Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 11
Með ljósmóðurlistina í höndum og hjarta Margar barnshafandi konur fá aðstoð í fæðingu frá svokölluðum yfirsetukonum. Yfirsetu- konurnar hafa hafa lært af mæðrum sínum eða öðrum konum í þorpinu að aðstoða við fæðingar. Flestar þeirra hafa aðstoðað við fjölda fæðinga og eru virtar fyrir störf sín í samfélaginu. Yfirsetukonurnar sem eru alls 60-70 á svæðinu, eru okkar helsti tengiliður við konur á barnseignaaldri. í þorpunum taka þær þátt í heilbrigðisfræðslu til kvenna og gefa upplýsingar um bólusetningarprógrammið. í Yirol er eina “fæðingadeildin” á svæðinu. Algengast er að konur fæði heima með eða án aðstoðar yfirsetukonu. Vandamálum er oft vísað á fæðingadeildina. Deildin er staðsett í gömlu steinhúsi án rafmags og án rennandi vatns. Þar er alltaf yfirsetukona á vakt og er samstarf okkar með miklum ágætum þrátt fyrir málleysi” en ég tala bara nokkur orð í Dinka tungumálinu og þær ekki ensku en með látbragði, bendingum og túlkun frá félögum okkar sem tala ensku skiljum við hvora aðra. Ytirsetukonurnar hafa mikla reynslu og í flestum tilfellum er hægt að treysta á að þær atti sig á óeðlilegum einkennum meðgöngu, fæðingar og sængurlegu. Má segja að þær hafi ljósmóðurlistina í höndunum og hjartanu og hafa þannig öðlast ótrúlega næmni. Vandamálin sem við eigum við eru margvísleg þar með taldar langdregnar fæðingar, blæðingar á meðgöngu, fósturlát, andvana fæðingar, fastar fylgjur, blæðingar eftir fæðingu, fjölburafæð- ingar, fyrirburafæðingar og svo að sjálfssögðu sjúkdómar eins og malaría. Sumar kvennanna hafa verið í fæðingu dögum saman og eru örþreyttar og illa á sig komnar þegar þær koma til okkar, við hlúum að þeim eftir bestu getu og aðstæðum. Starfið hér er gífurlega ólíkt því sem ég þekki að heiman enda aðstæður eins og svart og hvítt. Ég hef lært mjög mikið og upplifað ótrúlega hluti sem mér finnst stundum svo lygilegir að ég kann varla að segja frá þeim. Konumar hér eru æðrulausar, sterkar og taka því sem náttúran og guð gefur. Þær eru þakklátar aðstoðinni og taka “hvítu konunni” vel. Þær em forvitnar og flestar koma við hárið á mér og húðina, spá í útlitið og oft er mikið flissað. Dagarnir hérna eru misjafnir eins og annars staðar en flestir sem betur fer góðir. Ég er umvafinn töfrum Afríku og hugsa til þess á heimleið af heilsugæslunni þegar sólin er að setjast. Krakkarnir sem á leið minni verða safna í sig kjarki og hrópa: Halló, halló, hvíta kona og þau allra hugrökkustu koma og heilsa með handabandi, flest nakin og skítug upp fyrir haus en svo grobbin með sig og sæt. Ég nota mín örfáu orð sem ég tala í Dinka tungumáli og er líka grobbin með mig, fer á markaðinn, fæ mér te, skoða mannlífið og er svo sátt við þessi forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir í Afríku. LANDSPÍTALI H Á S K Ó LA SJÚKRAHÚS öjzavcIÍ/i öÆvun ^^AAYUJZ^/IAAAYY YUJ2/1 OCJ, Jyjce/L Jwcpficcio/L Ljósmæðrablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.