Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 16
Tvíburafæóingar á Islandí fyrr og nú Ljósmóðurskráning - lykilatríói fyrir þjónusturýni og rannsóknir í Ijósmóðurfræói Höfundar Ingibjörg Eiríksdóttir, Ijósmóóir/hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi Olöf Asta Olafsdóttir, lektor og námsstjóri í Ijósmóðurfræóum Útdráttur Grein þessi byggir á hluta af rannsóknarverkefni til meistaraprófs i Ijósmóður- og hjúkrunarfræöi sem unnið var af Ingibjörgu Eiríksdóttur undir leiðsögn Hildar Harðardóttur, lœknis og lektors við Lœknadeild Háskóla íslands og Ólafar Ástu Ólafsdóttur, lektors og námsstjóra i Ijósmóðurfrœði. Rannsóknin er um tvíburameðgöngur ogfœðingar á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi þar sem.útkoma með tilliti til heilsufars mœðra og barna á 10 ára tímabili á árunum 1991-2000 var skoðuð út frá skráningu Ijósmœðra og lœkna í mœðra- og sjúkraskrám. Tilgangur rannsóknarinnar var að safna grunnupplýsingum og skoða útkomu úr tvíburameðgöngum, legu tvibura í móðurkviði ogfœðingarhjálp með tilliti til heilsufars móður og barna. Þróaður var skráningarlisti jyrir söfnun gagna og unnið út frá gœðahugmynd um þjónusturýni. Rannsóknarsnið var megindlegt og afturskyggnt og lýsandi tölfrœði notuð til að kanna tengsl milli breytna. Einnig var skoðuð skráning Þórunnar Astríðar Björnsdóttur Ijósmóður á 71 tvíburafœðingu á 30 ára tímabili, árin 1897- 1929, sem kom út í bókinni Nokkrar sjúkrasögur úrfœðingabók sem hún gaf út árið 1929. Það eru mörg samtvinnuð atriði sem hafa áhrif á heilsufarsútkomu tvíburabarna og mœðra þeirra. Þar má nefna þróun tvíbura í móðurkviði, lífsmynstur mœðra, t.d. hvað varðar næringu og reykingar á meðgöngu, meðgöngulengd, eftirlit á meðgöngu og tegund fæðingar eða fœðingarmáta. Miklum grunnupplýsingum var safnað sem ekki hafa verið jyrir hendi á Islandi um tvíburameðgöngur ogfœðingar. Hœgt er að nota þennan grunn til að þróa klíniskar leiðbeiningar og til frekari rannsókna til að stuðla að sem bestri heilsufarsútkomu tvíburabarna og mæðra þeirra. Ljósmæðrablaðið Desember 2003 Inngangur í þessari rannsókn hefur verið safnað rniklu magni upplýsinga um tvíburameðgöngur og fæðingar á íslandi tímabilið 1991-2000, en einungis hluti niðurstaðna verður kynntur hér. Áhersla verður lögð á að skoða fæðingarhjálp í tvíburafæðingum og heilsufarsútkomu barna frá því fyrir tæplega 100 árurn til dagsins í dag. Þar er stuðst við merkilega skráningu Þórunnar Á. Björnsdóttur um tvíburafæðingar átímabilinu 1897-1929. I þjónusturýni sem þessari er mikilvægt að geta metið hvernig þjónustan breytist með timanum og skoða hana út frá sömu útkomumælingum. Því er áhugavert að bera þessi tímabil saman, skoða bakgrunnsupplýsingar um mæður og börn þeirra, legu tvíbura, tegund fæðinga og útkomu barna. Á þessum tíma naut tækninnar ekki við, hvorki á meðgöngu né í fæðingu, og þjóðfélagsaðstæður voru ólíkar því sem nú er. Fjallað verður um tvíburafæðingar í sögu- og menningarlegu ljósi og stuttlega rætt um hugmyndafræði ljósmæðra í fæðingarhjálp tvíbura, mikilvægi ljósmóðurskráningar sem grunns fyrir þjónusturýni og rannsóknir í ljósmóðurfræði. Einnig er rætt hvernig niðurstöður rannsóknarinnar ættu að nýtast við endurskoðun klínískra leiðbeininga fyrir meðgönguvemd og fæðingarhjálp tvíbura með það fyrir augum að styðja lífeðlislegt ferli tvíburameðgangna og fæðinga.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.