Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 15
Ljósmóðurstörf eru lífið sjálft í huust var dr. Huguette Comerasamy, frá háskólanum í Surrey iEnglandi, gestakennari við Ijósmóðurfrœðinámiö um 2ja vikna skeið. En auk þess að kenna Ijósmóðurfrœði við liáskólann starfar hún sem Ijósmóðir i mœðravernd og sinnir m.a. konum sem hafa verið umskornar. Umfjöllunarefni hennar við Ijósmóðurfrœðinám HÍ var hugmyndafrœði og saga Ijósmœðra. Hún hélt einnig erindi á opnum fyrirlestri deildarinnar sem hún byggði á doktorsritgerð sinni en þar fjallar hún m.a. um Ijósmóðurfrceði i'it frá vestrænum starfsháttum og starfsháttum Ijósmœðra á eynni Máritius, þ.e. þeirra sem starfa á annan hátt en gerist og gengur i vestrœnum löndum. Blaðamaðurfylgdist meðfyrirlestri Huguette og fékk hana síðan til viðtals um viðfangsefni sín. Inngangur Huguette, sem er fædd á Máritíus, eyríki austur af Madagaskar í Indlandshafi, aðila að breska samveldinu, er glaðleg, fíngerð kona. Og af fyrirlestri hennar og viðtalinu má ráða að hún er mjög áhugasöm um starf sitt og annt um að efla vitund um störf ljósmæðra. Lengst af hefiir hún búið í Bretlandi og þar lærði hún og stundar ljósmóðurstörf, eftir að hafa fyrst lært hjúkrunarfræði. Hún segir að það hafi í raun ekki verið fyrr en hún fór að vinna meistara- verkefni sitt við háskólann í Surrey 1992 sem hún fór að velta því fyrir sér hvort hægt væri að líta á ljósmóðurfræði út ffá öðrum sjónarhóli en þeim sem hún hafði kynnst í námi sínu og störfum. Hún hafði hitt ljósmæður frá heima- landi sínu, konur sem í raun voru ekki faglærðar ljósmæður, sem voru í Bretlandi til að auka við þekkingu sína. Hún fór að spyija þær hvað ljósmæður lærðu á Máritíus og hvernig þær stunduðu sín störf. Margar spumingar vöknuðu hjá henni við það að kynnast þessum óhefðbundnu ljósmæðrum og hún ákvað að rannsaka ljósmóðurfræðina enn frekar út frá þessum grunni og skrifa doktorsritgerð um þá rannsókn. Spurningar sem vöknuðu tengdust ljósmóðurfræði í nútíð og þátíð, í vestrænum sem og öðrum menningarheimum. Spurningarnar voru t.d.: hvers vegna nú væri lögð svona mikil áhersla á að konur fæddu á sjúkrahúsum - sjálf hefði ■ í f « .1 ■ i , , Huguelte héltfyrirlestur hun íæöst heima, hvers vegna konumar lægju á vegum ijósmóðurfrœði- í rúmum þegar komið væri að fæðingu, hvemig nams við Háskó,a tslands ljósmóðurstörf heiðu verið áður fyrr og hvemig væru þau nú? Einnig hvernig kirkjan hefði blandast inn í ljósmóðurstörf. Til að leita svara við einhverjum af þessum spumingum fór hún m.a. til Máritíus árið 1996 til að kynna sér störf ljósmæðra á eynni og skoða þau síðan í samhengi við störf ljósmæðra í vestrænum löndum. Um leið ætlaði hún að leitast við að skilgreina ljósmóðurfræðina. Hlutverkið felst í lífinu sjálfu Hún dvaldi því í sínu gamla heimalandi um nokkurt skeið. Fljótt komst hún að því að á Máritíus eru í raun stunduð tvenns konar ljósmóðurstörf, þ.e. þau sem tíðkast hafa frá alda öðli - og er þá talað um hefðbundna fæðingarhjálp (traditional birth attendant) - og svo ljósmóðurstörf á sjúkrahúsum, sem eru þá sams konar og þekkjast í vestrænum löndum. Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.