Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Side 38

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Side 38
Merk tímamót 5 ár frá fyrstu útskrjft Ijósmæðra frá Háskóla Islands Fyrstu Ijósmæðurnar útskrifast úr fjarnámi “Merk tímamót - ástæða til að fagna” var yfirskrift sem notuð var á málstofu í ljósmóðurfræði 24. maí s.l. Það er alltaf ástæða til að fagna nýútskrifuðum ljósmæðrum en nú voru tilefnin nokkru fleiri; *Fyrstu ljósmæðurnar útskrifuðust úr ijarnámi í ljósmóðurffæði á Akureyri *Ljósmæður sem útskrifuðust 2003 opnuðu ffæðsluvef www.ljosmodir.is fyrir verðandi foreldra um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu í samstarfi við Ljósmæðrafélag íslands. *5 ár frá fyrstu útskrift ljósmæðra frá Háskóla íslands *235 ár frá fyrsta skráða ljósmóðurprófi á íslandi Ljómæður víða að mættu á málstofuna og hlýddu á verðandi ljósmæður kynna lokaverkefni sín. Þær kynntu síðan fræðsluvefinn ljosmodir.is sem þær höfðu haft veg og vanda að. Fræðsluvefurinn byggir að hluta til á lokaverkefnum þeirra sem spanna ýmsa þætti tengduni meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Ljósmæðrafélag Islands hefur tekið við vefsíðunni og mun ritstjórn á vegum þess hafa ábyrgð á að viðhalda og bæta við áreiðanlegum upplýsingum. Mikil þörf er fyrir íslenskt fræðsluefni á þessu sviði sem nálgast má á veraldarvefnum því það er sá „staður“ sem ungir sem aldnir nota í síauknum mæli til að leita sér upplýsinga. Vefsíðan getur gagnast mörgum en markhópurinn er verðandi foreldrar, nýbakaðir foreldrar, ömmur og afar svo og fagmenn sem vinna á þessu sviði. Kennsla í ljósmóðurfræði á landsbyggðinni. Fjarnám í ljósmóðurfræði á Akureyri í námskrá í ljósmóðurfræði hefur frá upphafi náms við Háskóla íslands verið lögð áhersla á að menntun ljósmæðra þyrfti að mæta þörfum íslensks samfélags bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samið hefur því verið við heilbrigðisstofnanir á Akureyri, Akranesi, Keflavík, Selfossi og ísafirði um klínískar námstöður ljósmæðra sem eru mjög mikilvægar fyrir kennslu ljósmæðra og til að efla ljósmóðurstarf á landsbyggðinni. Haustið 2001 var síðan gerður samningur milli Háskóla Islands og Háskólans á Akureyri og heilbrigðisstofnanir þar um fjarnám ljósmóðurfræði. Markmið með samningnum er m.a. að efla kennslu í heilbrigðisgreinum við Háskólann á Akureyri og til að leysa vandamál vegna skorts á ljósmæðrum til starfa. Tímamót voru í vor þar sem fyrstu ljósmæðurnar útskrifuðust úr þessu námi. Afmælishátíð ljósmæðra Strax á eftir málstofunni var haldin afmælishátíð ljósmæðra 0 ára og upp úr. Sannarlega var tilefni til að fagna. Allgóð mæting var á afmælishátíðina og voru aflientar gjafir frá ýmsum afmælisárgöngum og flutt ávörp og skemmtisögur frá fyrri tíð. KAUPÞING BÚNAÐARBANKI

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.