Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 32
* Ungt fólk i dag hugsar meira um hagkvæmni þegar það velur eða leggur fyrir sig nám. Þannig er órökrænt að leggja fyrir sig 6 ára nám, þegar staðreyndin er sú að launin eru ekki meiri en raun ber vitni. * Félagsmótun innan námsins er mikilvæg til að útskrifa einstaklinga með sterka ljósmóðurímynd. Þessum þætti er erfiðara að gera skil þegar þegar einstaklingur hefúr mótast sem hjúkrunarfræðingur áður en hann hefur ljósmóðurnám. *Yngri ljósmæður við útskrift, eru líklegri til að bæta við sig námi til að öðlast meistara eða doktorsgráðu sem er forsenda þess að greinin verði sterk innan háskólasamfélagsins sem styrkir líka sjálfstæði hennar og ímynd í samfélaginu. *Margir bæði hjúkrunarfræðingar og almenningur líta á ljósmóðurfræði sem sérgrein hjúkrunar sem kannski er eðlilegt þegar fyrirkomulag námsins er eins og það er. Ljósmæður leggja þó áherslu á að svo er ekki og skilgreina sig sem fagstétt og ljósmóðurffæði sem fræðigrein (sjá grein Hildar Kristjánsdóttur í síðasta Ljósmæðrablaði frá árinu 2002). Við það að breyta náminu í grunnnám til BSc.gráðu hefur það ákveðinn stað í kerfinu með öðru grunnnámi í heilbrigðisvísindum , auðveldara yrði að að færa rök fyrir sjálfstæði þess og fara fram á að ljósmóðurfræðin verði skor innan Hjúkrunarfræðideildarinnar. * Fjögurra ára grunnnám gæfi möguleika á að bæta ljósmóðurfræðinámið til muna, ekki síst vegna þess að meiri tími ætti að gefast til að kenna grunngreinar ljósmóðurfræðinnar og IJósmæðrablaðið Desember 2003 leggja meiri áherslu á kyn og kvenheilbrigði og ýmsar forvamir eins og krabbameinsleit og getnaðarvarnarráðgjöf. Einnig má nefna brjóstagjafaráðgjöf, erfðaráðgjöf og ráðgjöf vegna fósturgreiningar. Einnig skapast möguleiki til að bjóða upp á valnámskeið eftir áhuga t.d. á sviði foreldrafræðslu, kennslu í að undirbúa sjálfstæðan rekstur og í rannsóknum í ljósmóðurfræði. * Við breytingu sem þessa er hægt lengja klíníska námið, þannig að nýútskrifaðar ljósmæður verði með fleiri fæðingar að baki við útskrift og meiri þjálfun í meðgönguvernd og umönnun í sængurlegu. Þær yrðu fyrr sjálfstæðari og þyrftu styttri aðlögun í starfi eftir útskrift. Þá væri hægt að verja lengri tíma í klínísku námi í heimahúsum og heilsugæslu. Hugmyndir um skipulag nýrrar námsskrár í ljósmóðurfræði á íslandi Hugmyndir um skipulag nýrrar námsskrár em á frumstigi og eiga eftir að mótast. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir fjögurra ára námi til BSc gráðu og nemendur yrðu sennilega valdir í námið með inntökuprófi eða viðtölum og ritgerð. Tvö ár ár yrðu samnýtt með hjúkrunarfræði þ.e. ljósmæðranemar tækju sameiginleg námskeið með hjúkrunarnemum, aðallega fyrstu árin í grunngreinum heilbrigðisgreina svo sem líffærafræði, lífeðlisfræði og einnig í almennri hjúkrun og síðar í hjúkrun bráðveikra, heilsugæsluhjúkrun og fleira. Einnig myndu námskeið í tölfræði og aðferðaffæði vera sameiginleg en lokaverkefni í ljósmóðurfræði yrði sér og gæti verið misstórt eftir vali nemenda. Strax á fyrsta ári yrði byrjað að kenna ljósmóðurfræði, með það í huga að styrkja ljósmóðurvitund frá upphafi námsins. Þáttur ljósmóðurfræðinnar mundi síðan aukast og klínískt nám hefjast strax á öðru ári. Gert er ráð fyrir að auðvelt verði fyrir ljósmóðurnema að bæta við sig einingum til að geta líka útskrifast sem hjúkrunarffæðingar. Viðbótarnámstími gæti orðið eitt til tvö ár. Einnig verður áfram gert ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar geti bætt við sig ljósmóðurnámi á svipaðan hátt og verið hefur. Engum dyrum verður lokað ef áhugi er fyrir því að hafa tvöfalt starfsleyfi bæði sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. J

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.