Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 22
Lilleba Ankers leiðbeinir Önnu Eðvaldsdóttur við að stinga Höllu Ósk Halldórsdóttur þekkingu sína við fæðingar. Fyrsta námskeiðið um nálastungur við fæðingar hélt Lilleba árið 1992. Á þeim tíma var mikill áhugi fyrir nálastungum í Svíþjóð og var orðið leyfilegt að beita þeim. Lilleba útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1998 og hefur eftir það haldið fjölda námskeiða fyrir ljósmæður og lækna. Nú er boðið upp á nálastungur sem valkost í fæðingum á nánast öllum fæðingadeildum í Svíþjóð. Lilleba vann á fæðingadeild í 1 1/2 ár eftir útskrift, en hefur síðan unnið á ljósmæðrastofu þar sem hún starfar við meðgönguvernd og getnaðarvarnaráðgjöf. Þar meðhöndlar hún konur meðal annars með hyperemesis, grindarverki, svefnörðugleika, höfuðverk, þunglyndi og streitu. Hún þróaði að mestu sjálf þá punktanotkun sem hún kennir á námskeiðunum sínum. Lilleba hefur skrifað fjölda greina um nálastungur auk þess sem hún hefur skrifað bók um nálastungur ásamt Christer Carlsson, bókin heitir Akupunktur och TENS inom obstetriken og kom út árið 1997. Við hlökkum til að fá þessa orkumiklu og skemmtilegu konu hingað aftur til að kenna okkur meira. Rétt er að ljúka þessari umQöllun á orðum Lilleba um nálastungur í fæðingu: "Konan slakar betur á, er í meiri tengslum við eigin líkama og hefur meiri stjórn á fæðingunni. Legið vinnur betur, konan vinnur betur með fæðingunni og er sáttari sem leiðir oft til styttri fæðingar og jákvæðari upplifunar konunnar". Halla Hersteinsdóttir Jenný Inga Eiðsdóttir Frá starfsmenntunarsjóði BHM STRIB Starfsmenntunarsjóður LMFÍ var nýlega sameinaður Starfsmenntunarsjóði BHM og geta ljósmæður nú þegar sótt um styrki í hann. Til þess að eiga rétt á úthlutun úr sjóðnum þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjöld í eitt ár til LMFÍ. Reglur sjóðsins er að finna á heimasíðu Bandalags háskólamanna www.bhm.is. Umsóknir eru afgreiddar fjórum sinnum á ári, í janúar, apríl, júlí og október og rennur umsóknarffestur út síðasta dag mánaðarins á undan. Hámarksstyrkur er kr. 70.000 á tveggja ára fresti. Rétt er að geta þess að við úthlutanir styrkja til ljósmæðra er tekið tillit til úthlutana úr Starfsmenntunarsjóði LMFÍ síðustu tvö árin þannig að hafi ljósmóðir fengið styrk á þeim tíma kemur sú upphæð til lækkunar á þeim styrk sem viðkomandi getur fengið frá STRIB. Tökum sem dæmi ljósmóður sem fékk 30.000kr. styrk í júní 2001. Sú Ijósmóðir á nú þegar rétt á 40.000kr. styrk úr Starfsmenntunarsjóði BHM. Kysi hún að nýta sér þann rétt t.d. í janúar á næsta ári ætti hún næst rétt á hámarksstyrk í janúar 2005. Ef hún hins vegar ákveður að nýta ekki styrkinn íyrr en í júlí 2003 eru liðin tvö ár frá síðustu úthlutun og þá á hún rétt á 70.000kr. styrk. Ljómæður sem koma nýjar inn í LMFÍ þurfa eins og allir nýjir félagar að hafa greitt til STRIB í eitt ár áður en hún á rétt á úthlutun og verður og þá eingöngu til verkeíha sem heQast a.m.k. eftir að þetta eina ár er liðið. Bryndís Jónsdóttir Deildarstjóri styrkveitinga BHM, Lágmúla 7,108 Reykjavík. 'i') Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.