Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 8
Ljósmœðmm erœtlað að stunda faglega gagnrýni og starfa sjálfstœtt. Þessar áherslur eru í samrœmi við hug- myndir Louise Silverton (1996) um hvaða viðhorf og ástœður ættu að liggja að baki breyttra áherslna í menntun Ijósmœðra, en hún lýsir undrun yfir því að í Bretlandi skuli ekki hafa verið gagnrýnd sú hreyfing síðustu áratugi að efla akademískt nám Ijósmœðra, þar sem námið sé í eðli sínu mjög hagnýtt og staða þess eða virðing stéttarinnar, œtti ekki að byggjast eingöngu á akademískum árangri. Ef megin- ástœða þessara breyttu viðhorfa sé gagnráðstöfun við stöðu annarra heilbrigðisstétta, sé það ekki góð ástœða. skólastjóri. Þessar tillögur fengu lítinn hljómgrunn á Alþingi í íyrstu, aðallega vegna launakrafna landlæknis fyrir verkið. Þingnefndin sem sá um málið sneri sér þá til deildarforseta læknadeildar og bað hann kanna hvort deildin gæti séð um kennslu ljósmæðrane manna. Hann svaraði um hæl og lýsti miklu vinnuálagi á kennurum deildarinnar, en taldi að deildin gæti kennt nemunum, ríkinu að kostnaðarlausu ef bætt yrði einu embætti við deildina. Þetta fékkst ekki samþykkt og náðu tillögur landlæknis fram að ganga með óverulegum breytingum (Helga Þórarinsdóttir, 1984:37-38). Yfirsetukvenna- skólinn verður til 1912 með lögum í ffamhaldi af þessum breytingum og er undir stjórn Landlæknis. Það er svo ffóðlegt að velta fyrir sér hvernig hlutverk og starfsumhverfi ljósmæðra væri í dag hefði nám þeirra farið inn í læknadeild Háskóla íslands. Við fyrstu sýn sýnist mér tvennt líklegast, í fýrsta lagi að ljósmæðranám hefði innlimast í læknanám og stéttin hætt að vera til, eða að ljósmæður hefðu orðið hálfgerð- fagstétt (þýðing á semi-profession). Lög um Ljósmæðra-og hjúkrunarkvennaskóla íslands líta dagsins ljós, 1932 og er stjórnskipulag þannig að hjúkrunardeildinni stýrði hjúkrunarkona, en í ljósmæðradeildinni var yfirlæknir fæðingardeildar skólastjóri og yfirljósmóðir Landspítalans aðalkennari. Þessi stjómskipan helst á menntun ljósmæðra allt til l.júlí 1994 að lög um Ljósmæðraskóla íslands frá 1964 voru felld úr gildi og menntunin fór í Háskóla íslands og hófst þar árið 1996 og er þá veitt forstöðu af ljósmóður en innan vébanda þáverandi námsbrautar í hjúkrunarfræði. Ljósmæðrafélag íslands var mjög virkt í að hvetja til og hafa áhrif á þessa breytingu á menntun ljósmæðra. Aðalröksemdir Ljósmæðrafélags íslands fyrir breytingunni koma ffam í nefndaráliti 1991 um tillögur um tilhögun ljósmæðramenntunar. Félagið segir að ljósmæður þurfi að hafa breiðan þekkingargrundvöll til þess að takast á við þau verkefni sem starfsleyfi þeirra veitir réttindi til. Ennfremur þótti eðlilegt að námið heyrði undir Menntamálaráðuneytið en ekki heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og væri í tengslum við menntun annarra heilbrigðisstétta, og að síðustu að þar sem inntökuskilyrði í námið væri hjúkrunarnám og hjúkrunarleyfi sem ekki fengist nema með háskólanámi yrði ljósmæðranám að vera á sama skólastigi (Nefndarálit um tillögur um tilhögun ljósmæðramenntunar 1991). Þrátt fyrir það að einhugur hafi ríkt meðal ljósmæðra um þessi grundvallaratriði þá hafa heyrst áhyggjuraddir um að milli fræðilega námsins, starfsþjálfunar og starfsins sé eða verði mikil fjarlægð. Þessar áhyggjur heyrast bæði frá læknum og ljósmæðrum á starfsvettvangi og skýrast væntanlega hvað læknana varðar af því að áhrifa þeirra gætir ekki lengur við námsskrárgerð eða daglegt starf námsins. Hvað ljósmæðurnar snertir má velta því fyrir sér hvort þessar áhyggjur endurspegli að einhverju leyti hvað stéttin er enn föst í læknisfræðilegri hugmyndafræði, vegna “uppeldis” í námi og eðlilegri hræðslu um stöðu sína þegar námið tekur svo miklum breytingum sem raun er á. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, (1995) forstöðumaður ljósmóðumámsins við Háskóla íslands, skrifaði þegar það hófst þar, að í nýrri námskrá væru náin tengsl fræðilega og starfsþjálfúnarhluta námsins nauðsynleg og að nemendur verði að starfa á viðurkenndum heilbrigðisstoíhunum eða í heimahúsum undir handleiðslu fagfólks sem er menntað í ljósmóður- og fæðinga- ífæðum. Ennffemur að nám í ljósmóðurífæðum muni byggjast á ífæðilegum grunni, klínískum námskeiðum og starfsþjálfun þar sem vísindaleg vinnubrögð verða lögð til grundvallar. Nemendur læri að beita ffæðilegri þekkingu í starfinu, en í því felist að nota rannsóknamiðurstöður til að bæta þjónustu til mæðra og bama þeirra. Ljósmæðrum er ætlað að stunda faglega gagnrýni og starfa sjálfstætt. Þessar áherslur eru í samræmi við hugmyndir Louse Silverton (1996) um hvaða viðhorf og ástæður ættu að liggja að baki breyttra áherslna í menntun ljósmæðra, en hún lýsir undrun yfir því að í Bretlandi skuli ekki hafa verið gagnrýnd sú hreyfing síðustu áratugi að efla akademískt nám ljósmæðra, þar sem námið sé í eðli sínu mjög hagnýtt og staða þess eða virðing stéttarinnar, ætti ekki að byggjast eingöngu á akademískum árangri. Ef meginástæða þessara breyttu viðhorfa sé gagnráðstöfun við stöðu annarra heilbrigðisstétta, sé það ekki góð ástæða. Sé ástæðan aftur á móti sú að með því að þróa greinandi og gagnrýna hugsun í þeim tilgangi að bæta þjónustu við mæður og börn þeirra, hver svo sem áhrifin kunni að verða á öðrum sviðum, horfi málið öðruvísi við. Hún spyr einnig; erum við að búa til ljósmæðra yfirstétt, og á þá við að ljósmæður séu sérfræðingar sem sinna stjórnun og ráðgjöf, ffekar en að búa ljósmæður undir það að vera með konum, en enska orðið midwife þýðir að vera með konum. Skipulag ljósmóðurnáms í lögum um Ljósmæðraskóla íslands ffá 1964 var kveðið á um að markmið skólans sé að veita nemendum sínum menntun til að gegna ljósmóðurstörfum og skal sú menntun samsvara þörfum þjóðfélagsins hverju sinni. í 5 grein laganna er einnig tiltekið hveijar o Ljósmæðrablaðið ° Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.