Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 10
A veraldarvaktinní í Súdan Hólmfríður Garðarsdóttir Ijósmóðir Ljósmæðrablaðið Desember 2003 Hólmfríður Garðarsdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HI 1989 og sem ljósmóðir frá HÍ árið 2002. Hún hefur starfað á vegum Rauða kross íslands í Afganistan 1994-1995, í fyrrum Júgóslavíu 1995-1996, í Tansaníu 1998 og í Norður-Kóreu 1999-2000. Hún starfar nú sem ljósmóðir fyrir Alþjóða Rauða Krossinn í Suður-Súdan. Ljósmóðir í Súdan Fuglarnir syngja, geiturnar jarma, kusurnar láta heyra í sér og kettirnir okkar líka sem eru alls 5 og halda oft fyrir mér vöku einhvern tíma nætur. Þeirra hlutverk er aðallega halda rottum og snákum fjarri. Sólin er að koma upp í Yirol sem hefur verið heimili mitt í Suður Súdan síðustu mánuði þar sem ég starfa fyrir Alþjóða Rauða krossinn. Fyrir utan söngglöðu dýrin eru fá önnur hljóð í umhverfinu nema ef vera skyldi Súdani af Dinka ættbálki sem deilir með okkur af sönggleði sinni í morgun- sárið. Ég tek daginn snemma, venjulega kominn á stjá upp úr 06 og fer í ískalda hressandi sturtu undir berum himni. Jafirt hér sem annars staðar er bolli af góðu sterku kaffi á dagskránni enda besta byrjunin á nýjum degi að mínu mati. Hlusta á fréttir frá BBC í útvarpinu og verð vör við að kollegar mínir tínast á fætur smám saman. Þetta er nokkuð lýsandi dæmi um hvernig dagurinn í Súdan byrjar hjá mér en hvað dagurinn á eftir að bera úr býtum er ómögulegt að segja. Ég starfa sem ljósmóðir í héraði sem sennilega telur um 100.000- 125.000 manns þar sem stríð hefur ríkt síðustu 20 árin. Starfið felst í stuðningi, fræðslu og kennslu til innfæddra samstarfsmanna minna í mæðravernd, í fæðingarhjálp og sængurlegu á 5 heilsugæslustöðvum á svæðinu. Einnig starfrækjum við bólusetningarprógramm fýrir börn undir 5 ára aldri og til kvenna á bameignaraldri. Starfið er mjög skemmtilegt og krefjandi og ég er eina menntaða ljósmóðirin á svæðinu. Aðstaða okkar á heilsugæslunni er einföld og mjög skýr, maður veit hvað maður hefur og mjög vel hvað skortir enda er ég uppalin í háþróuðu heilbrigðiskerfi heima á íslandi. Barnshafandi konur koma að meðaltali 1 til 2 sinnum í mæðravernd á meðgöngunni, við viljum gjaman sjá þær 3 sinnum en eigum enn langt í land og svo er stór hluti kvenna sem hefur ekki gott aðgengi að heilsugæslu og korna ekki nema vegna veikinda. Flestar konur í Suður Súdan verða 10-15 sinnum barnshafandi á lífsleiðinni, getnaðarvarnir eru óþekktar og fjölkvæni leyfilegt og algengt. Konur hér vinna hörðum höndum á heimilinu, hugsa um börnin, bera vatn og eldivið í hús og afla matar sé þess kostur. A uppskerutímanum í sumar komu ófáar konur með fósturlát eða blæðingu á fyrri hluta meðgöngu, sennilega vegna vinnuálags og engin er vélvæðingin til að létta störfin.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.