Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 29
F R E Y R
123
ir þaS kjötið stórlega í verði, vegna þess
að kjötkaupmenn treysta sér ekki til þess
að hafa slíkt kjöt til sýnis í búðum sínum.
Ef brögð eru að alvarlegum skemmd-
um, þá er bannað að nota kjötið til mann-
eldis. En þó skemmdirnar séu smávægi-
legar, þá lýta þær kjötið, gera erfitt með
sölu þess og stórlækka verðið.
Til þess að sýna, hvaða áhrif þungi
kroppanna, hlutfallslega við gæði, hefir
á verð kjötsins, vil ég birta eftirfarandi
töf lu.
Tölurnar sýna meðal heildsöluverð í
London, fyrir mismunandi þunga og gæða-
flokka, af frosnu dilkakjöti frá Argentínu
á tímabilinu frá nóvember til marz 1935—
38. Kjötið er fyrst flokkað eftir þyngd og
svo metið eftir holdafari og útliti í I., II.
og III. flokk.
SKROKKAÞUNGI (lbs. ensk pund) MEÐALVERÐ í d. per lb. 1 lb. ~0.454 kg., ld. = 9.23 aurar (ld. pr. lb. = 20 aurar pr. kg.
GÆÐAFLOKKUR
I. ii. III.
28 lbs. og léttari 7,5 6,9 6,4
29—36 lbs 7,1 6,5 6,0
37-42 - 6,6 6.21 5,5
43-50 - 6,3 6,0 J
50—60 — (af meira en •
þs árs gomlu fé) 5,7 5,3 —
Þetta sýnir, að mun lægra verð fæst fyr-
ir pundið í þungum kroppum en léttum.
Hærra verð fæst fyrir III. fl. kjöt 28 lbs.
og léttari en fyrir I. fl. kjöt 43—50 lbs.
1) Tafla þossi er tekin úr fyrirlestri, sem
Dr. J. Hammond, Scool of Agriculture Cam-
bridge, flutti á Alþjóðamóti sauðfjárframleið-
enda í Wolfer-Hampton 5. júlí s. 1., og birt hér
með hans leyfi. Hún er samin af Dr. Juan B.
Vergés,, frá Buenos Aires, Argentínu.
Það þolir ekki samanburð
Hvernig fullnægir yjg allnag dilkakjöt, Sem
islenzka kjotiS j?juj-j- QY jnn £ enska mai’k-
þessum krofum l
aðmn, hvorki að gæðum
yfirleitt eða flokk fyrir flokk.
Ilelztu kostir íslenzka kjötsins eru þess-
ir: — 1. Að allmikið af kroppunum eru
litlir, vega undir 15 kg. 2. Kjötið er og tal-
ið sérlega bragðgott.
Það hefir líka ýmsa galla. Sumpart eru
þeir fjárkyninu og meðferð fjárins að
kenna, en sumpart miður góðri meðferð á
kjötinu við slátrun, frystingu, geymslu og
flutning.
Gallarnir, sem eru fénu og meðferð þess
að kenna, eru þessir:
I. Kropparnir eru alltof beinaberir og
útlimalangir. Þeir eru alltof vöðvarýrir,
einkum á læri og baki. Síðast en ekki sízt
er kjötið yfirleitt of magurt, einkum vant-
ar að verðmætustu hlutar kroppsins,
spjaldhryggur og læri séu vel þakin fitu.
Bringa og síður eru oft feitari en þörf
gerist og nýrmörinn of mikill. Þetta eru
allt einkenni á „primitivu“ fé, sem ekki
hefir verið ræktað með tilliti til holdafars.
En það er nokkur ástæða til þess að svona
sé ástatt, ef litið er til baka nokkra ára-
tugi.
Islenzka féð var öldum saman ræktað
fyrst og fremst vegna mjólkurinnar.
Holdafari var eðlilega lítill gaumur gef-
inn, en bezta mjólkurféð hefir verið valið
til undaneldis. En svo vill til, að mjólkur-
lagni og ágætt holdafar fer sjaldan sam-
an. Féð varð því mjólkurfé, en ekki holda-
fé. Því var oft sýnt svo hart á vetrum, að
úr hófi gekk. Þeir einstaklingar, sem harð-
gerðastir og þurftarminnstir voru, lifðu
bezt af ofraunir vetranna. En það fer yf~
irleitt ekki saman, að mjög þurftarlítið
fé sé afurðamest. Oft er það á hinn bóg-
inn, að afurðamestu einstaklingarnir