Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 17
Ljósmæður boðberar kristinnar trúar Ein af spumingunum sem Huguette velti fyrir sér var hvernig og hvers vegna kirkjan hafi farið að tengjast og skipta sér af fæðingarhjálp. Var áhugi kirkjunnar á ljósmóðurstörfunum sjálfum eða var hann þjóðfélagslegs eðlis? í rannsóknum sínum hafi hún komist að því að þama hefðu margir þættir áhrif. Stjórnmál og völd væm þar einn þáttur, lög og læknisffæði hafa ákveðið vald og hverjir ákveða hvað er þekking er enn annar þáttur. T.d. hefðu prestar á sínum tíma skrifað hvað væm ljósmæðrastörf, síðar hefðu það verið læknar sem hefðu skrifað um hjúkrunar- og ljósmæðraþekkingu. Þegar hún skoðaði málið í sögulegu samhengi sá hún að á ákveðnu tímabili í Englandi var hin kristna kirkja að missa völd. Hluti íbúanna vom angló-saxar og heiðni var þeim hugleiknari en kristni því vildi kirkjan gera átak í að kristna þjóðina. Bamsfæðing var einn þeirra atburða sem tengdi fólkið í samfélaginu. Allir vissu þegar kona var komin að því að fæða (líka karlarnir). Konumar söfhuðust saman fyrir utan hjá henni en fyrir innan var konan að fæða, ljósmóðir og kannski móðir konunnar. Ljósmóðirin og konurnar voru þarna í lykilhlutverki og vitneskjan og þekkingin var þeirra. Kirkjan sá að þarna var gott tækifæri til að ná til margra. En finna þurfti leið til að fá konumar til að vera boðberar og gera það sem kirkjan vildi. Meðal leiða til að þrýsta á ljósmæðumar var að útbreiða þá sögu að konumar notuðu galdra við störf sín og þær væm illum öflum auðveld bráð. Öll vitum við hver urðu örlög kvenna á miðöldum sem sakaðar vom um galdrastörf og villutrú. Þegar þekking á bamsfæðingum og störf ljósmæðra var komin í trúarlegt samhengi komu þær þannig beint og óbeint til skila boðskap hinnar kristnu kirkju. Til gamans má geta þess að prestar sáu um fræðslu ljósmæðra á íslandi áður en hin formlega kennsla hófst árið 1761 efltir að fyrsti landlæknirinn kom til landsins. Ljósmóðurstörf ættu að snúast um konuna sjálfa Huguette sagði að dvölin á Máritíus, og rannsóknarstörf hennar fyrir doktorsritgerðina, hefðu einnig sýnt sér greinilega þá vestrænu þróun að bamsfæðing hefur verið færð frá sviði sem konur hafa stýrt, yfir á svið sem karlar stýra. Þetta væri augljóst ef litið væri á fæðingu á sjúkrahúsi og spurt hverjir koma að fæðingunni - eingöngu ljósmóðir? Hveijir em hinir? Svarið væri væntanlega: alls konar sérfræðingar. Fæðingarhjálp í öðmm löndum en vestrænum snúist aftur á móti um trúmál, siðvenjur, reynslu, þekkingu og innsæi, samfélag og samstöðu. Hún sagðist vilja leggja mun meiri áherslu á að ljósmæðranemar lærðu afreynslunni og innsæi sínu. Að ljósmóðurstörf ættu að snúast meir um konuna sem er að fæða en núna væri áherslan á: ljósmóður, lækni eða tæknina. Áherslan ætti að vera einstaklings- miðuð og leggja ætti áherslu á samráð við konur. Síðast en ekki síst yrðu ljósmæður að vera mjög vel meðvitaðar um hvað ljósmæðrastörf væru, muninum á þeim og störfum hjúkrunarfræðinga og fæðingarlækna. „Sjálf var ég lengi vel ekki viss. Mér var kennt að ljósmóðurfræði væri byggð á líf- og læknisfræði, sem er í sjálfu sér ekkert rangt þar sem læknisfræði tengist óneitanlega ljósmóðurfflæðunum. Ég myndi næstum ganga svo langt að segja að fyrri hugmyndir mínar um ljósmóðurstörf hafi í raun verið fæðinga- og kvensjúkdómafflæði, svo mikil var áherslan á læknisfflæði. Að öllum líkindum fóru þau að tengjast læknisfflæðinni vegna hárrar dánartíðni áður fyrr, konum sem fæðingin tók ógnarlangan tíma hjá, o.fl. á þeim nótunum. Læknisfræðin dugar þó ekki til að lýsa ljósmóðurstörfunum en ég fór samt ekkert að efast um þessa skilgreiningu fyrr en ég fór að kynnast ljósmóðurstörfunum á Máritíus. Ljósmóðurstörf í ljósi mannfræðinnar Rannsóknarstörfin hafa síðan leitt til þess að ég hallast að því að ljósmóðurfflæði eigi rætur að rekja til þess að vera meðvitaður um það sem er að gerast í umhverfi manns. Og ég vil leggja áherslu á þessa meðvitund því ég vil Meðal leiða til að þrýsta á Ijósmœðumar var að útbreiða þá sögu að konurnar notuðu galdra við störf sín og þœr vœru illum öflum auðveld bráð. Öll vitum við hver urðu örlög kvenna á miðöldum sem sakaðar voru um galdrastörf og villutrú.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.