Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Side 27

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Side 27
Ef skoðaðir voru eingöngu meðgöngukvillar þá sást að þyngdaraukning var hærri hjá þeim sem fengu meðgöngukvilla en hjá þeim sem ekki fengu þá og var meðaltalsmunurinn 1.7 kg (18,4 kg vs. 16,7 kg, P= 0,013). Hlutfallsleg þyngdaraukning var líka hærri, eða sem nemur þriggja prósenta mun að meðaltali (30% vs. 27%, P= 0,005). Þess ber þó að geta að erfitt er að meta hvað veldur þessari auknu þyngdaraukning, og má þá nefha í þessu samhengi að 90% þeirra sem voru með meðgöngueitrun voru með bjúg í lok meðgöngu og 59% þeirra sem fengu meðgönguháþrýsting voru líka með bjúg. Konur með meðgöngukvilla voru að meðaltali marktækt lágvaxnari en konur sem voru án meðgöngukvilla (1,66 m vs. 1,68 m, P= 0,001). Konur sem lentu í erfiðleikum í fæðingu voru einnig að meðaltali lágvaxnari en konur sem ekki lentu í erfiðleikum (1,67 m vs. 1,68 m, P= 0,014). Ekki var að finna annan mun á eiginleikum kvennanna hvorki í þyngdaraukingu á meðgöngu né í hlutfallslegri þyngdaraukningu þegar erfiðleikar í fæðingu voru skoðaðir einir og sér. Fæðingarþyngd og ponderal index voru marktækt minni hjá börnum kvenna sem upplifðu eingöngu fylgikvilla á meðgöngu miðað við börn kvenna sem ekki upplifðu fylgikvilla á meðgöngu. Konur sem lentu í erfiðleikum í fæðingu eignuðust börn með stærra höfuðummál og fæðingarlengd. Ponderal index var einnig minni hjá þessum börnum. Ekki var hægt að finna nein mörk fyrir þyngdaukningu á meðgöngu með aðhvarfsgreiningu með tilliti til erfiðleika í fæðingu. Sýnt hefur verið fram á að börn með fæðingarþyngd á bilinu 3500-4500 g hafa minnstu veikinda- og dánartíðni. Fleiri börn vógu undir 3500 g hjá konum sem þyngdust undir 11,5 kg á meðgöngu heldur en hjá þeim konum sem þyngdust meira. 7% barna í rannsókninni vógu yfir 4500g við fæðingu. Það reyndist marktækur munur á tíðni stórra barna milli kvenna sem þyngdust samkvæmt IOM ráðleggingunum og þeirra sem þyngdust meira. Samkvæmt aðhvarfsgreiningu var reiknað út að líkur á að eignast bam yfir 4500g nær fjórfaldaðist ef þyngdaraukning á meðgöngu fór yfir 18 kg miðað við að þyngjast um 12,5-15,5 kg. Nýburar mæðra sem fengu meðgöngueitrun voru að meðaltali 31 lg léttari en böm mæðra sem ekki fengu meðgöngueitrun og var þetta marktækur munur. Einnig voru böm mæðra sem reyktu á meðgöngu að meðaltali 25 Og léttari en börn mæðra sem ekki reyktu á meðgöngu sem líka gaf marktækan mun. Umræða Konumar í rannsókninni þyngdust að meðaltali um 16,8 kg á meðgöngu sem er yfir efri mörkum IOM ráðlegginganna (sem em 16 kg). Hlutfallsleg þyngdaraukning á meðgöngu var að meðaltali um 27%. Þessara tölur eru þær hæstu sem finnast meðal þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið síðustu misseri á konum sem eru í kjörþyngd fyrir þungun. Engu að síður er svipuð tíðni fylgikvilla og í sambærilegum rannsóknum. Ein skýring á því gæti verið sú að konur á íslandi em hávaxnar og eins og sést á niðurstöðunum þá virðist sem hæð sé vemdandi þáttur hvað fylgikvilla varðar. Einnig má nefna að skilyrði fyrir þáttöku hafi líka mikið að segja þ.e. aldursramminn, það að vera heilbrigðar fyrir meðgöngu og vera í kjörþyngd fyrir þungun. Síðast en ekki síst er gott mæðraeftirlit hér á landi og flestir hafa það félagslega gott. Skýring þess að við fáum lága tíðni meðgöngusykursýki meðal kvenna í kjörþyngd fyrir þungun gæti verið sú að það er almennt lág tíðni sykursýki hér á íslandi miðaði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Hvað það er sem veldur því er erfitt að segja en það gæti tengst umhverfisþáttum s.s. fæðuþáttum og svo kannski hárri fæðingarþyngd þessarar þjóðar, en sýnt hefur verið fram á að lág fæðingarþyngd geti aukið líkur á sykursýki (týpu 2) seinna á lífsleiðinni. Samantekt Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru á þá vegu að þyngdaraukning á bilinu 11,5-16 kg gefur minnstu tíðni fylgikvilla og að efri mörk mættu jafnvel vera hærri hér á íslandi þar sem tíðni fylgikvilla jukust fyrst við yfir 18 kg þyngdaraukningu. Fæðingarþyngd er eins og áður sagði mikilvæg m.t.t. veikinda- og dánartíðni og auk þess sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lág fæðingaþyngd geti aukið líkur á ýmsum sjúkdómum, seinna á lifsleiðinni, þá er mikilvægt að ná neðri mörkum ráðlegginganna eða 11,5 kg þyngdaraukningu á meðgöngu til að minnka líkur á lágri fæðingarþyngd barns. Lokaorð Höfundur greinarinnar starfaði þegar þetta var ritað á Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn Liósmæðrablaöið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.