Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 33
Könnun á viðhorfum ljósmæðra til skipulags og breytinga á námi í ljósmóðurfræði Þar sem um grundvallarbreytingu er að ræða a námi í ljósmóðurfræði, sérstaklega hvað varðar inntökuskilyrði, er mikilvægt að ljósmæður hafi um málið að segja og að sátt 1 iki ef af fyrirhuguðum breytingum verður. Umræða á eftir að fara fram bæði innan Háskólans og Ljósmæðrafélagsins en eins og fram kom í inngangi höfum við einnig ákveðið að gera könnun á viðhorfum ljósmæðra til Jiámsins eins og það er í dag og til þessara hugmynda sem hér hafa verið kynntar. Könnunin verður með lýsandi sniði, sem er best fallin til þess að rannsaka viðhorf hóps |d ákveðins málefnis. Úrtakið verður allar jósmæður á íslandi, ljósmóðurnemar og Ja^nvel hjúkrunarnemar. Spurt verður um a 8mnn eins og aldur, menntun, starfsreynslu Ot, fleira til þess að varpa ljósi á niðurstöður. 1 an verður spurt um hvaða kosti ljósmæður tC Vænle8asta 1 skipulagi námsins. Hægt Ver ur velJa a milli leiðanna: Nám eins °g það ei nú, að námið verði meistaranám ettir hjúkrunarfræði eða að það verði fjögurra ara grunnnám til BSc gráðu í ljósmóðurfræði. Lokaorð Hér að ofan höfum við komið á framfæri hugmyndum okkar og vangaveltum um breytingar á framtíðarskipulagi náms í ljósmóðurfræði. Vonandi hvetja þessi skrif umræðu meðal ljósmæðra. Könnunin verður framkvæmd í byrjun næsta árs 2004 og vonandi liggja niðurstöður fyrir næsta sumar eða haust. Þróun námskrár fer fram á næstu árum og hugsanlega gengi breytingin í garð haustið 2007 eða 2008. Fyrsta útskrift eftir að ljósmóðurfræðin er afitur orðin grunnnám gæti annað hvort orðið á 250 ára afmæli ljósmæðramenntunar á íslandi árið 2011 eða á 100 ára afmæli Yfirsetu- kvennaskólans árið 2012. Ljóst er að ljósmæður hafa alltaf leitað leiða til að efla menntun stéttarinnar. Spurningin er hver er besta leiðin á hverjum tíma ? Veltum því fyrir okkur, ræðum málin og tökum afstöðu þegar spurningalistinn dettur inn um póstlúguna. í nóvember, 2003. Árdís Ólafsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir. www.ljosmodir.is on ^ ma' Var velsl^an www.ljosmodir.is nu það voru útskriftarnemar úr josmoðurfræði 2003 sem stóðu að ndirbumngi 0g opnun síðunnar með aðstoð aíar Astn Olafsdóttur. Öll tæknileg vinna var unnin af Jóhannesi H. Steingrímssyni. e síðan var formlega afhent josmæðrafélagi íslands sem nú hefur y>gð á að viðhalda vefsíðunni, bæta við uPplýsingum og svara fyrirspumum. Stefnt 6r Þvl a^ vefsíðan verði áfram unnin í samvinnu við ljósmæðranema með því að nýta verkefni sem nemar vinna að í náminu. annig munu nýjar upplýsingar komast JOtttil skila. Markmiðið er að á vefsíðunni verði áreiðanlegar upplýsingar um þætti er varða meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. !ð opnun síðunnar voru fyrst og fremst upplýsingar sem unnar voru upp úr lokaverkefnum útskriftarnemanna. Auk þess voru settar inn upplýsingar úr öðrum verkefnum og áður útgefnum bæklingum og settar voru inn tengingar við ýmsa aðra vefi. Hvers vegna vefsíða? Ástæða þess að útskriftarnemarnir fóru upphaflega af stað með þetta verkefni var að við töldum vera mikla þörf fyrir íslenskt fræðsluefni um barneignarferlið og ekki síst efni sem nálgast má á veraldarvefnum því það er sá „staður“ sem ungir sem aldnir nota nú í auknum mæli til að leita sér upplýsinga. Vefsíðan getur gagnast mörgum en markhópurinn okkar eru verðandi foreldrar, nýbakaðir foreldrar, ömmur, afar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.