Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 21
Skemmtilegt, fræðandi og mannbætandi Óhætt er að segja að námskeiðið hafi tekist vel og þær ljósmæður sem það sóttu voru sammála um að það væri skemmtilegt, fræðandi, nytsamlegt í starfi og mannbætandi. Lilleba var ánægð með hvað íslenskar ljósmæður eru fljótar að tileinka sér nálastungur og eru óhræddar við að nota það sem þær eru búnar að læra. Henni fannst gaman að vera á íslandi og fann vel ákafann hjá ljósmæðrunum. Þar sem mikill áhugi er hérlendis eftir þetta námskeið er stefnt að því að halda annað námskeið í febrúar og maí 2003. Hugsanlega verður einnig framhaldsnámskeið í maí 2003 fyrir þær ljösmæður sem sóttu námskeiðið s.l. sumar, en þá verður farið nánar í kínverska hugmyndafræði og nálastungur við kvensjúkdómum. Undirritaðar tóku viðtal við Guðlaugu og Lilleba til að forvitnast um bakgrunn þeirra. Hér verður tæpt á því helsta sem fram kom. Guðlaug María Sigurðardóttir átti hugmyndina að þessu námskeiði, hún hafði samband við fræðslunefnd Ljósmæðrafélags íslands og ljósmæðranám HÍ sem tóku vel í þessa hugmynd og námskeiðið varð að veruleika. Guðlaug lærði nudd í Nuddskóla íslands auk þess sótti hún námskeið í svæðanuddi. Eftir það lá leið hennar til Danmerkur þar sem hún lærði ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem ljósmóðir 1998. Skömmu eftir útskrift fór Guðlaug á nokkur námskeið í nálastungum sem Lilleba hélt. Eftir þessi námskeið og þá reynslu sem hún fékk í starfi sem ljósmóðir ákvað hún að fara í fullt nám í nálastungum, sem hún mun ljúka í desember 2002. Guðlaug stefnir að því að flytja heim til íslands næsta sumar og ætlar hún að opna nuddstofú þar sem hún mun einnig bjóða upp á nálastungur. Hún er með heildsölu með nálastungunálar og fleiri hluti tengda nálastungum eins og plaköt og dúkkur. Nafnið á fyrirtækinu hennar er 9 mánuðir ehf og netfang Guðlaugar er gull@worldonline.dk. Lilleba Anckers lærði fyrst hjúkrunarfræði. Hún flutti til Japans og bjó þar frá 1981-1982. í Japan lærði hún nálastungur, jurtalækningar (herbal medicin) og shiatzu nudd. Eftir það lá leið hennar til New York þar sem hún lærði kínverska hugmyndafræði ásamt kínverskri læknisfræði (medicin). Þar rak hún nuddstofu þar sem hún fór heim til viðskiptavinanna og gaf shiatzu nudd, nálastungur og kínverskar lækningar. Á árunum sem hún bjó í New York Ljósmœður á jyrsta nálastungunámskeiðinu ásamt Lilleba Ankers og Guðlaugu Mariu Sigurðardóttur fór hún til Peking í 3 mánuði til að læra meira í nálastungum. í Peking var kennt 6 daga vikunnar í 3 mánuði og þar segist Lilleba hafa lært mest. Eftir það nám fór hún að vinna á móttöku fyrir fíkla, þar sem hún beitti nálastungum í eyru með góðum árangri. Hún flutti svo aftur til Svíþjóðar í lok árs 1984 þar sem hún fór að vinna á klínik í Stokkhólmi. Það ár var samþykkt að heilbrigðisstarfsfólk notaði nálastungur til að lina verki. Árið 1987 byrjaði hún að kenna hjúkrunarfræðingum nálastungur og grunn í kínverskum lækningum. Lilleba hafði alltaf haft áhuga á ljósmóðurstarfinu. Fyrsta konan sem hún gaf nálastungur í fæðingu var vinkona hennar sem var frumbyrja og var að fæða barn í sitjandastöðu. Fæðingin gekk eins og í sögu og konan þurfti enga aðra verkjameðferð. Eftir þessa reynslu fékk hún áhuga á að nota Rósa Bragadóttirí höndum Aslugar Valsdóttur og Ágústu Þ. Kristjánsdóttur Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002 * ■

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.