Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 34
og síðast en ekki síst fagmenn sem vinna á þessu sviði. Fyrirspurnir Á síðunni er gefinn möguleiki að senda fyrirspurn til ljósmóður og má segja að sá möguleiki hafi verið ágætlega nýttur. Svör við flestum fyrirspurnum eru birt á síðunni en einstaka fyrirspumum hefur verið svarað beint til spyrjanda með tölvupósti ef óskað hefur verið eftir því. Einnig er velkomið að senda inn athugasemdir og hugmyndir að efni. Innra net Á vefsíðunni er svokallað innra net sem þýðir að það er lokað fyrir aðra en þá sem hafa lykilorð. Til að tengjast innra neti þarf að slá inn lmfi2003 í reitinn Notandi og fylgja í reitinn Lykilorð og síðan að smella á Skrá inn. Þetta lykilorð mun gilda fram að útgáfu næsta Ljósmæðrablaðs því meiningin er að birta alltaf nýtt lykilorð í hverju blaði. Á innra netinu má í dag finna lokaverkefni þeirra nemenda sem útskrifuðust í vor. Lokaverkefnin em þar í fullri lengd á PDF formi og hægt að prenta þau út eða lesa þau af skjánum. Markmiðið er að á innra netinu verði meira efni fyrir ljósmæður. Þarna væri t.d. gaman að safna saman eldri lokaverkefnum því þannig „lifna þau við“ á ný og ljósmæður geta nýtt sér upplýsingar sem annars rykfalla bara uppi í hillu! Hér með er því auglýst eftir eldri lokaverkefnum. Lokaverkefhin þurfa að vera á tölvutæku formi. Anna Sigríður Vernharðsdóttir tí£ íyS^AYUJ^ð/Oa, 3úúlútfyð/Lð/tajjuvti. S(ui^ýiA^a^wíja/L lað/tajnun §c S<X ($í<AI/Ve4jAA. 3{údúvújÁiðð/taj/U/n. § ($uaZua£o4vc)/i, 3Cój/tv 3CcyvtvaJc/u3c Sumarbústaður LMFÍ Nú, sem fyrr er Kjarrhús, sumarbústaður LMFÍ í Úthlíð til leigu um helgar eða um lengra tímabil. Helgarleigan fyrir kjarafélaga er kr. 7500 þ.e. fyrir tvær nætur.Fyrir fagfélaga er leigan 9000 pr. helgi. Hver nótt umfram helgarleigu er kr. 1000. Síðasta vetur var nýtingin mjög góð, enda veðráttan einstök. Það sem af er vetri hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir bústaðnum og eru ljósmæður hvattar til að nýta sér þennan möguleika á góðri slökun í frábæru umhverfi. Hægt er að hringja á skrifstofuna á skrifstofutíma sem er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 9-13, eða senda e- mail á lmfi@ljositiaedrafelag.is til að panta bústaðinn.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.