Freyr - 01.07.1937, Page 11
F R E Y R
ÍOS
Danmörku, með styrk landbúnaðarfé-
lagsins danska og ríkisstjórnarinnar.
Varð að þessu gott gagn og lærðu nokkr-
ir menn af áveitufræðingum þessum hin
helztu handtök að slíkum verkum, og
gátu síðan haldið þeim áfram. En mestu
munaði um það, að síðan 1873 hafði fé-
lagið í þjónustu sinni einn eða fleiri bú-
fræðinga, sem ferðuðust um sveitir og at-
huguðu búnað manna, gáfu leiðbeining-
ar um ýmiskonar búnaðarframkvæmd-
ir og höfðu verkstjórn á hendi, eftir því
sem á stóð og hentugleikar leyfðu. Þess-
ari starfsemi hélt félagið áfram, allt til
þess er það hætti störfum 1899. Hafði
það sjö menn í þjónustu sinni undir þessa
grein, þegar flest var. Af þeim mönnum,
sem hjá félaginu unnu, má hér einkum
nefna Svein Sveinsson, síðar skólastjóra
á Hvanneyri, Björn Bjarnarson, síðar
bónda í Grafarholti, Sæmund Eyjólfs-
son guðfræðing, Sveinbjörn Ólafsson
frá Hjálmholti, Ólaf Ólafsson síðar
bónda í Lindarbæ, Einar Helgason garð-
yrkjumann og Sigurð búfræðing Sigurðs-
son frá Langholti í Flóa. Allir þessir
menn gegndu miklum störfum fyrir fé-
lagið við margskonar jarðabætur: Á-
veituverk, garðyrkju, sandgræðslu, fyr-
irhleðslur, framræslu og mælingar ýms-
ar, sem hér er of langt að telja. En efa-
laust er, að með þessu vann félagið
drjúgum að því að efla jarðrækt í Sunn-
lendingafjórðungi á síðustu tugum 19.
aldar.
Búnaðarfélag Suðuramtsins varð aldrei
mjög f jölmennt. Einna flestir voru félags-
menn um það leyti, er félagið hætti störf-
um 1899, 320 alls. En þess er að gæta, að
þá voru hreppabúnaðarfélög stofnuð víðs
vegar og þátttaka bænda í búnaðarsam-
tökum talsvert almenn orðin, þótt mikið
skorti enn á, að hún væri svo almenn
sem skyldi. Árið 1842 var fyrsta'sveitar-
búnaðarfélag hér á landi stofnað, Bún-
aðarfélag Bólstaðarhlíðar- og Svína-
vatnshrepps, merkilegt félag fyrir flestra
hluta sakir og lang elst allra búnaðarfé-
laga sem nú starfa hér á landi. Á næstu
árum risu lík félög í Árnessýslu, Búnað-
arfélag Gnúpverjahrepps 1843 og Bún-
aðarfélag Hrunamannahrepps og Hraun-
gerðishrepps 1845, Öll þessi félög störf-
uðu talsvert að jarðabótum við það sem
þá var títt. Um og eftir 1850 varð tals-
verð hreyfing í Múlasýslum, Þingeyjar-
sýslu, Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu
um héraðssamtök til framfara búnaði og
varð nokkuð ágengt. Samtök þessi kuln-
uðu út syðra vegna fjárkláðans síðara
1856. En nyrðra og eystra gerði harð-
indi mikil um 1858—1870 og dróu all-
an kraft úr samtökum þessum. Um 1874
fer aftur að rofa til og úr því dregur
fram um 1880 tekur félögum að fjölga
og einkum um og eftir 1888, en það ár
hefjast beinar fjárveitingar úr lands-
sjóði til félaganna. Mikill styrkur varð
það búnaðarsamtökunum út um sveitir
Iandsins, er búnaðarskólarnir tóku að
starfa og áhrifa tekur að gæta frá þeim
víða um landið. Ólafsdalsskólinn var
stofnaður 1880, Hólaskóli 1882, Eiða-
skóli 1883 og Hvanneyrarskóli 1889—
’90. Þótt skólar þessir væru yfirleitt fá-
tækir, og ætti við þröng kjör að búa, er
efalaust að þeir höfðu mikil áhrif um að
efla verklega kunnáttu, og áhuga á bún-
aðarframkvæmdum og samtökum og
samvinnu um búnaðarefni. Svo þegar
Búnaðarfélag Islands var stofnað, horfði
mjög á annan veg um þáttöku bænda í
slíku félagsstarfi en löngum fyrr, og má
reyndar kalla, að þar með sé fullkomn-
að verk, sem hafið var þá fyrir rúmum 60
árum, um að vekja bændur landsins til