Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 5
Kveðja frá formanni LMFÍ Að lokinni heimsókn hinnarþekktu ljósmóður Inu May Gaskin er margt sem fer um hugann. Þessi ljósmóðir sem er svo rökrétt í sínum kenningum náði að vekja anda ljósmóður- fræðinnar í brjósti okkar - þeirrar ljósmóður- fræði sem forverar okkar á öldum áður kunnu svo vel og gerði þær farsælar ljósmæður. Vangaveltur eins og það hvort við höfum fjarlægst um of þessi gömlu gildi sem felast í nærverunni og yfirsetunni eru ofarlega í huga mér. Nú á dögum eru kröfurnar um að allt gerist á ljóshraða of háværar til að við náum að fylgja þeim eftir. Eðli starfs okkar samrýmist ekki þessu hugtaki - ljóshraði. Við þurfum að finna mótvægi við þetta hugtak t.d. mætti nota orðið ljósmóðurhraði, sem mætti vel skýra þannig að allt þarf að gerast eftir réttri röð og í áföngum bæði á nieðgöngunni og ekki síst í fæðingunni. Það er e.t.v ekki það sama og hraði snigilsins en samt eitthvað líkara honum en ljós- hraðanum. I því samfélagi sem við búum í í dag virðist vera gert ráð fyrir að öllu sé hægt að stjóma, getnaði, fæðingatíma, hraða fæðingar eða aðferð við fæðinguna sjálfa. Svo ég vitni í umræðu sem ég las um nýlega á dönskum fréttavef. Þar kemur fram að umræðan í Danmörku er í alvöru farin að snúast um það hvort konur eigi að fá að velja það hvort þær fæði eðlilega eða fái keisaraskurð að eigin vali. Mín skoðun er ótvíræð, fæðing á eðlilegan °g náttúrulegan máta er besta og farsælasta leiðin fyrir konur með eðlilega meðgöngu og sögu um áfallalausar fyrri fæðingar. Keisaraskurður er hinsvegar góður valkostur e/læknisfræðilegar ástæður benda til þess að heilsu barns eða móður sé stefnt í voða ef látið er reyna á fæðingu, hvort sem það sést áður en fæðing hefst eða þegar í fæðinguna er komið. Sögur af fæðingum frægu og ríku kvennanna úti í heimi mega ekki yfirskyggja þekkingu okkar og við verðum að hafa kjark og þor til að færa þau rök fyrir eðlilegum fæðingum að konur fái trú á sjálfar sig og velji heilbrigðari kostinn þ.e. fæðingu eins og móðir náttúra áskapaði okkur. Aðventa - jól I kringum hátíðir eins og jól og áramót er hætt við að streita hellist yfir okkur. Þar eru ljósmæður sennilega ekki undantekning, þó í starfi ljósmæðra sé sérstakt Ijós sem veitir okkur birtu og yl í skammdeginu. í þessu blaði er jólasaga frá ljósmóður sem starfaði í mörg ár á landsbyggðinni og fékk nokkur jólabörn á sínum starfsferli. Þær sem til þekkja vita að togstreitan sem myndast þegar hátíðir eru framundan getur oft verið býsna mikil. Fjölskyldan er ekki alltof ánægð með að mamman/eiginkonan þurfi að vera í vinnu þegar “allir” eigafrí. Enþaðersamt sérstök tilfinning að vinna á þessum dögum og mikil ánægja sem felst í því að taka á móti jólabami eins og fram kemur í jólasögu Elínar Sigurðardóttur í Stykkishólmi. Tilfinningin sem Elín lýsir svo vel er ljósmæðrum vel kunn og er raunar ekki eingöngu bundin við jól eða hátíðir. Fæðing sem gengur vel og gefur af sér hraustan einstakling er í sjálfu sér hátíð allra sem að henni koma. Eg óska ljósmæðrum og öðrum lesendum Ljósmæðrablaðsins gleðilegrar hátíðar. Ólafía M. Guðmundsdóttir formaður LMFÍ Ljósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.