Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 24
 Tafla 10. Flokkaður tími á milli barnanna og Apgar stig Apgar flokkaður Tími: <30 mínútur Tími: 31 -60 mínútur Tími: >1 klukkustund Alls A-barn < 6 stig 89,5%(85) 6,3%(6) 4,2%(4) 95 >7 stig 84,4%(221) 13,4%(35) 2,3%(6) 262 Alls 306 41 10 357 B-barn < 6 stig 83,4%(151) 12,7%(23) 3,9%(7) 181 > 7 stig 86,6%(155) 11,2%(20) 2,2%(4) 179 Alls 306 43 11 360 A-barn (X_ = 4,143, df = 2, p = 0,126); B-barn (X _= 1,069, df = 2, p = 0,586) sjá töflu 10. Svipuð tíðni er hlutfallslega á Apgar stigum fyrir bæði A- og B-börn eftir flokkuðum tíma. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir (Chauhan og Roberts, 1996; Feng, Swindle og Huddleston, 1995) og ættu að koma að gagni þegar þróaðar eru klínískar leiðbeiningar um tvíburafæðingar.Niðurstöðurnar styðja mikilvægi þess að leyfa lífeðlisfræðilegu ferli fæðingarinnar að hafa sinn gang og leggja ekki um of áherslu á að hafa sem stystan tíma milli fæðinga tvíburabarna. Upplýsingar um tvíburafæðingar fyrr og nú í þeirri rannsókn sem hefur að hluta til verið lýst hér að framan, hefur verið safnað miklu magni upplýsinga um tvíburameðgöngur og fæðingar fyrir árin 1991-2000. í þessum kafla lítum við til baka og skoðum skráningu Þórunnar Á. Björnsdóttur ljósmóður á tvíburafæðingum fyrir nær einni öld síðan, berum saman og skoðum sömu þætti eins og mögulegt er miðað við þeirra tíma skráningu Skráning Þórunnar Á. Björnsdóttur Árið 1929 gaf Þórunn Á Bjömsdóttir ljósmóðir út bók sína, Nokkrar sjúkrasögur úr fæðingabók. I bókinni, sem spannar tímabilið 1897-1929, skráir Þómnn og lýsir 510 tilfellum viðvíkjandi áhættufæðingum þar á meðal 71 tvíburafæðingu. Á því 30 ára timabili úr starfsævi Þórunnar sem bókin tekur yfir fæddust frá 363 til 410 tvíburar fyrir hvert tíu ára tímabil, sem er um einir tvíburar af hverjum 57 til 67 fæðingum á íslandi. (Gunnlaugur Snædal o.fl., 1983), eða um 36 til 41 tvíburafæðing á ári. í Ljósmæðratalinu kemur fram að Þórunn stundaði ljósmóðurstörf í Reykjavík þar sem mesti mannfjöldinn var og er enn. Hún tók á móti fyrsta barninu árið 1882 og því siðasta 1935 (alls 4759 börnum). Þórunn var einn af stofnendum Ljósmæðrafélagsins árið 1919 og kenndi ljósmæðranemum í starfi. Hún beitti sér mjög fyrir bættum starfsaðstæðum og aukinni fræðslu til ljósmæðrastéttarinnar (Björg Einarsdóttir, 1984). Þórunn skráði ýmsa þætti, þar á meðal aldur mæðranna og hjúskaparstöðu og hvort móðirin hefði fætt börn áður eða ekki. Einnig skráði hún legu bamanna og hvemig fæðingu bar að, hvernig fylgjan var, líðan móðurinnar á meðgöngu og eftir fæðingu, og útkomu bamanna, meðal annars hve mörg böm fæddust lifandi og andvana. í þjónusturýni sem þessari er mikilvægt að geta metið hvernig þjónustan breytist með tímanum og skoða hana út frá sömu útkomumælingum. Því var áhugavert að bera þessi tímabil saman og skoða lýsingar Þórunnar með sömu aðferðum og breytum og beitt er í þeirri rannsókn sem hér hefur verið kynnt. Tvíburafæðingar á íslandi árin 1897-1929 Þegar skráning Þórunnar er skoðuð kemur í ljós að tvíburamæðumar á þessum tíma voru á aldrinum 18-49 ára og meðalaldur mæðranna var 31,4 ár. Tvíburarnir voru fyrstu börn hjá 30,3% mæðranna og 69,7% áttu börn fyrir, af þeim áttu tvær mæður tvíbura fyrir. Giffar voru 82,6% mæðranna og 17,4% voru einhleypar, sjá nánar í töflu 11.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.