Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 30
Árið 1932 voru samþykkt ný lög og reglugerð um skólann, sem giltu í 32 ár. Skólinn var skírður Ljósmæðraskóli Islands og yfirlæknir og yfirljósmóðir urðu aðalkennarar. Námstíminn var lengdur í 1 ár. Árið 1964 voru ný lög um skólann samþykkt. Yfirlæknir fæðingadeildar varð skólastjóri og yfirljósmóðir aðalkennari. Skólinn var 2 ár og tilheyrði áfram Heilbrigðisráðuneyti og var í tengslum við fæðingadeild Landspítala en Ljósmæðrafélagið vildi færa skólann undir Menntamálaráðuneytið. Við útskrift íyrsta hóps ljósmæðra eftir að ný lög voru samþykkt, talaði yfirljósmóðir um að lengja þyrfti skólann um eitt ár í viðbót, en skólinn í Danmörku var 3 ár. Árið 1972 voru sett lög um Nýja hjúkrunarskólann og var ljósmæðrum gefinn kostur á að ljúka hjúkrunarnámi á 2 árum og 2 mánuðum. Árið 1982 er ákveðið með reglugerð að heilbrigðisráðherra ákveði inntökuskilyrði í Ljósmæðraskóla Islands og frá og með haustinu er inntaka bundin því skilyrði að umsækjendur hafi lokið prófi í hjúkrunarfræði. Meginforsendur fyrir þeirri breytingu voru þær að ljósmæðranám á íslandi var langt á eftir því sem var að gerast í kring um okkur en t.d. á Norðurlöndum var hjúkrunarpróf undanfari ljósmóðurnáms nema i Danmörku. Krafa hafði verið í mörg ár um að bæta inl Liósmæðrablaðið Desember 2003 menntun ljósmæðra og eina leiðin sem var fær þá var þessi. Einnig vildu ljósmæður geta starfað á breiðari grunni innan heilbrigðisþjónustunnar en starfsleyfi þeirra gaf tilefni til. Árið 1986 lagði ný neínd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fram tillögur að frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að skólastjóri eigi að vera ljósmóðir með BS próf í hjúkrunarffæði. Þetta ffumvarp var ekki lagt fram. Árið 1989 sendi menntamálaráðuneyti bréf til Háskóla íslands árið 1989, þar sem leitað er til námsbrautar í hjúkunarfræði í samráði við Ljósmæðraskóla íslands um hugsanlega tilhögun Ijósmæðramenntunar innar hennar vébanda. Árið 1993 var nefnd skipuð til að gera tillögur um flutning ljósmæðramenntunar frá heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneyti til menntamálaráðuneytis. Hún skilaði áliti árið 1994. Ákveðið var að inntökuskilyrði yrði áfram hjúkrunarfræðipróf en einnig var lögð fram tillaga um að athugaður yrði sá möguleiki að samþætta grunnnám í ljósmóðurfræði við nám í hjúkrunarfræði og þar með að stytta námstímann. Árið 1994 voru lög um Ljósmæðraskóla íslands frá 1964 lögð niður og síðasta útskrift úr Ljósmæðraskóla íslands fór fram um haustið. Árið 1995 berst bréf ffá menntamálaráðherra til rektors Háskóla íslands, þar sem þeim tilmælum er beint til Háskólans að á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði verði menntun ljósmæðra undirbúin með það fýrir augum að kennsla hefjist í janúar 1996. Ný námskrá í ljósmóðurfræði var samþykkt á fundi námsbrautarstjórnar í hjúkrunarfræði í desember 1995. Árið 1996 hófst nýtt nám i ljósmóðurfræði við Háskóla íslands og ljósmæður tóku sjálfar að sér að stýra námi sínu sem er ein af forsendum þess að stéttin sé skilgreind sem fagstétt. Fyrstu ljósmæður ffá H.í. útskrifuðust 1998. Árið 2003 voru 5 ár frá fyrstu útskrift ljósmæðra við Háskóla íslands.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.