Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 29
Grunnnám í Ijósmóðurfræði Hjúkrunarpróf ekki lengur inntökuskilyrói ? Árdís Ólafsdóttir Ijósmóðir og lektor Helga Gottfreðsdóttir Ijósmóóir og lektor Ólöf Ásta Ólafsdóttir Ijósmóóir og lektor Inngangur Nokkur umræða hefur verið undanfarin ár meðal ljósmæðrakennara um breytingar á inntökuskilyrðum í nám í ljósmóðurfræði en eins og ljósmæðrum er kunnugt hafa inntökuskilyrðin verið hjúkrunarpróf síðustu 20 árin eða frá árinu 1982. Þessi umræða hefúr ekki bara átt sér stað hér á landi heldur líka erlendis. Síðustu áratugina hefur ljósmóðurfræðinám víða þróast í þá átt að byggja upp svokallað “ direct entry” þriggja til fjögurra ára grunnnám í ljósmóðurfræði. Dæmi um þetta er að finna í löndum eins og Hollandi, Danmörku, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Kanada og Bandaríkunum. 1 samræmi við þessa þróun gerir stefnumótun Ljósmóðurffæðinámsins innan Háskóla íslands fyrir árin 2001-2006 ráð fyrir að námsnefnd í lj°smóðurfræði skoði möguleika á að nám 1 ljósmóðurfræði verði fjögurra ára grunnnám Ol B.Sc. gráðu í stað tveggja ára náms til embættisprófs eftir hjúkrun. ið undriritaðir lektorar í ljósmóðurfræði ynntum þessa hugmynd, á aðalfundi josmæðrafélags íslands síðastliðið vor og t>r u fjörugar umræður, þar sem ýmis sjónarmið omu fram en hugmyndin virtist eiga nokkru ylgi að fagna meðal ljósmæðra. Þegai um svo stóra ákörðun er að ræða skiptir máli að ræða málin og að það náist sátt meðal jósmæðra hver sem niðurstaðan verður. Því höfum við ákveðið að gera könnun á viðhorfum ljósmæðra og ljósmæðranema til skipulags ljósmæðramenntunar í dag og að kanna hug þeirra til fyrirhugaðra breytinga. Þar sem aðeins hluti ljósmæðra var á aðalfundinum fylgir hér á eftir samantekt á kynningunni og byggist hún á stuttu sögulegu yfirliti um breytingar á ljósmæðranámi á Islandi, umræðu um kosti og galla skipulagsins eins eins og það er í dag og hvaða rök eru með og á móti því að breyta skipulagi námsins nú. Merk tímamót í námi í ljósmóðurfræði á íslandi frá árinu 1761 til okkar daga Arið 1760 fól Danakonungur Bjarna Pálssyni landlækni, með embættisbréfi, að “taka eina eða fleiri siðsamar konur og veita þeim tilhlýðilega fræðslu í ljósmóðurlist og vísindum”. Árið 1761 var Margrethe Katrine Magnússen ljósmóðir frá Danmörku ráðin , til að sjá um kennslu í ljósmóðurffæði Fyrsta ljósmóðurpróf, sem skráð er á íslandi tók Rannveig Egilsdóttir að Staðarfelli á Fellsströnd, árið 1768. Árið 1875 tóku gildi fyrstu lög ljósmæðra Yfirsetukvennalög: Námstími var þrír mánuðir. Kennarar og prófdómarar voru landlæknir og héraðslæknar í kaupstöðum úti á landi, í Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri og Eskifirði. Árið 1909 í tíð Guðmundar Björnssonar landlæknis var námstíma í ljósmóðurfræði breytt í 6 mánuði. Árið 1912 var Yfirsetukvennaskóli íslands stofnaður. Inntökuskilyrði voru 18 ára lágmarksaldur, 36 ára hámarksaldur, óspillt siðferði, læknisvottorð um líkamlegt heilbrigði, auk þess að vera fulllæsar og skrifandi.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.