Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 19
Konur með einn í útuíkkun fá enga samuð Fæðingarsögur íslenskra kuenna Forlagið 2002 í byijun nóvember kom út bók sem ljósmæður gætu haft áhuga á. Um er að ræða bókina Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð. Fœðingarsögur íslenskra kvenna. Lengi hefur vantað fæðingarsögubók á íslandi, bók sem fæðandi konur geta speglað sig í og farið upplýstar í fæðingu. í vor létu Eyrún Ingadóttir, Margrét Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Svandís Svavarsdóttir til skarar skríða og lýstu eftir fæðingarsögum í tölvubréfi sem gekk meðal kvenna á vinnustöðum landsins. Einnig komu þær fram í útvarpi og sjónvarpi og hvöttu konur til að skrifa sögu sína og segja frá því sem þær hefðu viljað vita fyrir sínar fæðingar og stendur hvergi í "venjulegum" óléttubókum. Viðbrögð kvenna á öllum aldri, alls staðar af landinu, voru ótrúleg. Konur með ólíka sögu að baki höfðu samband við ritstýrur og sendu inn sögur sínar. Þær eru 70 talsins. í bókinni tala konur sem fæddu heima, á bílastæði, á spítala og i sjúkrabíl. Þær hafa ólíka sýn á móðurhlutverkið, líkama sinn, meðgöngu, fæðingu, mæðravemd, ljósmæður og lækna. Fyrir margar konur er sagan í þessari bók persónulegt uppgjör sem tók á að skrifa. Hver og ein valdi hveiju hún sagði frá og dró ífam það sem henni fannst skipta máli, vildi deila með öðmm, taka á eða breyta. Allar sögur bókarinnar eru birtar undir dulnefhi. í bókinni Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð má lesa það sem leynist á milli lína í fæðingarskýrslunni, þögla hlutann, þann sem ritstýrur kalla fæðingarskýrslu tilfinninganna og er vitnisburður kvennanna sjálfra. Ritstýrur bókarinnar eru leikmenn og engir sérfræðingar á sviði mæðraverndar. Þær trúa því hins vegar að draga megi mikilvægan lærdóm af persónulegri sýn kvenna á eigin reynslu af meðgöngu og fæðingu rétt eins og kemur fram í eftirmála rituðum af Ólöfu Ástu Ólafsdóttur. Því er ritstýrum heiður af því að afhenda ljósmæðrastéttinni bókina til aflestrar. Þar geta ljósmæður lesið um upplifun kvenna af starfssystrum sínum og sjá hversu mikilvægu hlutverki þær gegna í lífi íslenskra íjölskyldna. Bókin endurspeglar þær gífurlegu framfarir sem hafa átt sér stað í hugmyndaffæði ljósmæðra síðastliðinn áratug. Hún sýnir sterkar konur að störfum, með líf bamanna okkar " í lúkunum". Að lokum grípum við niður í söguna sem bókin dregur nafn sitt af: Læknirinn kom og kíkti á okkur. Hann og ljósmóðirinn pískruðu saman við rúmstokkinn hjá mér á latínu og grísku sem Sesar og Sókrates hefðu mátt vera stoltir af. Ég skildi ekkert af því sem ffam fór þrátt fyrir að leggja mig alla fram. Ég þorði samt ekki að trufla þennan mikilvæga fúnd, heldur beið þess að einhver myndi snúa sér að mér og útskýra. Að lokum kom læknirinn til mín og kynnti sig. "Það lítur út fyrir að það sé eitthvað vandamál með súrefnisflæðið til barnsins. Þú ert nú komin með fjóra í útvíkkun og átt sennilega eitthvað um sex klukkustundir eftir. Barnið á hinsvegar sennilega ekki nema þrjár klukkustundir ólifaðar með þessu áframhaldi. Við myndum vilja framkvæma keisaraskurð. Hvað segir þú um það?" Ég varð orðlaus í stutta stund. Undanfama níu mánuði hafði ég leitað fróðleiks um það ferli sem ég var nú að ganga í gegnum til að geta nýtt mér hann við ákvarðanatöku í fæðingunni. Alls staðar hafði ég rekið mig á veggi og þeir valkostir sem mér virtust standa til boða voru bæði óskýrir og umdeildir. Þá birtist skyndilega á ögurstundu, þessi læknir sem býður mér að velja hvort barnið lifi eða deyi! Ég gat hreinlega ekki staðist þessar aðstæður. í prakkaraskap mínum varð ég að fá að vita hversu raunverulegur þessi valkostur væri. "Sjáðu nú til" sagði ég alvarleg í bragði. "Frá fyrstu mánuðum meðgöngu hef ég borið á mig sérstakt krem á hverjum degi til að varna því að húðin á bumbunni slitni. Mér finnst það verk til lítils unnið ef ég á svo að vera með risastórt ör þvert yfir kviðinn. Ég verð að segja nei við þessu." Ljósmóðirin og læknirinn litu hvort á annað, aftur á mig, og svo aftur á hvort annað. Eiginmaður minn, sem er lítið gefinn fyrir vesen, flissaði vandræðalega og hefur sjálfsagt aldrei skammast sín jafn mikið fyrir mig og bjánahúmorinn minn. □ Því er ritstýrum heiður af því að afhenda Ijósmœðra- stéttinni bókina til aflestrar. Þar geta Ijósmceður lesið um upplifun kvenna af starfssystrum sinum og sjá hversu mikil- vœgu hlutverki þcer gegna í lifi islenskra fjölskyldna. Bókin endurspeglar þœr gífurlegu framfarir sem hafa átt sér stað í hugmyndafrœði Ijósmæðra síðast- liðinn áratug. Hún sýnir sterkar konur að störfum, með líf barnanna okkar " í lúkunum ". Lj ósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.