Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 19

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 19
Leitað var að öllum tvíburafæðingum samkvæmt fæðingartilkynningum í fæðingarskráningu og fengin voru nöfn allra kvenna i úrtakinu í spjaldskrá Kvennadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss. Leitað var eftir sjúkdómsgreiningarnúmerum yfir fyrmefnd 10 ár. Meðtalin voru öll tilvik tvíbura, bæði lifandi og andvana fædd börn, þar sem fæðing átti sér stað (eftir 22 fúllgengnar vikur og/eða börnin vega 500g eða meira). Fæðingar voru alls 28.537 á þessu tímabili, þar af fæddust 632 tvíburar. Alls fundust 617 skýrslur af 632 tvíburafæðingum á LSH, eða 97,6%. í þessu úrtaki var tíðni tvíburafæðinga 2,2% af öllum fæðingum á íslandi en á árunum 1980-1997 er tíðnin i Bandaríkjunum 1,9% til 2,7% af öllum fæðingum (Martin og Park, 1999). Bakgrunnsupplýsingar Hér á eftir verður kynntur lýðfræðilegur bakgrunnur úrtaksins, upplýsingar um meðgönguna og heilsufarsútkoma eftir fæðinguna. Lýðfræðilegar upplýsingar Aldursdreifing tvíburamæðranna var nálægt því að vera í normalkúrfu. Tvíburamæður á aldrinum 17-26 ára voru 145 talsins (23,5%), 27-36 ára voru 405 (65,6%) og 37 ára og eldri voru 67 (10,9%). Tafla 2 sýnir nánari upplýsingar um hjúskaparstöðu, atvinnu, og reykingar mæðranna. Tafla 4. Líkamleg heilsufarsútkoma tvíburamæðra Blæðing (ml) Meðaltal (ml) < 500 ml >500< 1000 ml >1000ml 100 til 5000 650,3 54,0%(323) 33,9%(209) 9,8%(58) Blóðrauða mæling g/l Fyrir fæðingu 78 til 166 Meðaltal 119,5 <100 3,9%(24) >100 96,1 %(588) Blóðrauða mæling g/l Eftir fæðingu 54 01158 Meðaltal 102 < 100 49,0%(244) >100 51,0%(254) Tafla 3. Upplýsingar um heilsufar á meðgöngu % tíðni Heilsufarsvandamál á meðgöngu Engin 62,7% (387) Meðgönguháþrýstingur (PIH) 19,1% (118) Blæðing 1,8% (11) Vaxtarmisræmi tvíburanna 8,8% (54) Grindarverkir 3,2% (20) Önnur veikindi 4,4% (27) Meðgöngueitrun: 10,8% (67) Alvarleg 1,6% (10) Upplýsingar um meðgönguna Frumbyrjur voru 252, eða 40,8%. Þtjúhundruð sextíu og fimm konur, eða 59,2%, höfðu fætt áður en athyglisvert er að 5 konur höfðu fætt tvíbura áður. Tvöhundruð og ein kona (32,6%) átti eitt barn fyrir, 113 konur (19,1 %) áttu tvö börn og 56 konur (7,5%) áttu þrjú eða fleiri börn fyrir. Meðalmeðgöngulengd var 254,8 dagar (± 23d) eða 36,4 vikur. Meðgöngulengdin var frá 154 dögum (22 vikur) til 287 dagar (41 vika). Fullburða tvíburar (> 37v) voru í 58,7% tilfella (362/617) og fyrirburar (< 37v) í 41,3% tilfella (255/617). Náttúruleg þungun var hjá 62,9% kvennanna (n = 388/617), en tæknifrjóvgun hjá 32,3% þeirra (n = 199/617). í 3,4% tilfella (n = 21/617) var þungun tilkomin í kjölfar frjósemislylja (Chlomiphene/Pergotine), en upplýsingar vantar í 9 tilfellum. Niðurstöður og umræða í þessum kafla verða niðurstöður um meðgönguna og heilsufarsútkomu mæðra og barna kynntar, en einnig verður rætt um niðurstöður er varða fæðingarhjálp tvíbura, legu og aðkomu, tegundir fæðinga, tímann á milli barna og tengsl við útkomu þeirra. Heilsufar á meðgöngu Upplýsingum um heilsufar á meðgögnu var safnað, tatla 3. Líkamleg heilsufarsútkoma tvíburamæðra Líkamleg heilsufarsútkoma var skoðuð út frá blæðingu í fæðingu og einnig var athugað hver blóðrauðamæling var fyrir og eftir fæðingu, tafla 4. Lýsing á líðan eftir fæðingu Þegar skoðuð er skráning á líðan móður eftir Ljósmæðrablaðið i q Desember 2003 1

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.