Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 17
Tvíburafæðingar í sögulegu og menningarlegu Ijósi Tvíburafæðingar hafa vakið athygli mannkynsins frá örófi alda eins og lesa má í Biblíunni. í fyrstu bók Móse í Gamla testamentinu er lýsing á því þegar tvíburarnir Esaú og Jakob fæðast: „Og er dagar hennar fullnuðust, að hún skyldi fæða, sjá þá voru tvíburar í kviði hennar. Og hinn fyrri kom í Ijós, rauður að lit og allur sem loðfeldur, og var hann nefndur Esaú. Og eftir það kom bróðir hans í ljós og hélt hann um hælinn á Esaú, og var hann nefhdur Jakob” (Biblían 1981: 1. Mós 25:24). Esaú og Jakob urðu til vegna bæna Isaks fyrir konu hans Rebekku sem var ófrjó. heim hefur verið lýst sem tvíeggja tvíburum vegna þess hversu ólíkir þeir voru, Esaú var „loðni maðurinn” og Jakob „mjúki maðurinn”. Hugmyndin um baráttu milli tvíbura er algeng 1 goðsögnum; dæmigerð er barátta milli Esaú og Jakobs, sem sögð er hafa verið háð í móðurkviði um það hvor ætti að fæðast fyrstur (ffumburðarrétturinn). Esaú vann í þeirri baráttu on tapaði að lokum þegar Jakob plataði föður Slnn til að gefa sér frumburðarréttinn. Tvíburar hafa haft ákveðið hlutverk í goðsögnum og menningu hjá mörgum þjóðum, roeðal annars Grikkjum (Castor og Pollux) og Rómverjum (Rómulus og Remus) og líka í Suður-Ameríku (tvíburahetjuguðinn). Oft hafa tvíburar verið taldir yfirnáttúrlegir og álitið að guðirnir hafi hlutast til um tilurð þeirra. í heimi guðanna hjá Grikkjum voru til tvíburar sem hétu Castor og Pollux og voru þeir synir Seifs (Bryan, 1983). Sagt er að þeir hafi verndað sjómenn á hafi úti, vegna þess að þeir höfðu vald yfir vindum og haföldum, og eru til ótal sögur af hetjudáðum þeirra (Bryan, 1983). Eitt stjömumerki á himinhvelfingunni er nefnt eftir þeim: tvíburamerkið. Rómúlus og Remus eru ffægustu tvíburar í rómverskri goðaffæði. Þeir voru synir Mars og Sylviu, og það átti að drekkja þeim með móður sinni í ánni Tíber. Vöggu þeirra rak að árbakkanum þar sem þeir fundust og nærðust þeir á úlfamjólk. Þegar bræðurnir uxu úr grasi langaði þá að byggja UPP stóra borg en urðu ekki sammála um staðsetninguna. í deilum þeirra drap Rómúlus Remus; hann hélt svo áffam og fann Róm, sem hann stjórnaði síðan í mörg ár (Bryan, 1983). Margar sagnir hafa verið á kreiki um tvíbura, tengdar menningu og trú í flestum hlutum heimsins. Mannfræðirannsóknir hafa sýnt að ýmiskonar hegning hefur tengst tvíburafæðingum. Móðirin hefur verið látin sæta sérstakri hreinsun, sem fór fram eins og helgiathöfn vegna þess að fólk trúði því að hún væri haldin illum öndum. Sagnir frá 17. öld vitna um það að tvíburar og mæður þeirra hafi verið ofurseld djöflinum og verið brottræk úr samfélaginu (Guðfinna Eydal, 2001). Tvíburar hafa verið drepnir í mörgum löndum og eru sagnir um það frá Afríku, Asíu og meðal ffumbyggja í Ástralíu og Eskimóa. Hugmyndir um upphaf þessarar hefðar eru mismunandi og margar kenningar eru til um það hvers vegna fólki líkaði ekki við tvíbura. Ein er sú að það sé dýrslegt fyrir mennska móður að eignast fleiri börn en eitt. Önnur er að tvö börn hljóti að vísa á tvo feður, móðirin hlýtur þess vegna að hafa annaðhvort framið hjúskaparbrot eða seinna barnið frjóvgast af illum anda. I sumum ættbálkum er erfitt fýrir móðurina að bera tvö börn marga kílómetra og þegar matur er af skomum skammti getur bijóstagjöf fyrir tvíbura verið útilokuð. Sumir ættbálkar drápu bæði bömin, aðrir aðeins seinna barnið; ef um bæði kynin var að ræða var stúlkan drepin. Andúð á tvíburum einskorðaðist ekki við frumstæð þjóðfélög. Hjá aðalsmönnum í Japan var fæðingu tvíbura haldið leyndri og seinna bamið jafnvel gefið hirðmanninum. Tvíburum var hafnað sums staðar í Suður-Ameríku og sagt var að „tvö indíánaböm skapa mörg vandamál” (Bryan, 1983). Þessar fjölbreytilegu sagnir gefa til kynna að tvíburar hafi hlotið athygli í gegnum tíðina og hversu óvenjulegar tvíburafæðingar voru og eru jafnvel enn þann dag í dag. Gera má ráð fyrir að oftast fylgi þeim mikil eftirvænting og gleði í bland við ótta og stundum kvíða hjá verðandi foreldrum. Tíðni tvíburafæðinga Tíðni tvíburafæðinga hefur aukist í hinum vestræna heimi síðastliðin þrjátíu ár, meðal annars vegna vaxandi notkunar tæknifijóvgana. I Bandaríkjunum var tíðni tvíburafæðinga tiltölulega stöðug á árunum 1960-1973, um það bil ein af 49 til 55 fæðingum, en á árunum 1973-1990 varð gífurleg aukning í tíðni fjölburafæðinga (Luke, 1994). í skýrslu um tíðni tvíbura- og þríburafæðinga (National Vital Statistics Reports, 1999) í Bandaríkjunum, á ámnum 1980-1997, hefurtíðni tvíburafæðinga aukist um 52%, úr 18,9 í 26,8 af hverjum 1000 fæðingum, eða frá 1,9% til 2,7% af öllum fæðingum (Martin og Park, 1999). Elstu upplýsingar um tíðni fjölburafæðinga á Islandi eru frá tímabilinu 1792-1796 en þá fæddust alls 64 tvíburar, eða einir tvíburar af hveijuml23 fæðingum. Á árunum 1818-1825

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.