Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 7
stöðumati og fagmannlegum aga). Broddi Jóh annesson (1978) talar ekki um kennara sem fagmenn heldur kallar starf þeirra skuldbundið lífsstarf og segir : “Starfið veltur á viðurkenndum forða sameiginlegrar sérþekkingar, kunnáttu sem leikni, og sameiginlegu siðgæði starfsmanna. Gæta þeir þess sjálfir án ytri íhlutunar og af því hugarfari, að skyldur þeirra við skjólstæðinga sína séu æðri öðrum skyldum starfsins.”(bls. 12). Eins og áður er vikið að er í heimildum erfitt er að finna eina skilgreiningu á því hvað sé fagstétt. Það eru þó nokkur atriði sem margir höfundar virðast vera sammála um sem einkenni fagstétta og eru þau þessi; * hún hefur sérhæfða menntun, oft á háskólastigi sem aðgreinir hana frá öðrum stéttum * hún hefur oftast lögverndað starfsvið * hún hefur ákveðið sjálfræði hvað varðar starf sitt og menntun og ákveðna lokun með t.d. fjöldatakmörkunum í nám sitt og varðandi það hverjir geti á hvaða hátt öðlast lögverndunina * hún nýtur virðingar og trausts í samfélaginu * hún hefur eigin siðareglur * hún er nátengd ríkisvaldinu, því flestar fagstéttir eru starfsmenn ríkisins á Islandi og víða í Evrópu og þjóna því á sama tíma og þær þjóna einstaklingunum (Larson 1977, Broddi Jóhannesson 1978, Thorstendahl 1990, Collins 1990, Siguijón Mýrdal 1992, Kirkham 1996). Sjálfri hugnast mér vel hugmyndir Brodda Jóhannessonar (1978) um skuldbundið lífsstarf og finnst þær komast næst því að vera skilgreining á fagstétt. Hugmyndir hans innifela flest einkenni sem að ofan eru talin, en er líka nógu opnar til að umfaðma sem flesta. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni hvort ljósmæður séu fagstétt í þessum skilningi. Þekking , hugmyndafræði og menntun Þegar talað er um þekkingu stéttar eins og ljósmæðra er óhjákvæmilegt að ræða einnig um menntun þeirra og þá hugmyndafræði sem hún byggir á. Er hún þessleg að líklegt sé að hún ffamleiði fagstétt sem fellur að einkennum fagstétta? Til þess þarf að skoða söguna og reyna að greina þær stefnur sem þar koma fram og grunninntak námsins. Ennfremur að reyna að átta sig á hvort samhljómur sé milli menntunar, hugmyndafræði stéttarinnar og starfa hennar. Kirkham (1996) segir að fagstéttir hafi sértæka þekkingu sem aðrir hafi takmarkaðan aðgang að. Hér er ekki bara verið að tala um vísindalega þekkingu sem fæst með fræðilegu námi, heldur einnig “the guilty knowledge” og er þá átt við dulúðina, hina duldu þekkingu sem ekki er hægt að skrá kerfisbundið. Um þetta atriði eru flestir sammála sem á annað borð skrifa um fagmennsku. Siguijón Mýrdal (1992) segir að fagstéttir ráði yfir skipulegri þekkingu sem talin sé mikilvæg í samfélagi nútímans. Ólöf Ásta Ólafsdóttir (1995) lektor í ljósmóðurfræði við Háskóla íslands, segir að ljósmæður hafi sameiginlegan þekkingargrunn og horfi svipuðum augum á ljósmóðurstarfið. Tvær meginstefnur hafa verið ríkjandi í hugmyndafræði um barneignarferlið (meðgöngu, fæðingu og sængurlegu). Annarsvegar er sú stefna að barneignarferlið sé ekki eðlilegt fýrr en það er yfirstaðið. Þessi stefha er sjúkdómamiðuð og mjög tæknivædd og byggir á þeirri hugmyndafræði læknisfræðinnar að lækna sjúkdóma (Oakley 1993, Raebum 2000, Towler og Bramall 1986). Að auki felur orðið eðlilegt í sér viðmið, mælingu og tölfræðilegan möguleika. Allt frá 16 öld að franski læknirinn A. Pére og ítalski læknirinn Mercuiro skrifuðu um að eðlilegt þætti að ljósmæður sæju um eðlilegar fæðingar en læknar óeðlilegar, sækja læknar nokkuð fast inn á starfsvöll ljósmæðra. Löggjafinn með styrk lækna sá til þess að ljósmæður máttu ekki nota ýmis tæki eins og fæðingatöng, sem var mikilsvert hjálpartæki við erfiðar fæðingar, sem og notkun klóroforms eða sterkari verkjalyfja. Læknar stýrðu einnig menntun ljósmæðra og hefur það haft gífurlega mikil áhrif á störf þeirra og hugmyndafræði (Towler og Bramall 1986). Hins vegar er sú stefna að líta á bameignarferlið sem eðlilegt þar til annað kemur í ljós og hefúr þessi stefna frekar verið kennd við hugmyndafræði ljósmæðra. Hér er gengið út ffá því að hver fjölskylda sé einstök með sínar þarfir og væntingar, og að þetta ferli sé ekki sjúkdómur (Bryar 1995). Ljósmæðranám við Háskóla íslands Á Islandi er talað um undirvísun presta fyrir yfirsetukonur í kirkjutilskipunum á 16 öld, en ákveðin tilskipun um menntun stéttarinnar sést fyrst í erindisbréfi hins fyrsta landlæknis, Bjarna Pálssonar frá 17. maí 1760 (Sigurjón Jónsson 1959). í framhaldi afþví em ljósmæður prófaðar hjá landlækni allt til ársins 1911 að Háskóli íslands er stofnaður og Læknaskólinn í Reykjavík sem hafði annast kennslu ljósmæðra var lagður niður og breytt í Læknadeild Háskóla íslands. Nám ljósmæðra fram að þeim tíma fólst í stuttu námskeiði oft um það bil mánaðarlöngu, haldið hjá landlækni eða héraðslækni. Landlæknisembættið var því ekki lengur í tengslum við læknakennsluna að minnsta kosti ekki samkvæmt lögum. Þáverandi landlæknir lagði fram tillögur um framhald ljósmæðranáms, þar sem hann yrði sjálfur Hins vegar er sú stefna að líta á barneignarferlið sem eðlilegt þar til annað kemur í Ijós og hefur þessi stefna frekar verið kennd við hugmyndafrœði Ijósmœðra. Hér er gengið út frá þvi að hver fjölskylda sé einstök með sínar þarfir og vœntingar, og að þetta ferli sé ekki sjúkdómur (Bryar 1995). Ljósmæðrablaðið 7 Nóvember 2002 '

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.