Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 5
*Eru Ijósmæður fagstétt ? Hugmyndir um fagstéttir og hvað einkennir þær Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir Samantekt í íslensku máli er talað um fagstéttir í mismunandi samhengi. Ljósmæður hafa alla tíð litið á sig sem fagstétt og vitna gjarnan í söguna því til stuðnings. Skoðað er hvað einkennir fagstéttir eins og ljósmæður, hvað það er að vera fagmaður, sögu menntunar ljósmæðra og þekkingargrunn þeirra. Ljósmæður eru að mati höfundar tvímælalaust fagstétt, þær hafa sérhæfða menntun sem nú er á háskólastigi og sérhæfðan þekkingargrunn sem starfið byggir á. Þær hafa einnig lögverndað og skilgreint starfsvið, eigið stéttarfélag, eigin siðareglur og þær gefa út fagtímarit. Veikasti hlekkur stéttarinnar sem fagstéttar er að mínu mati fyrst og fremst þegar kemur að sjálfræði hennar. Leitarorð: fagmennska, Ijósmœður, þekkingargrunnur, menntun, lífsstarf Professionalism, profession, professionals, midwives, knowledge, education. Hvað er fagstétt? í íslensku máli er talað um fagstéttir í mismunandi samhengi. Iðnaðarmenn eru yfirleitt nefndir fagstétt eða fagmenn og á síðustu árum hafa flestar heilbrigðisstéttir tileinkað sér að tala um sig sem fagstéttir og um fagmannleg vinnubrögð sín og annarra og sýnist mér enska orðið profession og professionalism oft fyrirmyndin. I Islenzkri orðabók (1963) finnst ekki orðið fagstétt, en talað er um fag, sem námsgrein, vísindagrein, iðn eða starfsgrein. Einnig finnast orðin fagkunnátta og fagþekking. Faglegur er að vera sérfræðilegur, unninn af sérþekkingu og fagmaður er sérfræðingur, maður, sérlærður til e-s verks (bls.l 19). Ensk-íslensk orðabók Amar og Örlygs (1984) segir enska orðið professionalism vera ; „2. fagmennska” og orðið profession vera; „starfsgrein; hvert það starf sem útheimtir tiltekna sérmenntun,” orðið professional er sagt vera; „atvinnumannslegur, fagmannlegur, sem viðkemur sérgrein eða starfsgrein,..., 2. sérmenntaður,....t.d. lögmennsku, læknisstörf, prestsskap, kennslu....”og (bls.815). Fyrir ekki mjög löngu síðan var yfirleitt eingöngu talað * Þessi grein er ritrýnd um lækna, lögfræðinga og presta sem hinar lærðu stéttir eða embættismenn. Hvað varðar lögfræðinga og presta, þá sýnist mér yfirleitt ekki talað um þá sem fagstéttir í daglegu tali. Lögfræðingar gegna margvíslegum störfum og starfsskilgreining þeirra því ef til vill ekki mjög skýr. Prestar eru ennþá kallaðir embættismenn gegni þeir “brauði”, en ég minnist þess ekki að almennt sé talað um þá sem fagmenn eða stéttina sem fagstétt, þrátt fyrir að orðið fagstétt virðist vera að festast í málinu þegar talað er um háskólamenntaðar stéttir almennt, rétt eins og um iðnaðarmenn og aðrar sérfræðilærðar stéttir. Umræða um heilbrigðisstéttir sem fagstétt, er ekki ný af nálinni og tengist án efa mikilli umfjöllun í erlendum fagtímaritum um eínið á liðnum árum. Ljósmæður hafa litið á sig sem fagstétt alla tíð og vitna gjarnan í söguna því til stuðnings. Þó er það svo að þegar þær tala um sig sem fagstétt er skilgreining þeirra á því hvað er fagstétt mjög á floti og algengt að talað sé um “fagið” og “fagleg vinnubrögð” án þess að það sé skilgreint frekar. Til að átta sig á því hvað er átt við er ekki úr vegi að skoða skilgreiningar á störfum ljósmæðra, og fyrir valinu verður skilgreining sem alþjóðleg sátt Hildur Kristjánsdóttir Ijósmóðir. Deildarstjóri mœðra- verndar við Heilsu- gœslustöðina Sólvangi Hafnarfirði síðan 1995, og aðjúnkt við Háskóla Islands, hjúkrunarfræðideild, námsbraut í Ljós- móðurfrœði síðan 2001. Meistara- nemandi við Kennara- háskóla íslands Utskrifuð Ijósmóðir frá Lj ósmœðras kóla í s lan ds 19 7 9 Hjúkrunarfrœðingur frá Nýja hjúkrunar- skólanum 1986, öðlaðist kennslu- réttindi sem framhalds- skólakennari frá Kennaraháskóla Islands 1991 og lauk Dipl.Ed prófi í Uppeldis o g menntunarfræði frá Kennaraháskóla íslands 2001. Hefur einnig sótt fjölda námskeiða við Nordiska Hdlso- várdhögskolan í Gautaborg frá árinu 2000. Grein þessi er upphaflega skrifuð 1999 og endurskoðuð 2002. Ljósmæðrablaðið < Nóvember 2002 0

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.