Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Side 9
laun erfíðisins fengust greidd ríkulega og við gátum báðar hvílt okkur eftir að fæðingin var afstaðin. Ég gat farið heim og hún notið hvíldar með sína stórkostlegu jólagjöf sem lá við hlið hennar í vöggunni. Nú liðu sex ár áður en nokkuð gerðist á fæðingastofunni á jólum. Ég var nýkomin frá miðnæturmessu í kaþólsku kapellunni. Veitingar voru fram bornar að vanda, heitt súkkulaði og gómsætar kökur handa kirkjugestum, allir vita hvað slíkt góðgæti gerir fólk þungt og syfjað. En það var hringt í mig klukkan tvö ájólanóttina, konasemvar gestkomandi hjá foreldrum sínum en ætlaði ekki að fæða fyrr en eftir tvær vikur á sínum heimaslóðum í Reykjavík. Hún var samt komin með léttasótt og ekki eftir neinu að bíða. í kyrrð næturinnar biðum við komu barnsins. Mikil var gleðin þegar drengurinn fæddist og rauf þessa kyrrð með þessum yndislega gráti, sem er kannski eini gráturinn sem allir gleðjast yfir. Nú liðu fimm ár áður en nokkur fæðing yrði umjól. En þá fæddi G. Á. dreng, aðfaramótt aðfangadags. Mér er einkum minnisstætt að þá var tengdasonur okkar hjóna Eiríkur Jónsson í heimsókn í jólafríinu, þá komin áleiðis í læknisnámi. Hann fékk leyfi til að vera með mér við fæðinguna, en þetta var í fyrsta sinn sem hann sá barn fæðast. Jólahelgin var komin yfir byggð og bæ og unga læknanemanum fannst hann vera þátttakandi í kraftaverki. Ennþá minnist hann á þessa nótt á fæðingastofunni, á jólabamið okkar og þann ffið og kyrrð sem umlukti okkur öll þessa nótt. Nú liðu 7 ár, þá vildi annar drengur verða jólabam. Það varð nokkuð langur dagur, frá því kl. fimm á jólanótt til kl. sjö á jóladagskvöld vorum við að vinna í þessu. En mikið var móðirin þreytt þegar drengurinn fæddist. En eins og alltaf hvarf þreytan og erfiðið gleymdist þegar þetta undur gerist. Svo liðu sjö ár án jólafæðinga, árið 1995 komið og ég var hætt störfum - eða það hélt ég. Þennan desembermánuð var ljósmóðurlaust í Hólminum og ég vissi að það vom a.m.k. ijórar fæðingar væntanlegar. Ég bauðst til að taka staríið að mér í einhvem tíma. Bömin fæddust eitt og eitt. Á aðfangadagskvöld um kl. hálf tólf hringdi Sigríður Elísabet í mig og kvaðst vera komin með verki. Við hittumst í anddyri sjúkrahússins og urðum samferða upp í lyffunni. Þá segir hún við mig að sér þyki nú leiðinlegt að vera trufla mig svona aftur á jólunum. Eg kvaðst nú aldrei hafa þurft að sinna henni Jólin 1995. Helena Björk, Sigríður Elísabet og Elín hvorki á jólum né í anna tíma. Hún segir þetta nú ekki alveg rétt hjá mér því hún sé telpan sem ég tók á móti á aðfangadag jóla árið 1968. Þá fannst mér nú allt vera fullkomnað. Ég held að meiri ánægja geti varla hlotnast nokkurri ljósmóður. Þessi jólanótt varð alveg mögnuð, reykelsisilmur á göngum, jólaskraut og kertaljós hér og þar og á fæðingastofunni fæddist lítil stúlka um þrjúleytið. Þegar ró var komin á og bamið baðað og vigtað fengu foreldrarnir heitt súkkulaði og flott smurt brauð og allir gátu lagst sælir til hvílu. Ég held að ef hægt væri að mæla gleði og hamingju hefði útkoman orðið þreföld. Trúlega verða jólabömin mín ekki fleiri. Eftir þessa endurkomu mína í desember 1995 var ég í starfí árið 1996 og út ágústmánuð 1997 en þá tók ég síðast á móti bami. Ég geri mig ánægða með það sem komið er og vil enda þessar hugleiðingar með orðum skáldsins; Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð. Fennir yfír orðasennur, eftir lifír minning góð. BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 200 KÓPAVOGI SÍMI: 557 7840 FAX: 587 7840 Ljósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.