Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 32
Ljósmæðraráð Vilborg Ingólfsdóttir Hildur Kristjánsdóttir Helga Gottfreðsdóttir Ráðstefnunefnd vegna ráðstefnu NJF 2004 Astþóra Kristinsdóttir Sigífíður Inga Karlsdóttir Margrét Hallgrimsson Hildur Kristjánsdóttir Hrefna Einarsdóttir Sigríður Sía Jónsdóttir Formaður fræðslunefhdar LMFÍ Formaður LMFÍ Rðalfundur LMFI 2002 haldinn að Löngumýri í Skagafirði Þetta árið var aðalfundur LMFÍ haldinn að Löngumýri í Skagafirði. Allur undirbúningur var í höndum norðurlandsdeildar LMFÍ og var hann að sjálfsögðu með miklum myndarbrag. Ljósmæður mættu margar að Löngumýri föstudagskvöldið 10. maf og var þá tekið á móti þeim með heitri súpu og brauði og síðan var slegið á létta strengi áður en gengið var til náða. Á laugardagsmorgni var síðan byrjað strax eftir morgunverð og var byrjað á fræðslufundi sem samanstóð af kynningu á þjónusturýni sem unnið er að á FSA og miðar m.a. að því að draga úr keisaraskurðum. Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóðir á FSA sá um þá kynningu. Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor fjallaði um ljósmæðrastörf á landsbuggðinni árin 1954-2002 sem er hluti af doktorsverkefni hennar. Rannveig Pálsdóttir læknir og Sigffíður Inga Karlsdóttir lektor kynntu rannsókn, sem þær unnu að, þar sem skoðaður var árangur af notkun Fólinsýru fyrir og í byijun meðgöngu. Þá komu nokkrar ljósmæður víðsvegar að af landsbyggðinni og kynntu hvað er að gerast hjá þeim og ræddu hvaða úrbætur þær vildu sjá verða á barneignarþjónustunni á lands- byggðinni. Fjörugar umræður urðu um þessi mál. Eftir hádegisverðarhlé var gengið til aðalfúndar. Auk hefðbundinnar dagskrár var gengið til kosninga og var að þessu sinni kosinn nýr formaður. Tvær ljósmæður gáfu kost á sér til embættis formanns, þær Halla Halldórsdóttir og Ólafía Margrét Guðmunds- dóttir. Atkvæði féllu þannig að Halla hlaut 20 atkvæði og Ólafía 32. Að loknum aðalfundarstörfum bauð Heilbrigðisstofhunin á Sauðárkróki upp á léttar veitingar. Glæsilegur kvöldverður var síðan framboriim og tók síðan við skemmtidagskrá sem Birgitta Pálsdóttir stjórnaði með styrkri hendi. Þar söng Sigfús Pétursson, einn Álftagerðisbræðra, nokkur lög auk þess sem ljósmæður tóku lagið og sungu fram eftir kvöldi. Ekki var allt búið því á sunnudagsmorgunn var haldið í óvissuferð og var góð þátttaka í henni. Haldið var með rútu út í óvissuna. Áfangastaðurinn reyndist vera sumarbústaður Fjólu Þorleifsdóttur ljósmóður á Sauðárkróki, en hún á sumarbústað í Sævarlandsvík, yndislegri vík “úti á Skaga”. Þar voru veitingar í boði Sauðárkróksbakarís. Eftir miðjan dag á sunnudag kvöddu ljósmæður síðan Löngumýri. Stjóm ljósmæðrafélagsins þakkar norðurlandsdeild LMFÍ frábærar móttökur og góðan undirbúning fundarins sem tókst vel í alla staði. Sérstakleg þökkum við Birgittu Pálsdóttur fyrir hennar frábæm skipulagningu Vegna greina um fósturgreiningar í 1. tölublaði Ljósmæðrablaðsins 2002 Því miður láðist að geta þess að greinamar um fósturgreiningar sem birtust í síðasta blaði eru áður birtar í íylgiriti Læknablaðsins en við höfum fengið góðfúslegt leyfi ritstjóra læknablaðsins til þessarar birtingar sem við erum þakklátar fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þessari gleymsku. Ritstjóri

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.