Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 18
Tafla l.Tvíburafæðingar á íslandi 1991-2000 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Landspítali 56 63 53 65 68 55 69 66 68 69 Aðrir staðir 13 11 14 19 17 18 20 15 19 11 Samtals 69 74 67 84 85 73 89 81 87 80 fæddust 117 tvíburar, eða einir tvíburar af hverjum 110 fæðingum (Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason ogJónas Ragnarsson, 1983). Á árunum 1971-1980 fæddust 387 tvíburar á Islandi, þ.e. einir tvíburar af hverjum 113 fæðingum, eða um 38 fæðingar á ári. Fjöldi tvíburabarna sem fædd eru eftir glasafrjóvgun á íæknifrjóvgunardeild LSH á árunum 1997-2001 er frá 23 til 33 á ári (alls 136 pör) og á árinu 2001 fæddist 41 tvíburapar eftir náttúrulegan getnað (Reynir Tómas Geirsson, Guðrún Garðarsdóttir, Gestur Pálsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir og Alexander Smárason, 2002). Tíðni tvíburafæðinga á íslandi hefúr síðan haldið áfram að aukast á árunum 1991- 2000. Árið 1991 eru 69 tvíburafæðingar á landinu en árið 1997 eru þær flestar eða 89 tafla 1. Flestir tvíburar fæðast á Landspítala - háskólasjúkrahúsi en alls fæddust 632 Tafla 2. Lýðfrœðilegar upplýsingar um tviburamœðurnar árin 1991-2000 (n=617) Aldur (ár) % Fjöldi 17-46 Meðaltal (ár) 30,2 Hjúskaparstaða Gift 53%o(327) Sambúð 38,7%o(239) Einhleyp/fráskilin 7,6%o(47) Vantar upplýsingar 0,6%>(4 ) Starf Verslunar- og skrifstofustörf 29,3%>(181) Sem krefst háskólamenntunar 20,7%o(128) Heimavinnandi 16,5%o(102) Verkamannastörf 14,1 %o(87) lðnaðarstörf 10,7%o(66) Nemar 7,5%o(46) Vantar upplýsingar 1,1 %(7) Reykingar Reyktu 24,3%o(l 50) Reyktu ekki 73,l%o(451) Vantar upplýsingar 2,6%o(9) Ljósmæðrablaðið Desember 2003 tvíburar þar á þessu tímabili, sem er 80,1 % af heildartvíburafæðingum á íslandi. Á landinu öllu fæddust alls 789 tvíburar. Aðferðafræði Grundvöllur rannsóknarverkefnisins er gæðahugmynd um þjónusturýni sem hefur verið lýst sem skipulagðri, gagnrýninni greiningu á gæðum umönnunar með það að markmiði að bæta þá umönnun sem skjólstæðingumerveitt(Maresh, 1994; Gillies, 1997). Til að svara rannsóknarspurningum um heilsufarsútkomu úr tvíburameðgöngum og fæðingum með tilliti til heilsufars mæðra og barna var valið að skoða mæðraskrár og sjúkraskrár nýfæddu tvíburanna. Þróaður var skráningarlisti af rannsakanda og leiðbeinendum, byggður á fræðilegum heimildum, sem notaður var við söfnun gagna úr mæðra- og sjúkraskrám á Landspítala - háskólasjúkrahúsi árin 1991-2000. Aðferðir sem notaðar voru við úrvinnslu gagna eru lýsandi tölfræði, og notuð voru tölfræðiprófin kí-kvaðratspróf og Pearsons :r. Rannsóknarsniðið var afturskyggnt og miðast við útkomumælingar og aðferð rannsóknarinnar er megindleg. Útkomurannsóknir byggjast á því að meta árangur af heilbrigðisþjónustu og meta gæði hennar. SPSS-tölfræðiforrit var notað við tölfræðiúrvinnslu gagna og reiknuð var marktækni p < 0,05. Rannsóknaráætlun var lögð fyrir og leyfi fengið frá Siðanefnd Landspítala-háskólasjúkrahúss. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og engar athugasemdir voru gerðar. Einnig voru leyfi fengin frá forstöðulækni og yfirljósmóður Kvennadeildar LSH og yfirlækni Vökudeildar Barnaspítalans Hringsins. Algjörrar nafnleyndar var gætt. Úrtak I úrtaki rannsóknarinnar voru allar konur sem gengu með og fæddu tvíbura á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á tíu ára tímabili, frá 1991 til 2000, 632 konur alls og tvíburabörn þeirra (n = 1264) sem fæddust á fýrrgreindu tímabili.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.