðuð, gjarnan undir ávaxtatré. Þegar tréð blómstrar gefur það okkur blóm. Blóm segir til um útvíkkunina Huguette sagði síðan frá því hvernig ljósmæðumar sæju þegar að fæðingunni væri komið - sjálf hefði hún ekki fengið að vera viðstödd en sér væri sagt að þessi aðferð virkaði. „Útvíkkuninni er þá líkt við blóm. Ljósmæðumar setja visnað blóm í vasa í eitt hom herbergisins og fara með bæn. Smátt og smátt fer blómið svo að opnast og á sama tíma er leghálsinn að víkka. Þegar blómið hefur opnast að fullu er kominn tími til að rembast. Eg spurði auðvitað hvað gerðist ef blómið opnaðist alls ekki. Svarið var að það táknaði að eitthvað væri að og þá þyrfti læknir að koma að fæðingunni. Segja má að ljósmæðumar séu þama að nota táknræna samverkan, sem virkar fyrir þær, og ef hún virkar ekki þá vita þær nákvæmlega hvað þarf að gera." Þessu er dálítið erfitt að trúa. Hvernig getur blóm tengst útvíkkun á leghálsi? Huguette sagðist sjálf hafa verið vantrúuð en sér hafi þá verið bent á að hér væri einnig um trúarlega athöfn að ræða og með vantrú sinni væri hún að vanvirða trú fólksins. Blómið væri í raun sjónrænt tákn fyrir tíma; horft væri á blómið opnast og á sama tíma er konan að opnast. í ritgerð sinni hefði hún leitast við að gera þessu skil og bent á að þarna þyrfti að hafa þjóðmenningu í huga, trú og umburðarlyndi. „Þegar horft er á þetta í sjúkrahússamhengi segja án efa flestir að svona lagað geti ekki virkað. En það má samt spyrja sig hvort niðurstaðan sé í raun ekki sú sama, þ.e. að eitthvað er að, hvort sem beitt er aðferðinni með blómið eða leggangaskoðun gerð á nokkurra tíma fresti, sem sýnir að engin útvíkkun hefur átt sér stað á milli skoðana. Hvoru tveggja leiðir til þess að gripið er til aðgerða. Sjálfri finnst mér mjög mikilvægt í starfi mínu að skilja vel táknræna þætti eins og þennan og ég er ekki tilbúin til að segja hvort ég telji vestrænar leiðir þær bestu eða ekki. Ég tel að besta leiðin til að afla sér þekkingar sé að vera stöðugt að starfa við fagið, enda lít ég svo á að starfið og þekkingin haldist hönd í hönd."

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.