Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Side 22

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Side 22
Sjálfkrafa fæðing hjá B-tvíbura var í 43,1% tilfella (266). Með sogklukku/töng fæddust 7,1% (44) barna. Bráðakeisaraskurður var gerður í 26,1% tilfella (161) og valkeisaraskurður í 16,4% tilfella (101). Framhjálp/framdráttur á sitjanda var gerður í 7,3% tilfella (45), sjá mynd 4. í 2,4% tilfella (15) lauk tvíburafæðingum þannig að A-tvíburi fæddist um fæðingarveg en B-tvíburi með bráðakeisaraskurði. Þegar tegund fæðinga er skoðuð fyrir allar tvíburafæðingar, kemur í ljós að 53,2% A- tvíbura fæddust sjálfkrafa eða eðlilega en inngripafæðingar voru alls 46,0%. Hjá B- tvíburum fæddust 43,1% sjálfkrafa en 56,9% með inngripafæðingum. Marktækur munur var á sjálfkrafa fæðingum A og B bama þegar bæði bömin voru í höfuðstöðu, en þá hækkaði tíðnin og 67,9% A-barna fæddust sjálfkrafa en 59,7% B-bama. Þegar A-bam var í höfuðstöðu en ekki B-barn fæddust 60,0% A-barna og 41,7% B- barna sjálfkrafa. Þegar A-barn var ekki í höfuðstöðu og mismunandi staða var hjá B- barni fæddust 10,3% A-barna sjálfkrafa en 6,6% B-barna, sjá töflu 8. í samantekt þriggja rannsókna hjá Chauhan og Roberts (1996) um útkomu tvíburafæðinga kom í ljós að þegar bæði börnin (n = 270) voru í höfuðstöðu fæddust þau bæði eðlilega um fæðingarveg í 72,2% tilfella, en í 51,7% tilvika þegar fyrra barnið var í höfuðstöðu en ekki seinna bamið (n = 280). Miðað við úttekt þeirra Chauhan og Roberts er fjöldi eðlilegra fæðinga er því nokkuð lægri hér á landi. Hér fæddust einnig fleiri tvíburabörn B með bráðakeisaraskurði, 26,1% á móti 23,7% A- barna, og framdráttur á sitjanda var 7,3% hjá B-bömum en 0,3% hjá A-börnum. Athyglisvert er að í þeirri rannsókn sem hér er lýst fæddist tvíburi B með keisaraskurði eftir fæðingu A- barns um fæðingarveg í 2,4% tilfella sem er mun lægri tíðni en úr samantektarrannsókninni hér að ofan, þar sem tíðnin var 5,1% til 9,0% tilfella eftir stöðu bama í móðurkviði (Chauhan og Roberts, 1996). Tíðni keisaraskurða í tvíburafæðingum á tveim stöðum í Danmörku hefur verið skoðuð og var Tafla 8. Staða barna og tegund fæðingar Staða barna Eðlileg Sogklukka /Töns Bráðakeisari Valkeisari Framhjáip /framdráttur Alls Hst/Hst A-barn B-barn 67,9%(199) 59,7%(175) 9,9%(29) 11,9%(35) 15,4%(45) 18,4% (54) 6,8%(20) 6,8%(20) 3,1 %(9) 100%(293) 100%(293) Hst/Ekki B A-barn B-barn 60,0%(108) 41,7% (75) 6,1 %(11) 3,9%(7) 24,4% (44) 27,2%(49) 9,4%(17) 9,4%(17) 17,8%(32) 100 %(180) 100%(180) Sitj./Allir mögul. A-barn 10,3%(14) B-barn 6,6%(9) 41,2% (56) 1,5% (2) 47,1 %(64) 41,9(57) 1,5%(2) 47,1 %(64) 2,9%(4) 100 %(136) 100 %(136) A-barn (X_ = 206,544, df = 8, p < 0,01); B-barn (X_ = 235,109, df = 8, p < 0,01) Ljósmæörablaðið Desember 2003

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.