Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Síða 18
komast hjá umræðunni um heilbrigði eða að vera í eðlilegu ástandi. Umræðan um bamsfæðingar hefur snúist mjög mikið um að það að hún væri venjulegur/eðlilegur atburður en ég vil líta á þær í víðara samhengi. Einnig vil ég skilgreina meðvitund sem hluta af lífinu og að barnsfæðing sé ekki óvenjuleg, ekki heldur eitthvað sem viðkemur heilbrigði. Barnsfæðing er einfaldlega hluti af lífi konunnar. Auðvitað kemur heilbrigði þar við sögu en ég lít svo á að ljósmóðurstörf snúi að hluta til að því að viðhalda góðri heilsu og forvörnum. Kannski að koma í veg fyrir óheilbrigði eða að eitthvað óeðlilegt komi íyrir. Og þegar við skoðum hvernig ljósmæðurnar á Máritíus líta á starf sitt, þ.e. að það hefjist við getnað barnsins og endi við lífslok þess, og skilgreinum meðvitundina enn frekar, þ.e.a.s. lítum á hana sem hluta af lífinu, þá förum við að sjá í samhengi hvernig barnsfæðingar og störf ljósmæðra hafa þróast. Þau hafa þróast út frá umhverfinu og samfélagi konunnar. Munurinn á milli samfélaga getur verið mjög mikill. í sumum er þáttur trúarinnar mjög sterkur og þegar ég í rannsókn minni fór að skoða þann þátt betur, og síðan þann þekkingargrunn sem við byggjum á, komst ég að þeirri niðurstöðu að við getum sagt að ljósmóðurfræði hafi þróast út frá reglum mannffæðinnar. Ég komst að því að svo margt er sameiginlegt með því sem mannffæðingar hafa skrifað um ljósmæðrastörf og þess sem ljósmæður hafa komist að með því að stunda mannffæðirannsóknir á störfum ljósmæðra að ég tel að óhætt sé að segja að ljósmóðurfræði eigi rætur að rekja til mannfræði. Við getum farið að skoða hvert út af fyrir sig; félagsffæði ljósmóðurfræða, stjórnmál ljósmóðurfræða, heimspeki ljósmóðurfræða og mannfræði ljósmóðurffæða. Allt gefur þetta okkur grunn til að skilgreina og byggja okkar fræði á, svo ljóst er að við eigum mikið verk fyrir höndum." Að lokum talar Huguette um að nú þurfi að fara að leggja ríkari áherslu á það í kennslu ljósmæðra að við búum í samfélögum fólks af mörgum þjóðernum og margs konar trú. Þar sem líta þurfi á hverja manneskju út frá heildarmyndinni og þá ekki síst með umburðarlyndi og skilning í huga. í Bretlandi, og víðar, sé lengri reynsla af því að búa í slíkum þjóðfélögum heldur en hér á íslandi en sér sýnist engu að síður að farið sé að taka tillit til þessa í kennslu við ljósmóður- fræðideildina. Hún klykkir síðan út með nokkrum orðum um það hve ljósmóðurfræði sé íjölbreytt og hrífandi ffæðigrein og að þess vegna finnist sér svo gaman að tala svona fjálglega um hana. Best af öllu sé þó að starfa sem ljósmóðir. Á meðan teknar eru myndir af Huguette úti í garði við hjúkrunarfræðideildina, í fögru haustveðri, er hún spurð hvort hún hafi haft tækifæri til að ferðast eitthvað um ísland. „Nei, því miður," svarar hún. „En mig langar svo til þess að ég held ég verði að koma aftur." Bryndís Kristjánsdóttir Sykursýki á meðgöngu Vegna mistaka í umbroti á síðasta tölublaði vantaði texta í grein Hildar Harðardóttur læknis um sykursýki ámeðgöngu. Því var ráðist í að gefa hana út í sérprentuðu hefti. Upplagið er stærra en vani er með Ljósmæðrablaðið og er því hægt að kaupa heftið hjá LMFI. Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.