Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1937, Qupperneq 13

Freyr - 01.07.1937, Qupperneq 13
F R E Y R 107 ræktarráðunautur.1) Að áveitu og jarð- yrkju hafa unnið Valtýr Stefánsson, Steinarr Stefánsson, Pálmi Einarsson og Ásgeir L. Jónsson. Að verkfæraútvegun Árni G. Eylands verkfæraráðunautur. í öllum þessum greinum hafa orðið stór- kostlegar framfarir á síðustu 10 árum eða svo. Skylt er að geta þess og þakka, að hér á Alþingi og ríkisstjórn mjög mikinn þátt. Jarðræktarlögin hafa, síðan þau voru sett 1923, unniö íslenzk- um landbúnaði stórkostlegt gagn. Þá má nefna lögin um eftirlits- og fóðurbirgða- félög frá 1919, er gert hafa mibið gagn. Lögin um Ræktunarsjóð íslands og síð- ar Búnaðarbankann, lög um byggingar- og landnámssjóð, verkfærakaupasjóð, búfjárræktarlögin frá 1931 o. fl. Bún- aðarfélag íslands hefir beiniínis átt frumkvæði að sumum þessara iaga og unnið meira og minna að undirbúmngi annara. Þegar félagið hófst var að vísu tals- vert áleiðis komið með stofnun búnaðar- félaga í sveitum landsins. Mikið vantaði þó á, að fullkomin skipun væri á komin um samtök bændanna víða um landið. En á þessu varð mikil breyting á þessu tímabili, er samtök komust á milli bún- aðarfélaga í ýmsum sýslum og landshlut- um. Búnaðarsamböndin, sem eru undir- deildir B. í., voru í fyrstu aðeins 4, þ. e. fjórðungssambönd, en hafa nú í sumum fjórðungunum skifst í smærri sambönd, svo nú eru þau tíu að tölu. Hefir hvert þessara sambanda sína stjórn fyrir sig og reikningshald. Starfa þau að sínum áhugamálum hvert á sínu svæði undir yfirstjórn B. í. 1) Hér hefir láðst að geta Þóris Guðmunds- sonar, sbr. tölubl. 6. — Ritstj. Búnaðarþing hefir gert ráð fyrir að hvert þessara sambanda hafi fastan starfsmann, og þau stærri fleiri en einn, með góðri búnaðarmenntun, er komi heim til hvers einasta bónda til mælinga jarðabóta, og sérstakra leiðbeininga ef þess er óskað. Starfsmenn þessir séu ráðnir í samráði við Búnaðarfélag Is- lands og er ætlast til að þeir standi í sambandi við ráðunauta félagsins. Þó þetta fyrirkomulag sé ekki nema að litlu leyti komið í framkvæmd ennþá, verður maður að vona að úr rætist bráð- lega, þannig að einhver hluti af okkar uppvaxandi menntamönnum finni hjá sér hvöt til þess, að sinna málefnum landbúnaðarins og búa sig undir þessi störf. Búnaðarfélag íslands var frá upphafi skipulagt þannig, að aðalstjórn þess var hjá Búnaðarþinginu, er kom saman ann- aðhvort ár, er reglulegt Alþingi var háð, Á þvi áttu sæti fulltrúar úr öllum lands- hlutum, en meðan búnaðarfélögin voru dreifð, og engin í mörgum sveitum, varð ekki unnt að fela þeim beinlínis að kjósa búnaðarþingsfulltrúa. Þeir voru í fyrstu kosnir af amtsráðum, en síðar af sýslu- nefndum í hverju amti. Var þetta vand- ræðaráðstöfun, en varð svo að vera, þangað til fullkomin skipun komst á búnaðarsamtökin út um sveitir landsins. Hefir tekið nokkurn tíma að koma þessu í horf, en takmarkinu var að fullu náð 1931, er sú breyting var gerð á lögum Búnaðarfélags íslands, að búnaðarsam- böndin kjósi alla fulltrúana, misjafnlega marga eftir stærð sambandanna. Búnað- arþingið hefir æðsta vald um öll efni Búnaðarfélagsins. En áhrif þess og gildi fyrir hag bænda og atvinnumál þeirra öll, hefir á síðustu áratugum farið stórlega vaxandi. Með því að gera Búnaðarfélagið

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.