Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 14
Síðan lá leiðin á Kaggan. Við röltum þetta, einhver þóttist geta fundið leiðina samkvæmt korti og gerði það en það var nú eiginlega slysni. Líklega hefði verið meiri vandi að villast. Vel var tekið á móti okkur eftir að við nefndum Elsu, fengum stimpil á handlegginn til marks um að hafa borgað en fengum ekki borga þrátt fyrir það, færeysk gestrisni í hnotskurn. Við vorum smástund að átta okkur á staðháttum, var þetta örugglega dansstaður, það var eitthvað svo rólegt og fámennt? Jú takk, það var byrjað að spila og við drifum okkur útá gólf og þvílík stemmning! Áttum pleisið fyrir okkur, dönsuðum og dönsuðum við þessa fmeríis stuðtónlist. Auðvitað fór svo að bætast við fólk, það horfði fyrst í forundran á þessa trylltu dansfíkla en fór svo að koma til. Hætta ber leik þá hæst hann stendur og þegar ballið virtist rétt vera að byrja, húsið orðið stappfullt og þessi líka fína hljómsveit Ólavur Öster Band búin að taka við af diskótekinu og gera alla hina dansóða líka, fórum við sem sagt heim. Þetta hljómar nógu vel ekki satt! En svona í alvöru þá þurftum við að vera í þokkalegu ásigkomulagi fyrir sunnudaginn og ferðalagið sem þá var á dagskrá. Reyndar voru sms sendingar stundaðar fram eftir nóttu við ættingja heima sem höfðu verið beðnir um að koma kosningafréttum til útlaganna en einhvern veginn þá var áhuginn í réttu hlutfalli við ijarlægðina, jú, sem sagt spenna, einhver úti, einhver inni, en, “só vott’’? Sunnudagur. Vegna ferðaþreytu (duh), vorum við flestar ekki nógu snemma á ferðinni um morguninn og vorum búnar að missa af morgunmatnum á hótelinu. Meiningin var að redda sér og finna opna búð eða bakarí. Bjartsýnin, á sunnudagsmorgni í Færeyjum. Þá er auðvitað heilög stund, fólk fer í kirkju og er ekki að vasast í bisness. En það var ekki að spyrja að gestrisninni og almennum notalegheitunum á Hótel Hafnia. Við fengum okkar morgunmat og kaffi þó seinar værum. Rétt er að nefna það að verkfall sem varð langvinnt og strangt var þama búið að standa í nokkra daga og var farið að segja til sín en allir virtust leggja sig fram um að láta ferðalanga finna sem minnst fyrir því. A hádegi mætti síðan Jóhanna Traustadóttir leiðsögumaður, af íslensk/færeyskum ættum, gift Færeyingi, og lagt var af stað í rútuferð með Ole bílstjóra en hann er Norðmaður, giftur færeyskri en býr sem stendur í Danmörku þó hann vinni í sumar í Færeyjum. Kære nordiske venner! eins og maðurinn sagði. Við keyrðum norður eftir Streymoy og á meðan fræddi Jóhanna okkur um sögu, jarðfræði og tungumál. Við urðum t.d.að kyngja því að meðan ísland er 15 milljón ára gamalt (bergið þ.a.e.s.) eru Færeyjar 60 milljón ára. Það var síðan mjög upplýsandi og skýrði margt þegar við fréttum að “ð” heyrist ekki í færeysku máli og áherslan er oftast á öðru atkvæði. Manni finnst nefnilega svo auðvelt að lesa færeysku en að skilja hana talaða, það er svolítið annað. Þarna kom skýringin. Lestu bara Dimmalætting eða Sosialurinn fyrir sjálfa þig og svo upphátt og reyndu að hljóma eins og innfæddur (he,he). Auðvitað er margt fleira ólíkt og mörg hljóð öðruvísi en þetta fleytti okkur mjög áfram í tungumálakennslunni. En það er ekki bara framburður og hljóð, einnig geta orðtök og hugsun bak við orðin misskilist. Það er til dæmis frekar óviðeigandi að biðja einhvern sem er að keyra þig í bænum um annatíma að “láta þig úr héma” eins og okkur þætti sjálfsagt. Það skilst þannig í Færeyjum að líklega yrðuð þið tekin fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Nú, okkar góði leiðsögumaður hélt áfram að fræða okkur, vonandi er farið nokkurn veginn rétt með staðreyndir. í Færeyjum búa 48 þúsund manns þar af 12 þúsund í Þórshöfn. Hinir eru dreifðir á stærri og minni stöðum um eyjarnar sem eru 18, þ.e. allar eru byggðar nema ein, Litla Dímon. Fiskeldi, fiskveiðar, fiskvinnsla, jú, 97% af útflutningi Færeyja er fiskur og þar af 25% af eldi. En það er annað að vaxa eins og t.d. ferðamennskan og allt í kringum hana og þar nýta þeir sér innlenda framleiðslu eins ullina. Við litum inn í handverksstaðinn

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.