Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 4
Ritstjórnarspjall Síðustu misseri hefur umræðan um aukið val verðandi foreldra orðið háværari. Umræðan hefur gegnum tíðina m.a. tengst þáttum eins og val á fæðingastað sem verður eflaust hitamál um ókomna tíð. í dag snýst umræðan um aukna tíðni keisaraskurða og hvort keisaraskurður skuli vera val verðandi foreldra. Ástæður þessarar aukningar eru flóknar og umdeildar en ljósmæður þurfa að blanda sér í umræðuna sem ábyrgir fagaðilar. Við leggjum áherslu á að styrkja konur á meðgöngu í því að geta tekist á við meðgöngu og fæðingu. En hvað með okkur? Okkar styrkur felst meðal annars í því að sýna samstöðu og láta í okkur heyra varðandi þessa þróun. Við verðum að velta því fyrir okkur og hafa söguna að leiðarljósi í því sambandi hvernig starfssvið okkar hefur breyst gegnum tíðina og hvernig breytingar á hugmyndafræði hafa mótað stöðu ljósmæðra. Vissulega mun áframhaldandi aukning keisaraskurða sem sumir hafa líkt við faraldur hafa áhrif á okkar starfsvettvang og sjálfstæði. Utkoma og mat á árangri í meðgöngu og fæðingu er órjúfanlegur þáttur í nútíma heilbrigðisþjónustu sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Árangur og útkoma eru hins vegar hugtök sem þarf að skoða í víðu samhengi bæði á grundvelli huglægra og hlutlægra þátta. Einnig þurfum við í okkar litla samfélagi að horfa á lengri tímabil en ár í senn þegar þessi umræða á sér stað þar sem hvert einstakt tilvik getur breytt heildarmynd í tölffæðilegri túlkun á niðurstöðum. Þessar vangaveltur tengjast nýafstaðinni ráðstefnu sem haldin var á vegum fræðslunefndar félagsins í samvinnu við nám í ljósmóðurfræði. Þar var aðalfyrirlesari Ina May Gaskin ljósmóðir. Áhersla hennar á að styrkur ljósmóðurinnar felist m.a í innsæi og næmni hvetur okkur til að huga að þeirri hugmyndafræði sem hefur verið grunnur í starfi ljósmóðurinnar. Það efni sem nú birtist í blaðinu tengir okkur einmitt við söguna en nú birtist ritrýnd grein urn tvíburafæðingar þar sem sótt er í viskubrunn Þórunnar Á. Björnsdóttur sem einmitt byggði færni sína á þessum þáttum. Við látum hugann reika út fyrir landsteinana og kynnumst störfum íslenskrar ljósmóður í Súdan. Einnig verður vaffað um vefinn því kynnt verður til sögunnar ljósmóðirin á veraldarvefnum þ.e. ljosmodir.is Þar sem senn líður að jólum er vel við hæfi að ein greinin sé frásögn ljósmóður á landsbyggðinni um minnisstæðar fæðingar á jólum og í framhaldi af því óskum við ljósmæðrum gleðilegrar hátíðar og velfamaðar á komandi ári. F.h. ritnefndar, Helga Gottfreðsdóttir og Anna Sigríður Vernharðsdóttir QLjósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.