Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 9
aðalnámsgreinar skuli kenndar við skólann en þær eru; fæðingarfræði og fæðingarhjúkrun, barnalæknisíræði og hjúkrun, líffræðaíræði, fósturfræði, lífeðlisfræði, erfðafræði, heilsugæsla, sálarfræði, félagsráðgjöf og heilbrigðislöggjöf (Lög um Ljósmæðraskóla íslands. Stj.tíð. nr. 35/1964). Skipulag námsins var með þeim hætti að nemendur voru 1 heilan dag í viku í bóklegu námi og verklegt nám var þannig að þeir unnu hina 4 dagana vaktavinnu á hinum ýmsu deildum Kvennadeildar Landspítalans. Námið tók 2 ár (24 mánuði). Ljósmóðumámið við Háskóla Islands í dag er 60 eininga starfsmiðað nám eftir fyrstu háskólagráðu (BS gráðu í hjúkrunarfræði) og tekur 2 ár (22 mánuði). Grunnnámskeið í ljósmóðurfræði eru kennd á 1. ári samtals 30 einingar og eru heiti námskeiða Inngangur að ljósmóðurfræði, Ljósmóðurfræði I, II. og III, Heilbrigði kvenna, Heilsugæsla á meðgöngu og Umönnun sængurkvenna og nýbura, Á 2. ári er lögð áhersla á klínískt nám og starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum samtals 30 einingar, Klínísk starfsþjálfun í ljósmóðurfræði I og II eru námskeið þar sem ffæðileg og klínísk vinnubrögð eru þjálfuð og lýkur þeim með embættisprófi sem felur í sér mat á faglegri færni til að geta stundað ljósmóðurstörf (Námsskrá í Ljósmóðurfræði 2001-2002). Hér hafa áherslur greinilega breyst og þó ljósmóðurffæði hafi verið kennd áður var hún ranglega kölluð fæðingafræði (Olöf Ásta Ólafsdóttir 1995). Vægi ljósmóðurffæði er nú mun meira en í gamla náminu, engin læknisffæði er kennd og þaðan af síður hjúkrun enda er hjúkrunarnám undanfari námsins. Munurinn sést kannski best á því að áður kenndu læknar nær allar námsgreinar en ljósmæður gera það í dag. Ef til vill er hér einblínt um of á hvað námsgreinarnar heita, ffekar en innihald þeirra eða það hver var og er fagvitund og hugmyndaffæði ljósmæðranna sem útskrifast úr hvoru náminu sem er. Sjálf er ég ekki í nokkrum vafa eftir að hafa kynnt mér núverandi námskrá og kennt ljósmæðranemum í mæðravernd að hugmyndaffæði ljósmæðra sem útskrifast úr náminu í dag er allt önnur en til að mynda mín var þegar ég útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands árið 1979. Þá var hugmyndafræði læknisfræðinnar og mikil trú á kynngimátt tækninnar allsráðandi og viðhorfið var að konan vissi minnst um sig og sitt bameignaferli, enda ekki sérfræðingur (Oakley 1993, Raeburn 2000). Þróun nýrrar námskrár og þekkingargrunns í námsskrá í Ljósmóðurfræði við Háskóla Frá útskrift Ijósmæðra 2002 íslands 2001 -2002 , er kafli um uppbyggingu og þróun námsskrár þar sem áherslur em í anda þess að ljósmæður starfi eftir skilgreiningu WHO, ICM og FIGO, á störfúm þeirra og eftir þeirri hugmyndafræði að barneignaferlið sé náttúrulegt lífeðlislegt ferli. Þessar áherslur sjást einnig greinilega í kaflanum um hugmyndalfæðilegar áherslur námsins, þar sem kemur fram „...að það sé hlutverk ljósmæðra að skapa þau skilyrði að barnsfæðing verði einstakur atburður í lífi fólks, sem það upplifi á jákvæðan, einstaklingsbundinn og persónulegan hátt” (Ólöf Asta Ólafsdóttir 1995). Þetta sýnir að fræðigreinin ljósmóðurfræði er til og skilgreind í námskrá námsins. Jeanne Siddiqui (1994) telur að það sé svo mikilvægt að greina ljósmóðurfagið sem fræðigrein, að alls ekki megi detta í þá gryfju að reyna að byggja upp kenningar um hana með vísindarannsóknum eingöngu. Að skoða ljósmóðurfagið útfrá orsaka- og afleiðinga- hugmyndum getur verið að greina listina frá hinum hörðu vísindum þeim í hag og þannig sé algjörlega misst af grundvallarhugmyndum fagsins eins og það birtist í starfi og reynslu. Linda Bergstrom (1997), segir að það sé nauðsynlegt fyrir ljósmæður að skilgreina fræðigreinina ljósmóðurfræði, vegna þess að; a) nemendur sem koma í námið með mismunandi bakgrunn (hér á landi hjúkrun), þurfa að fá skýr skilaboð um það hvað það sé sem þeir munu læra sem verður til þess að þeir verða ljósmæður b) það eru til staðar nú og munu verða til staðar klínísk sem og fræðileg vandamál sem eru Vœgi Ijósmóðurfrœði er nú mun meira en í gamla náminu, engin lœknisfrœði er kennd og þaðan af síður hjúkrun enda er hjúkrunamám undan- fa ri námsins. Munurinn sést kannski best á því að áður kenndu lceknar nœr allar náms- greinar en Ijósmœður gera það í dag. Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.