Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 12
Frá útskrift Ijósmœðra 2002 virðist þingmaðurinn álíta að hjúkrunarfræðingar gangi í störf ljósmæðra og sinni mæðravemd á heilsugæslustöðvum, en svo er ekki víðast hvar í dag. Hér sýnist mér að sé á ferðinni enn eitt dæmið um hversu ósýnilegar og hógværar ljósmæður eru í stjórnkerfinu. Veikur hlekkur Ijósmœðra sem fagstéttar er fyrst og fremst sjálfrœði stéttarinnar. Löng hefð er fyrir því að lœknar séu yfirmenn Ijósmœðra og náms þeirra. Siðareglur Virðingu fylgja völd og ákveðin stjórn á skjólstæðingahópnum sem kannski er ekki alltaf til góðs og leiðir okkur beint í umræðu um siðareglur og siðfræði. Ljósmæðrafélag Islands hefur samþykkt Alþjóðasiðareglur ljósmæðra (1999) sem samþykktar vom 1993 á alheimsþingi ljósmæðra sem haldið var í Vancouver í Kanada. Ljósmæður á íslandi starfa eftir þessum siðareglum og nám í ljósmóðurfræði tekur mið af þeim við gerð námsskrár. Hugmyndafræði og stefna Ljósmæðrafélags íslands byggir einnig að hluta á þessum siðareglum (Hugmyndaífæði og stefna 2000). Siðareglurnar fjalla um samskipti ljósmæðra innbyrðis, um störf ljósmæðra, um faglegar skyldur ljósmæðra og um endurmenntun ljósmæðra. Þær hvetja til gagnkvæms trausts og virðingar og byggja á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem mannseskju (Alþjóðasiðareglur ljósmæðra 1999). Innan Ljósmæðrafélags íslands er starfandi siðanefnd sem hefur það hlutverk að veita félagsmönnum sínum ráðgjöf og gefa umsögn þegar um er að ræða fagleg eða persónuleg álitamál sem tengjast starfi ljósmæðra. Nefndin er stjórn félagsins til ráðgjafar um siðfræðileg efni sem stjórn þess hefur til umfjöllunar og undir þetta fellur m.a. umfjöllun um frumvörp að lögum um hvaðeina sem kann að tengjast störfum ljósmæðra. Einnig getur hér verið um að ræða álit siðanefndar á rannsóknum sem snerta störf ljósmæðra eða skjólstæðinga þeirra. Sjálfræði Að síðustu þarf að fjalla um sjálfræði stéttarinnar og ábyrgð gagnvart samfélaginu. Abyrgðin hefur verið rædd lítillega áður í umræðu um siðfræði og virðingu. Ljósmæður er hægt að lögsækja vegna starfa þeirra allt ffá þeim degi að þær öðlast leyfi til starfa og eru þær meðal annars á þann hátt ábyrgar fyrir störfum sínum. Megintilgangur lögvemdunar fagstétta er sú frumskylda að tryggja að sú þjónusta sem veitt er sé veitt af fagfólki sem uppfyllir ákveðin skilyrði og að aðrir sinni ekki þessum störfúm. Þannig er aukið enn á traust almennings á fagstéttinni. Sjálfræði stéttarinnar felst í því að hafa áhrif á til dæmis hversu margir hafa aðgang að henni, og þar er lögverndun mikilvæg sem og því að hafa áhrif á hversu margir hafa aðgang að námi hennar. Það að geta haft áhrif á lagasetningar um starf og starfsumhverfi er mjög mikilvægt og ljósmæður eiga enn mikið eftir til að svo verði. Það er þó móast við, Ljósmæðrafélag Islands er virkt 1 að sjá til þess að sem flest lagafrumvörp sem viðkoma stéttinni og skjólstæðingum hennar, fái umfjöllun félagsins og athugasemdum er komið á framfæri. I kjarasamningum Ljósmæðrafélagsins við viðsemjendur sína frá árinu 2000, er komið á svokölluðu framgangskerfi sem er að margra mati tæki sem eykur á sjálfræði stétta (Howsam o.fl. 1985). Umræða um frammistöðumat til að viðhalda réttindum sínum til starfa hafa einnig komið fram meðal ljósmæðra á íslandi en það er einmitt annað tæki sem Howsam o.fl. (1985) nefna sem tæki sem eykur á sjálfræði fagstétta. Veikur hlekkur ljósmæðra sem fagstéttar er fyrst og ffemst sjálffæði stéttarinnar. Löng hefð er fyrir því að læknar séu yfirmenn ljósmæðra og náms þeirra. Stjómskipulag sjúkrahúsa þar sem flestar ljósmæður starfa er þannig að þar em tveir faglegir yfirmenn, ffamkvæmdastjóri lækninga og ffamkvæmdastjóri hjúkrunar og heyra ljósmæður í pýramída stjórnkerfi undir þann síðarnefnda (sjá skipurit Landspítala Háskólasjúkrahúss 2002). Þetta eiga ljósmæður bágt með að sætta sig við ekki síst í ljósi þess að framkvæmdastj óri hjúkrunar (hjúkrunarforstjóri) er nánast aldrei menntuð ljósmóðir. Hér er mikil tregða í stjórnkerfinu og gjalda ljósmæður þess hversu fáar þær eru miðað við til dæmis hjúkrunarfræðinga. Astæður þess að þetta er svona em sjálfsagt margar. Starfssvið hjúkrunarfræðinga er frá upphafi umfangsmeira en ljósmæðra á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, en

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.