Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 31
Inntökuskilyrði í ljósmóðumám hafa eðlilega breyst í tímans rás og bæði faglegar og samfélagslegar breytingar hafa haft þar áhrif. Hjúkrunarpróf hefur verið inntökuskilyrði í læp 25 ár sem er ekki langur tími af tæplega 250 ára sögu ljósmæðramenntunar á íslandi. Kostir við núverandi skipulag begar fjallað er um kosti þess að hafa ljósmóðurfræði sem viðbótarnám eftir hjúkrunarfræði er hægt að horfa á það út frá þremur sjónarhornum þ.e stéttarinnar einstaklingsins sjálfs og samfélagins. Ef hagsmunir stéttarinnar eru hafðir í huga má segja að innan þess valdakerfis sem nú er við lýði innan heilbrigðisstofnana sé greiðari nðgangur fyrir ljósmæður ef þær hafa hjúkrunarmenntun en stjórnunarkerfið sem þar ríkir er tvískipt og miðast við hjúkrunarfræði og læknisfræði. Það hefur einnig reynst vel fyrir stéttina að ljósmæður hafa síóustu áratugina fengið góða menntun ' gegnum sitt hjúkrunarnám og flestar telja aö hjúkrunin nýtist þeim vel í starfi. enntunarstig ljósmæðra hefur hækkað og si ellt fleiri ljósmæður eru háskólamenntaðar. fynr einstaklinginn má telja það kost að hafa menntun og réttindi til tveggja starfa bæði J°sméðir og sem hjúkrunarfræðingur. ■ 6. erJ a samfélagið þá má færa rök fyrir ^ ila^' §agnast vel að einstaklingar tvofalda menntun séu ráðnir til starfa á heilbrigðisstofnunum. a**ar við núverandi skipulag ag erum við með Ljósmæðrafélag sem er æ i fag- og kjarafélag ljósmæðra. Til að e agið geti verið raunverulegur málsvari josmæðra og vettvangur fyrir umræður sem engjast starfssviði ljósmæðra þurfa e agsmenn að leggja krafta sína í starfsemi e agsins. Einstaklingar sem ljúka josmóðurfræði eftir margra ára starf sem hjukrunarfræðingar sjá sér ekki alltaf hag í . V1 skipta um félag og þeir skilgreina sig ja nvel sem hjúkrunarfræðinga með Vl Eótarmenntun og eru trúir sínu gamla elagi. Þetta veikir kjarabaráttuna en telja má að ljósmæður gætu verið öflugri þrýstihópur vinni þær saman í einu félagi að sttum kjörum. Eins og ástandið hefúr verið undarfarin ár, lækkar fólk jafnvel í launum við að afla sér meiri menntunar, en það gerist 'egna þess að þegar það hentar þá er hlhneiging til að skilgreina ljósmóðurnámið sem grunnmenntun. Á þeim forsendum eru nýútskrifaðar Ijósmæður vissulega að hefja sinn starfsferil á nýjum vettvangi en missa að hluta til þann framgang til launa sem þær hafa hlotið í hjúkrunarstarfi. Einstaklingur sem fer í hjúkrunarfræði í dag til að læra að verða ljósmóðir er allt eins líklegur til að hverfa frá þeirri hugmynd á námsferlinum og má því telja að við missum núna af einstaklingum sem gætu orðið góðar ljósmæður. Við höfúm orðið varar við mikinn áhuga á ljósmóðurfræði hjá nemendum í hjúkrun og hafa margir þeirra farið í hjúkrun, eingöngu til að komast í ljósmóðurfræði. Þessi hópur skilar sér aðeins að hluta til í nám í ljósmóðurfræði. Það skýtur einnig skökku við að þurfa að ljúka námi í einni fræðigrein til að geta hafið nám í annarri. Ljósmóðir getur lent í vandræðum með að skilgreina sig: Er hún hjúkrunarfræðingur með ljósmóðurmenntun eða ljósmóðir með hjúkrunarmenntun eða stundum ljósmóðir og þegar það hentar hjúkrunarfræðingur? Ljósmóðumámið tekur í heild 6 ár sem nýtist aðeins að hluta til þess að verða ljósmóðir. Nemendur í dag eru á aldrinum 25-50 ára þegar þeir heija nám og munu því eiga mislanga starfsævi sem ljósmæður. Þetta langa nám og aldur nemenda eftir útskrift dregur úr líkum á að viðkomandi sjái ávinning af því að afla sér framhaldsmenntunar. Það er bagalegt því það er mjög mikilvægt fyrir ljósmæður að þekkingarþróun í ljósmóðurfræði byggist upp sem hraðast og að við þróum okkar eigin rannsóknargrunn til að byggja störf okkar á. Þó svo hér hafi verið taldir upp ýmsir þættir sem geta haft galla í for með sér má segja að námið eins og það er í dag sé gott nám og að við höfum menntað og útskrifað góðar ljósmæður. Námið hefur fengið athygli fyrir að vera vel uppbyggt og þykir taka mið af aðstæðum á íslandi en vera jafnframt alþjóðlegt. Hins vegar má alltaf gera betur, vera á verðinum og finna nýjar leiðir til að útskrifa sterkar og sjálfstæðar ljósmæður fyrir framtíðina. Hvers vegna ætti að breyta náminu nú ? Við sem höfum haft með höndum kennslu í ljósmóðurfræði undanfarin ár viljum nefna eftirfarandi þætti sem rök fyrir því að endurskoða ætti inntökuskilyrði í ljósmóðumámið og í raun lengja námið sjálft en stytta það í heild.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.