Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 15

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 15
Snælduna þar sem unnar eru og hannaðar flíkur úr ull og styrktum færeyskan iðnað eitthvað smávegis. Við gengum síðan yfir Atlantshafið (jú, víst) °g fórum yfir á Eysturoy og héldum sem leið lá að bænum Selatrað. Þar var tekið á móti okkur af margumtalaðri færeyskri gestrisni. Við fengum færeyskan mat, að sumu leyti eitthvað við þekktum, heimabakað brauð og kæfú, kjötpylsu, harðfisk og rúllupylsu og annað sem við vorum ekki vanar svo sem hvalspik og skerpikjöt. Okkur voru svo sýndir bæjarhættir og farið var um næsta nágrenni og skoðaðir sögustaðir. Nafnið á staðnum er annað hvort komið af selum, (óspennandi) eða af því að maður var hengdur fyrir glæp á tré sem skorðað var á klöppum í fjörunni og lesist þá Selatrað sem Sálartréð (meira spennandi). Leiðin heim var fróðleg eins og áður en ekki verður það tíundað hér. Við skildum við Jóhönnu með Nóakonfekti deluxe og virtist það gleðja hana eins mikið og við höfðum vonað. Um kvöldið stóð svo til að fara að borða á stað sem mælt hafði verið með, en við vorum pínuseinar aldrei þessu vant. Þegar átti að drífa sig af stað var farið að rigna. Það rignir víst 260 daga á ári í Þórshöfn. Það hljómar þó verr en það er, stundum er það bara brot úr degi en telst samt. Við viðkvæmu spariklæddu blómin ákváðum að taka leigubíl og pöntuðum tvo. Bílstjórarnir voru útaf fyrir sig ekkert óánægðir en fannst íyndið að við skyldum vilja láta keyra okkur þessa 300 metra (gleymdum hvað allt er stutt að fara). Einn sagði reyndar að það væri dálítið langt þegar sagt var “Rio Grande”, það er víst í Mexikó, styttra var á Rio Bravo. Þangað komnar þurftum við að bíða á “pöbb” tengdum staðnum eftir borði á aðalveitingastaðnum. Okkur grunaði að eitthvað tengdist þetta verkfallinu og biðum rólegar en áttum hinsvegar kannski ekki von á miklu þegar að matnum kæmi. Svo kom að því að setjast til borð og panta. Aldrei þessu vant vorum við nokkuð sammála og fengum okkur fisk dagsins (á steikhúsinu!) af því þjónninn var svo trúverðugur þegar við spurðum hverju hann mælti með. Og þvílíkt nammi. Sverðfiskur með einhverri töfrasósu, mátulega siðspilltum steiktum kartöflum og fersku grænmeti. Að lokum komumst við að því að þjónninn okkar (kokkurinn, uppvaskarinn, allt í einni persónu, verkfall, þið skiljið) var giftur íslenskri konu og hafði búið um tíma í Vestmannaeyjum. Þetta var eiginlega orðið skondið hvað við hittum oft á íslensk- færeysk tengsl, eða kannski ekki, líklega erum við tengdari en við áttum okkur á. Mánadagur. Síðasta daginn tókum við snemma og röltum í minjagripabúðir og fleiri búðir, það má alltaf athuga málið. Síðan lá leiðin til baka til Voga og flogið var heinr með þessum líka fína Fokker sem manni fannst áður að ætti bara að halda sig á heimaslóðum þ.e. ekki þvælast yfir Atlantshafið, en var svo bara hinn ágætasti fararskjóti og notaleg þjónusta í boði. Meira að segja var þetta svo góð ferð að a.m.k. tvær læknuðust af flughræðslu á leiðinni. Tölum ekki meira um það. Að lokum viljum við þakka öllum sem sýndu okkur frábæra gestrisni og leiðsögn og einnig menningarfélaginu Fitur sem styrkti ferð okkar svo við gætum kynnst frændum okkar í Færeyjum. Ljósmæður útskrifaðar 1993 og 1994. Anna Eðvaldsdóttir bústaðareigandi Guðlaug Pálsdóttir ferðaskipuleggjari Helga Bjarnadóttir sammenkomsthvetjari Herborg Pálsdóttir dansari Matthildur Róbertsdóttir brandarakona Olöf Leifsdóttir myndakvöldshaldari Sigríður Ólöf Ingvarsdóttir ferðalangur Solveig Jóhannsdóttir skrásetjari Nokkur nýtileg orð og orðasambönd að lokum. Klædnahandil=fatabúð Sjálvtökuhandil=stórmarkaður Eg eri upp á veginn = ég er ófrísk Hetta er ein neyðstöða= þetta er neyðarástand (t.d.ég finn ekki næturbjölluna) Hvar eru vesini?= hvar finn ég klósett? Ljósmæðrablaöið i ir Desember 2003 1 3

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.